Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Page 9

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Page 9
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 7 ig er það notað við krabbamein í legi, þar sem hægt er að leggja það á eða i sjálft meinið. Röntgen-geislar eru notaðir við útbreidd krabbamein, eða æxli í innri líffærum. Geislameðferð á illkynja æxlum er mis- munandi eftir því, hve næm þau eru og i hvaða líffærum. Sem dæmi má taka krabbamein i húð og vör. Þau koma venjulega snemma til meðferðar, enda auðsæ og vaxa fremur hægt. Meinvarp (metastases) kemur oft seint og þau eru tiltölulega geislanæm. Horfur á lækningu eru góðar, og ef sjúklingar koma snemma, má búast við lækningu á allt að 100%, Þótt slík æxli séu skurðtæk er venjulega talið heppilegra að beita geislum, sérstak- lega vegna þess, að minni lýti verða að örmyndun. Venjulega er notað radium við þessa sjúklinga. Sjaldgæf húðæxli eru svokölluð melanom, sem vaxa út frá fæð- ingarblettum og eru dökkleit, — þau eru mjög illkynjuð og lítt geislanæm. Við legkrabbamein er notað radium innvortis. Ef meinið er nokkuð útbreitt, er siðar gefin röntgenmeðferð útvortis, sem beint er að eitlasvæðunum í grindar- holinu. Ef sjúklingar koma til aðgerðar snenuna í sjúkdónmum, eru batahorfur góðar — allt að % fá lækningu við krabbameini í leghálsinum með geisla- meðferð. Skurði er mjög óvíða beitt við slík æxli. Ef meinið er í sjálfu legholinu (corpus) er ýmist beitt geislameðferð eða skurði. Sem dæmi um krabbamein, þar sem beitt er skurði og geislameðferð sameigin- lega, má nefna krabbamein í brjósti kvenna. Þar er mjög áríðandi að sjúkling- ur komi sem fyrst, áður en meinið hefur náð að sá sér. Tiltölulega snemma kemur meinvarp í eitla í holhönd eða ofan við-) beins. Æxlið er venjulega tekið með skurð- aðgerð, en röntgenmeðferð gefin fyrir eða eftir. Með því að geisla fyrír skurðaðgerð verður meinið oft minna og betur afmark- að, og því hægara að taka það. Auk þess má búast við því, að krabbameinsfrum- urnar verði veildaðar og hafi minni vaxt- armátt eftir geislameðferðina. Það er því álitin minni hætta á því, að meinið geti sáð sér út í sárafletinum við skurðaðgerð- ina. Við geislameðferð eftir skurðaðgerð er ætlazt til þess að krabbameinsfrumun- um, sem eftir hafa oi'ðið, sé eytt með geislum. Jafnframt eru geisluð eitalsvæð- in, þar sem búast má við meinvarpi eða sýktum eitlum, sem ekki hafa náðst með skurðinum. Fleiri illkynjuð æxli eru læknuð með röntgen- og radiumgeislum, en hér verður staðar numið. NEMADÁLKUR Hvaða starf ætlarðu að gera að æfistarfi þínu? Það ætti að vera hægur vandi fyrir stúlku, sem er komin undir tvítugt, að vita, hvaða starf hún ætlar að gera að æfistarfi sínu. Ég hef, síðan ég var barn, látið mig dreyma vökudrauma um það, hvað ég ætli að verða. Fyrst reisti ég mér bamslegar skýjaborgir um það, sem aldrei gátu orðið að veruleika. Þær hrundu, og aðrar komu í staðinn. — Nú er ég búin að taka ákvörðun um, hvað ég ætla að verða, en ég er hálf feimin að láta það uppi, því ég veit ekki, bvort það verður nokk- urn tíma að veruleika, og er þá illa farið. Eg veit ekki hvort ég get helgað þessu starfi lif mitt, þó það sé mín einlæg ósk og von. Foreldrar mínir eru því mjög móthverf, af þvi að ég er ekki vel heilsu- sterk, en þetta starf krefur sterkrar heilsu. Starfið, sem ég ætla að gera að æfistarfi mínu, en hjúkrunarstarfið. — Ég ætla að gefa tilfiningum mínum lausan taum og skrifa eins og mér býr í brjósti. öll störf geta verið heiðarleg, ef unnið er að þeim með trúmennsku. Ekkert starf finnst mér

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.