Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 11

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 11
HJÚKEUNARKVENNABLAÐIÐ 9 rauðum blóðkornum og þar af leiðir blóðleysi. Stundum endar þetta með krömpum og dái. Sjaldgæft er að menn deyi úr blýeitrun. Við hægfara eitrun eru einkenni oft óljós: Slen höfuðverkur og eirðarleysi. Sjúklingur fær stundum gráfölan litar- hátt, þreytist fljótt og á bágt með svefn. Stundum gerir iðrakveisa vart við sig með áköfum, langvarandi verkjum um kvið og hægðatregðu. Einkenni frá taugakerfi eru orðin sjaldgæf. Greining sjúkdómsins er erfið. — Einkenni sjúkdómsins eru oft væg og almenns eðlis, og verður því sjúkdóms- greiningin að byggjast á sérstökum blóðrannsóknum, auk sjúkrasögunnar og almennra og sérstakra einkenna. Einkum verður að leggja áherzlu á nákvæma eftirgrennslan eftir því hvort sjúklingurinn hafi notað blý eða blý- sambönd í því formi og magni að blý- eitrujn sé líkleg. Áþreifanleg einkenni eru fá. Helzt er að finna svonefnda blýrönd. Hún sést efst í tannholdinu, blásvört eins og röð af deplum eða láréttum strikum. Ef ekki finnst nein blýrönd byggist sjúkdóms- greiningin aðallega á rannsókn á rauðu blóðkornunum. Þá er leitað í smásjá að bládeplóttum kornum í blóðútstroki, sem litað er á sérstakan hátt. Hjá heilbrigðum mönnum finnst ekkert eða sáralítið af þeim, en við blýupptöku líkamans fer þeim fjölgandi. Þótt þetta einkenni geti fundist við ýmsar tegundir blóðleysis, þá kemur það venjulega svo oft fram við blýeitrun og svo snemma í sjúkdóminum, að mikið gagn má hafa af því- / rannsóknarstofu Háskólans í lífeðlis- og líffærafræði voru á árunum 1938—’45 og 1949—’56 gerðar alls 382 rannsóknir hjá 261 manni, sem grunaðir voru um blýeitrun. Voru þeir flokkaðir eftir starfsgrein- um til þess að fá nokkra hugmynd um líkur fyrir blýeitrun í sambandi við ýms iðnaðarstörf, þar sem blý er notað. Starfsgreinarnar eru þessar: Bifreiðastjórn og benzínafgreiðsla, bif- vélavirkjun, járn og blikksmíði, blý- og málmbræðsla, málningarframleiðsla, prentiðn og prentmyndagerð, rafgeyma- smíði og símalagnir. Hver hópur var flokkaður eftir því, hve mikið fannst af bládeplóttum kornum og voru flokkarnir fjórir. 1. Ekkert af bládeplóttum kornum. 2. 1—3 af 10.000. 3. 4—9 af 10.000. 4. Meira en 10 bládeplótt af 10.000 rauðum blóðkornum. I fyrstu tveim flokkunum voru blá- deplóttu kornin talin vera innan eðli- legra marka. í þriðja flokki var talið um vafasama aukningu að ræða og í fjórða flokki um örugga aukningu. Þótt í hverjum hópi séu aðeins fáir einstaklingar, gefur þó þessi flokkun og niðurstöður rannsóknanna nokkrar bend- ingar um það í hvaða starfsgreinum megi helzt vænta blýeitrunar, en þær eru: Itaf- geymasmíði, málningarframleiðsla, járn- og blikksmíði og blý og málmbræðsla. Hjá hinum fannst svolítið og sjaldan aukið magn bládeplóttra korna, að lítil sem engin hætta virtist vera þar á ferð- inni. Heilbrigðisyfirvöldin hafa haft vak- andi auga á blýeitrunarhættunni, eftir- ht hefur verið aukið til muna á vinnu- stöðum og gefnar út ýtarlegar leiðbein- ingar um nauðsynlegar varúðarráðstaf- anir. Sjálfsagt er að eftirlit sé strangt og unnið sé að því að starfsskilyrði séu sem bezt, þrifnaðar- og hreinlætisreglum fylgt út í yztu æsar, en með því má koma í veg fyrir sjúkdóminn.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.