Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 9

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 9
HJUKRUNARKVENNABLAÐIÐ 7 f RACHEL EDGREN ^tac/cl 29. apríí 1893 - /töáin 21. nóucmlcr 1957 Þau sviplegu tíðindi bárust hingað fyr- ir nokkrum dögum, að Rachel Edgren hefði látist 21. nóv. úr heilablóðfalli. Lát hennar bar mjög skyndilega að og er því enn erfiðara að átta sig á því, að hún 'skuli allt í einu vera horfin úr fé- lagslífi og starfi Norrænu Samvinn- unnar, en þar átti hún sannarlega heima af lífi og sál. Rachel Edgren var finsk að ætt og starfaði alla tíð á meðal sænskumæl- andi Finna. Hún var fædd 29. apríl 1893. Að afloknu stúdentsprófi hóf hún hjúkr- unarnám og lauk því ásamt ljósmóður- námi á tilskildum tíma. Eftir fyrri heimsstyrjöldina, þegar Finnar öðluðust sjálfstæði, varð mikil gróska í öllum framfaramálum þeirra og átti það ekki síst við framfarir í hjúkr- unar- og heilsuverndarmálum. Á þeim tímum stofnaði Mannerheim Marskálkur barnaverndarsamtök þau, sem síðan eru við hann kennd og aðallega eru starfrækt á hinum finnskumælandi svæðum lands- ins, en sænska þjóðarbrotið, sem býr mestmegnis á Álandseyjum og á vestur- strönd Finnlands, stofnaði heilsuverndar- samtökin Folkhálsan. Þangað réðist Rachel Edgren og varð það hennar lífsstarf, að skipuleggja og stjórna þessari miklu heilsuverndarstarfsemi, við mjög erfiðar aðstæður á meðal fátækra íbúa á harð- býlli strandlengju og skergarði Finnlands og á eyjaklösum úti í botniska flóanum. Rachel Edgren var mjög félagslynd og taldi alla tíð Finnum vera mikla nauð- syn á því að fylgja Norðurlöndum í heil- brigðis- og félagsmálum. Eins og kunn- ugt er, eru 2 hjúkrunarkvennafélög í Finnlandi, sænskumælandi og finnsku mælandi. Rachel Edgren var í 18 ár for- maður sænska félagsins; næstu 5 árin ritari í Norðurlandasamvinnu hjúkrun- arkvenna og loks í 4 ár formaður þeirra fjölmennu samtaka. Öll voru þessi störf unnin af djúpri innlifun, eins og vænta mátti af jafn heilsteyptri konu og Rachel var. Henni var auðsýndur mikill heiður fyrir unnin störf, og nefni ég þar m. a. að hún var kjörin heiðursfélagi í Lækna- félagi Finnlands, og fyrir nokkrum ár- um var hún sæmd Florence Nightingale orðunni. íslenzkum hjúkrunarkonum var hún mjög vinveitt, og henni var það að þakka, að 4 íslenzkum hjúkrunarkonum gafst tækifæri til þess að nema heilsuvernd þar í landi við mjög hagstæð kjör, en heilsu- verndarnám í Finnlandi er talið með því bezta sem gerist í þeirri grein heilbrigð- ismála. Fyrir vináttu Rachelar Edgren þökkum við íslenzkar hjúkrunarkonur innilega og munum ávallt minnast henn- ar með djúpri virðingu. Sigi'íður Eiríksdóttir. LEIÐRÉTTING I síðasta tölublaði Hjúkrunarkvenna- blaðsins misritaðist tilkynning í dálkin- um Hjónabönd, og biður blaðið hlutað- eigendur velvirðingar á þeim leiðu mis- tökum. Tilkynningin átti að vera: Kristín Þorsteinsdóttir, hjúkrunar- kona og Sigurjón Hilaríusson, kennari.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.