Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 4

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 4
Sigrún Magnúsdóttir: HeílsuverrLclarstöh Reykjavíkur Þess hefur verið farið á leit við mig, að ég skýrði hér nokkuð frá Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur, sem nú hefur um skeið verið starfrækt í hinum nýju húsa- kynnum við Barónsstíg. Vil ég þá byrja á því að leiðrétta þann misskilning, sem oft hefur orðið vart, að Bæjarspítalinn og Slysavarðstofan sé hluti af Heilsu- verndarstöðinni. I húsi Heilsuverndar- stöðvarinnar starfa nú fjórar sjálfstæð- ar stofnanir, sem ekkert hafa sameigin- legt annað en það, að þær eru — til bráðabirgða — undir sama þaki og hafa að nokkru leyti sömu yfirstjórn. Stofn- anir þessar eru: Skrifstofa borgarlæknis, Bæjarspítali Reykjavíkur, Slysavaröstofa Reykjavíkur og Heilsuverndarstöö Reykjavíkur. Þrjár hinar fyrstnefndu eru reknar og kostaðar eingöngu af Reykjavíkurbæ, en Heilsuverndarstöðin er samkvæmt lögum kostuð af Reykja- víkurbæ, ríki og Sjúkrasamlagi Reykja- víkur að % frá hverjum aðila, en Reykja- víkurbær sér um rekstur hennar. í því sem hér fer á eftir verður aðeins skýrt frá starfi Heilsuverndarstöðvarinnar. Á- ætlað er að Bæjarspítalinn og Slysavarð- stofan flytji í hið nýja Bæjarsjúkrahús, sem nú er verið að byggja, þegar er það er tilbúið. Er nú fyrirhugað að reka þá fæðingarheimili fyrir Reykjavíkurbæ í húsi Heilsuverndarstöðvarinnar. Kemst þá' fyrst samhangandi og rökrétt notk- un hússins sem Heilsuverndarstöðvar, með eftirlit með barnshafandi konum og ungbörnum á næstu hæðum. Mikill hluti þeirrar starfsemi, sem fyrst flutti inn í hið nýja hús var arfur frá Hjúkrunarfélaginu Líkn. Allt starfs- ,fólk Líknar flutti með sínum deildum, en vitanlega eykst starfið ár frá ári og nýtt fólk bætist við. Hús Heilsuverndarstöðvarinnar er 1516 fermetrar að stærð og 16.500 rúm- metrar. — Byrjað var á bygg- ingu hússins í maí 1950, en í des. 1953 flutti fyrsta deildin inn í hið nýja hús. Byggingin var undirbúin af 5 manna nefnd, kosinni af bæjarstjórn. Var dr. Sigurður Sigurðsson, berklayfirlæknir, formaður hennar, en með honum voru í nefndinni: dr. Jóhann Sæmundsson, yfir- læknir, Jóhann Hafstein bankastjóri, Katrín Thoroddsen læknir og frú Sigríð- ur Eiríksdóttir, sem um langt skeið hafði verið formaður Líknar. Teikningu að húsinu gerði Einar Sveinsson arkitekt. Deildir Heilsuverndarstöövarinnar. I. Elzta deild Heilsuverndarstöðvarinn- ar er berklavarnadeildin. Þegar Hjúkrun- arfélagið Líkn kom á stofn Hjálparstöð fyrir berklaveika árið 1919, eftir er- lendri fyrirmynd, voru flestir málsmet- andi menn vantrúaðir á að hún gæti nokkurntíma orðið að gagni í baráttunni við hina ægilegu berklaveiki, sem þá herjaði á þjóðina. Hún hefur þó tvímæla- laust sannað gagnsemi sína, og hafa berklavarnastöðvar hvarvetna með öðr- um þjóðum reynst happadrjúgur þátt- ur í berklavörnum. Góður árangur af berklavörnum er undir því kominn að

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.