Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Qupperneq 5

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Qupperneq 5
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 3 og biðja henni Guðs blessunar þá yfir í hið ókunna er komið. Það mun engum blandast hugur um, er þekktu Jóhönnu Knudsen, að þar var óvenjuleg kona á ferð, og hefði atgervi hennar notið sín sem skyldi, myndi hún hafa komið einstaklega miklu og góðu til leiðar. En í litlu og fátæku þjóðfélagi eru möguleikarnir takmarkaðir, og þeir sem mestir eru og beztir fá þvi miður ekki ætíð í heimahögum verkefni við sitt hæfi. Hin síðari árin dró Jóhanna sig í hlé frá hjúkrunarstörfum. — Þótt listhneigð hennar, gáfur og fjölhæfni kæmu vel í ljós bæði við ritstjórn timaritsins Syrpu og eins í gerð þeirra muna, er svo sér- kennilega og smekklega voru skreyttir íslenzkum blómum — þá var þó að því mikill skaði, að hún skyldi hverfa frá aðallífsstarfi sínu. En svo var hún sönn, að þótt henni byðist annað vel launað starf hjá lögreglunni þegar ungmenna- eftirlitið — er hún liafði á hendi á hei'- námsárunum — var lagt niður, þá hafn- aði hún því boði, af því hún sagðist sjá fyrir að hún myndi ekki fá því áorkað sem gera þyrfti og sú vinna yrði aðeins nafnið tómt. Starfsferill Jóhönnu Knudsen sem hjúkrunarkonu er sjálfsagt flestum kunn- ur, en sú sem þetta ritar vill þó gjarnan reisa henni ofurlítinn minnisvarða hér í Hjúkrunarkvennablaðinu og rifja upp aðalatriðin í því sambandi. Eg sá hana fyrst sem nema á Akureyrar- sjúkrahúsi, 29 ára gamla, glæsilega, menntaða heimskonu. Hún var að mörgu leyti ólík okkur hinum hjúkrunarnemun- um, sem flestar vorum nýkomnar úr sveitinni. Jóhanna Knudsen var alin upp í kaupstað, hafði frá fermingu verið við skrifstofustörf í Reykjavík og Kaup- mannahöfn, og var nú að koma frá Eng- landi, en þar hóf hún hjúkrunarnámið. Það munu hafa verið talsverð viðbrigði fyrir hana að fara að hlaupa um sjúkra- húsið á Akureyri frá morgni til kvölds, eins og við nemarnir máttum gera, en starfið tók hug hennar fanginn og gekk hún að því með lífi og sál. Svo var vandvirknin og samvizkusemin mikil, að það gekk næstum úr hófi; því oftast þurfti að halda á spöðunum til að koma verk- unum af. Vikulegi frídagurinn hennar Jóhönnu fór líka í svefn langt fram á kvöld, enda hafði hún ekki verið heilsu- hraust í æsku, haft liðagigt. Jóhanna var um tíma við geðveikranám á Kleppi, og af því bókleg kennsla við hjúkrunarnámið var heldur léleg í þá daga, en líkamleg vinna á Kleppi létt, þá notaði hún tímann til að læra m. a. anatómíuna utanbókar í dönsku hjúkrun- arfræðinni, sem við höfðum til aflestrar. Á Vífilsstöðum lágu leiðir okkar sam- an að nýju, og loks sigldum við báðar til Óslóar og vorum saman á Ullevaalsjúkra- húsinu í 13 mánuði, þó aldrei á sömu deildum. Þarna urðum við herbergisfé- lagar og beztu vinkonur. Frá þeim tíma minnist ég hennar sem skemmtilegrar og elskulegrar manneskju, er aldrei þreytt- ist á að gera okkur frístundirnar glaðar og gagnlegar. En ekki var heldur horft í skildinginn ef gott leikrit gekk á þjóð- leikhúsinu eða el' hægt var að kanna ókunna stigu. — Jóhanna útskrifaðist af Ullevaal með þeim bezta vitnisburði sem hægt var að fá. — Eftir heimkomuna varð hún ein af fyrstu hjúkrunarkonunum sem fóru á Landspitalann og var aðstoðarhjúkrunar- kona á handlæknisdeildinni um skeið. En er vinnuhælið fyrir herklaveikt fólk var stofnað að Reykjum í ölfusi, gerðist hún forstöðukona á því. Þaðan fór hún eftir ár og sigldi þá til Pai>worth í Englandi. Hefir eflaust haft Reykjahælið í huga er hún kynnti sér rekstur vinnuhælanna í Papworth en þó varð eigi af að, hún færi

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.