Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 3

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 3
4. tbl. 1957. XXXIII. árg. Útgefandi: F. í. H. Ritstjórn: Ólafía Stephensen, sími 1-46-50. Halla Snæbjörnsdóttir, sími 1-95-10. Ásta Hannesdóttir, sími 2-24-04. Sólveig Jóhannsdóttir, sími 1-81-12. Form. F. f. H.: Frú Sigríður Eiríksdóttir. Aragötu 2, Reykjavík, Sími 1-19-60. Gjaldk.: Frú María Pétursdóttir, Ægissíðu 68, Reykjavík. Sírni 1-50-97. GUNNAR JÓHANNESSDN ¥------------------------------- Enn eru jól. Enn, árið 1957, eru kristin jól haldin á þessum jarðhnetti, sem þó virðist gerast of lítill til að rúma snilli, vit og athafnasemi þessa mann- kyns, sem byggir hann. í áranna og aldanna rás þokast mann- heimur í einhverjar áttir úr þeim spor- um, sem hann stóð áður í. „Það er svo bágt að standa í stað“. En yfir öllum áttum hvílir dul ins óráðna og óræða. Enginn manna er svo skyggn, að honum liggi framtíðin öll í augum uppi, að hann kunni skil allra átta og þróunar. En af reynslu aldanna veit hann þó, að fram- undan er einhver hamingjuleið, og að á marga glapstigu mun fæti freistað verða. Sá tími, sem nú er, er mettaður óró- semi. Enginn veit, hvort næsta fótmál mannkynsins liggur af hömrum fram eða hvort þess bíður enn betri tíð, meiri munaður eða e. t. v. sælan sjálf. En eins og nú er, er mörgum í grun, að „snillin" sé ekki snilli né „vitið“ vit. Fyrir því ber margt mannsbarn ugg í barmi nú og er líkt í geði sem manni þeim, er elur beizk- an barnagrun í hyggjustað. En — má ég benda á nokkuð, sem á nítján alda skeiði hefur fæi't sumum — mörgum — mönnum sálarfrið: Einu sinni var maður nokkur íslenzk- ur, er svo var farið, að hann hafði á hálfrar aldar skeiði numið margan boð- skap ýmsra átta, höndlað hnoss og lukku og leikið við hylli manna og glyssins tíma. En hvað varð honum úr því öllu- blekking, friðleysi sálar segir hann sjálfur. En þá minntist hann annarra stunda og annars hugarheims, þegar „himnesk birta skein í okkar sál“. „Jól, jól!“ hrópuðu hermennirnir þýzku. „Jól, jól!“ endurtóku inir frönsku hermenn hinum megin í skotgröfum vesturvígstöðvanna. „Eg er aftur jólaborðið við, og á enn minn gamla sálarfrið“, sagði Matthías. En hei'sveitir himinsins sungu: „Friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnunum". Ég ætla um þessi jól að ganga inn í þá hvelfingu, sem fyllist þeim tónum. Gleðileg jól!

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.