Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Síða 6
4
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ
að Reykjum aftur, enda var hælið lagt
niður nokkru síðar. Aðstaða þar var víst
aldrei sem heppilegust.
Árið 1934 varð Jóhanna Knudsen yfir-
hjúkrunarkona á Isafjarðarsjúkrahúsi, og
gegndi því starfi til ársloka 1940. Aldrei
hefi ég j)angað komið, en sá orðrómur
gekk, að mörgu hefði hún breytt til betri
vegar, þótt kannske hafi það þótt full
lcostnaðarsamt. Hjúkrunarnemar sem á
Isafjarðarsjúkrahúsi voru,dáðust mjög að
kennslunni sem þeim var þar látin i té, og
efast ég ekki um, að Jóhanna hafi verið
afbragðs kennari.
Jóhanna tók sér frí um stund frá Isa-
fjarðarsjúkrahúsi árið 1939 og fór þá að
athuga möguleika á því að koma upp
barnaspítala í Reykjavík, svo sem var —
og er — engin vanþörf á. Rauðst hún til að
leggja fram húsið Hellusund 6, en sótti um
30.000 kr. styrk til bæjarsjóðs fyrir hús-
munum, breytingum á húsnæði o. s. frv.
Þessu var því miður neitað. Svo barngóð
sem hún var og framúrskarandi samvizku-
söm og vel að sér, er líklegt að barna-
spítala hefði verið l)orgið í höndum henn-
ar. Hefði hún og eflaust leitað sér fram-
haldsmenntunar, ef úr þessu hefði orðið.
Ég minntist þess í upphafi þessarar
greinar, að Jóhanna hefði haft með hönd-
um ungmennaeftirlit á hemámsárunum.
Það var hennar síðasta opinbera þjónusta,
vandasamt og vanþakldátt starf, sem hún
gekk að með þeim dugnaði og ósérhlífni
er einkendi alla hennar framkomu. Hrædd
er ég um, að það hafi slitið kröftum
hennar meira en góðu hófi gegndi.
Læt ég svo staðar numið, en minning
Jóhönnu Knudsen mun lifa í hugum þeirra
sem kynntust gæðum liennar og mann-
kostum. Margrét Jóhannesdóttir.
Það var síðla hausts fyrir 10 árum,
að ég var send sem hjúkrunarnemi frá
Landspítalanum vestur til Isafjarðar. —
Fröken Jóhanna Knudsen var yfirhjúkrun-
arkona á Isafjarðarsjúkrahúsinu. Ég
hafði heyrt hjá einhverjum starfssystrum
mínum, að fröken Knudsen væri mjög
ströng. Og þeir einir hjúkrunarnemar,
sem hafa farið svipaðar ferðir, geta skilið
hvernig mér, með aðeins 4 mánaða starfs-
feril að baki, var innanbrjósts.
Mér stendur enn sú stund fyrir hug-
skotssjónum, er ég gekk fyrir fröken
Knudsen að heilsa henni. Hún kom til móts
við mig, há, tíguleg og björt yfirlitum,
rétti mér höndina og sagði: Velkomnar. —
Handtakið var fast og innilegt. Mér fannst
þyngsta steininum létta af hjarta mér, og
frá þeirri stundu bar ég djúpa virðingu
fyrir henni, og ávallt síðar.
Hún var sem kjörin til þess að vera
kennsluhjúkrunarkona. Hún kenndi með
slíkri alúð og brennandi áhuga. Ströng var
hún, og meira að segja mjög ströng, en á
þann hátt, sem kennslu- og yfirhjúkrunar-
kona á að vera. Aldrei man ég til þess, að
hún skipti skapi, enda hefði mér án efa
fallið það þungt. Hún fann oft að við mig,
en ávallt hjálpandi og leiðbeinandi.
Ég minntist þess, að þennan vetur var,
eins og víst oft og endranær, afar erfitt á
sjúkrahúsinu, vantaði hjúkrunarkonur og
starfslið, og það komu fyrir stundir, að
mér fannst starfið ætla að verða of erfitt,
en þegar fröken Knudsen birtist og
leit brosandi til okkar, kom ekki til greina
að örmagnast.
Og eitt atvik, sem kom fyrir síðustu
dagana, er ég var á sjúkrahúsinu, lýsir
því betur enn nokkuð annað að fröken
Knudsen var ekki einungis yfirhjúkrunar-
kona, sem gerir strangar kröfur. Það
höfðu komið hoð frá Landspítalanum um
að ég ætti að koma með strandferða-
skipi, sem átti að leggja af stað á mið-
vikudag fyrir páska og vera komið til
Rvíkur á páskadagsmorgun. Fröken Knud-
sen vissi að ég var sjóveik og kveið fyrir
sjóferðinni. Nú vildi svo til, að einn Foss-