Hjúkrunarkvennablaðið - 01.10.1950, Side 12
10
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ
gren frá Finnlandi, Sigríður Eiríksdóttir
frá Islandi og Guðrún Arentz frá Noregi.
Á deildarfundunum höfðu 4 íslenzkar
hjúkrunarkonur samið erindi til flutnings.
eins og hér segir:
Guðriður Jónsdóttir: Um starfssvið geð-
veikrahjúkrunar. Margrét Jónhannesdótt-
ir: Um heilsuverndarnám i. hjúkrunar-
kvennaskóla. Rósa Sigfússon: Um starfs-
svið skólahjúkrunarkonunnar. Sigríður
Eiríksdóttir: Um samvinnu á sjúkrahús-
um og heilbrigðisstofnunum (framsögu-
erindi) og um samstarf fagfélagasam-
banda og hjúkrunarkvennafélaga.
Ég get [)ess að gamni sínu, að islenzku
hjúkrunarkonurnar höfðu á þessu móti
langflest sjálfstæð erindi „í hlutfalli við
meðlimafjölda“ og raunar fólksfjölda líka.
Tekið er fullt tillit til hinnar fámennu
íslenzku hjúkrunarkvennastéttar, hæði á
orrænum og alþjóðlegum vettvangi. Var
t.d. mjög ánægjulegt á alþjóðahjúkrunar-
kvennamótinu í Stokkhólmi síðastliðið ár,
þar sem mættir voru fulltrúar frá yfir
30 löndum heims, að þar flutti Sigriður
Bachman framsöguerindi og gerði hún
það með hinni mestu prýði, eins og vænta
mátti.
Auk þess var Guðrún Marteinsson val-
in ásamt dönskum hjúkrunarnema til
þess að hafa orð fyrir hjúkrunarnemum
á lokahátíðinni, sem fór fram í stórum
trjágarði í útjaðri Gautaborgar. Fói-st
henni það prýðilega og þótti okkur sómi
að.
Á mótum sem þessum er, eins og gefur
að skilja, fleira gert en sitja fundi. Reynt
er eftir megni að kynna land og þjóð. T.d.
bauð Svensk Sjuksköterskeförening til
ferðadags, og var þinginu skipt í hópa og
farið með hjúkrunarkonurnar til ná-
grannaborga og þekktra staða. Góðgerðir
voru veittar af rausn og sjúkrahús, heilsu-
verndarstofnanir og hjúkrunarkvenna-
skólar sýndir. Geta slikir dagar vegið á
móti mörgum fundum, því þar gefst
manni lcostur á að sjá, hvernig vinnan er
framkvæmd. Þegar eg skoða slíkar stofn-
anir, rennur mér oft til rifja allsleysi
okkar hér heima á ýmsum sviðum, sem
því miður stafar ekki alltaf af smæð
okkar né fátækt, heldur miklu fremur af
einhverju sinnuleysi — eða skihiingsleysi
á högum hjúkrunarkvenna og þörfmn
sjúklinga. Væri vel, að karhnenn — for-
ráðamenn okkar á æðri stöðum, reyndu
að kynna sér meir starfshætti sjúkra-
hjúkrunar og lieilsuverndar i öðrum lönd-
um og gerðu síðan samanburð á hinum
ei’fiðu starfsskilyrðum okkar íslenzkra
hjúkrunarkvenna við nágrannaþjóðirnar.
1 sambandi við ferðalög okkar islenzku
hjúkrunai’kveimanna get ég ekki stillt
mig um að geta heinisóknar á geðveikra-
hælið Lillhagen í Gautaborg, en þangað
hefir F.I.H. haft milligöngu um ráðningu
nokkurra íslenzkra lijúki’unarkvenna. Eft-
ir að hafa skoðað hælið, bauð ein gift
deildarhjúkrunarkona okkur heim
á yndislegt heimili sitt til kaffidrykkju.
Hún var Islandsvinur, vegna kynningar
sinnar við íslenzku hjúkrunarkonurnar,
sem starfað höfðu á hælinu, og bar þeim
vel söguna. Þarna áttum við góða íslenzka
stund hjá sænskum gestgjafa og lauk
henni með íslenzkum söng.
Auk hinnar sérstæðu lokahátíðar þings-
ins í trjágarði Renströmska sjúkrahúss-
ins, þar sem 1100 lijúkrunarkonur reikuðu
um meðal blóma og trjálunda og blóm-
vöndum rigndi yfir hópinn úr flugvél, sem
sveimaði yfir, var okkur boðið til mik-
illar móttöku í stórhýsinu Börsen. Það
var bæjarstjórn Gautaborgar, sem bauð
heim. Allar hjuggum við íslenzku hjúkr-
unarkonurnar ókeypis á meðan við dvöld-
um í Gautaborg, sumar í sjúkrahúsum,
aðrar lijá fjölskyldum eða stallsystrum.
öllum leið okkur vel og nutum í ríkum
mæli ánægjulegs ferðalags, fróðleiks og
viðkynningar við sænska starfsfélaga.
Ekkert óhapp kom fyrir og við komum