Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 13

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 13
Hjákrun.arkonum veitt he'Lðursmerki Tveimur íslenzkum hjúkrunarkonum hefur á þessu ári verið sýndur mikill sómi með því að sæma þær heiðursmerkjum fyrir störf þeirra. Sigríður Bachmann yfirhjúkrunarkona Landsspítalans hefur verið sæmd heið- ursmerki Alþjóða Rauða Krossinns, Flo- rence Nightingale orðunni, en hún er eins og kunnugt er, æðsta virðingartákn, sem hjúkrunarkonur geta hlotið vegna starfa þeirra í þágu hjúkrunar- og heil- brigðismála. Sigríður Bachmann starfaði í mörg ár hjá Rauða Krossi íslands og ferðaðist þá víða um landið sem náms skeiðakennari í heimilishjúkrun og hjálp í viðlögum. Þaðan réðst hún aðalkennari að Hjúkrunarkvennaskóla íslands og varð síðan skólastjóri þar, þegar skólinn var gerður að sjálfstæðri s.tofnun. Loks var hún ráðin forstöðukona Landsspítalans árið 1954, þegar Kristín Thoroddsen lét af störfum þar. Ólafía Jónsdóttir hefur verið sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir langt og gæfuríkt hjúkrunarstarf, en hún er nú komin yfir sjötugt og veitir enn for- stöðu fávitahælinu á Kleppjárnsreykjum. Þegar litið er yfir starfsferil Ólafíu Jóns- dóttur, má sjá, að forlögin hafa ekki út- hlutað henni léttara svið sjúkrahjúkrun- ar: Stór barnadeild á Vífilsstaðahæli með börnum á öllum aldri, þegar berklarnir voru í algleymingi hér á landi, hjúkrun- arkona í þéttsetnum héraðsskóla, yfir- hjúkrunarkona á Elliheimilinu Grund og síðan um margra ára skeið eina hjúkr- unarkonan á Kleppjárnsreykjum, þar sem hún hefur bæði veitt hælinu for- stöðu og annast öll hjúkrunarstörf, hef- ur verið s.tarfsvettvangur þessarar dug- miklu og fórnfúsu hjúkrunarkonu. Stjórn Félags íslenzkra hjúkrunar- kvenna óskar báðum þessum hjúkrunar- konumhjartanlega til hamingju meðþann heiður, sem þeim hefur verið sýndur. TILKVNNING FRA DANBK, BVGEPLEJERAD: Samvinna hjúkrunarkvenna á Nordurlöndum. hjúkrunarkvennaþing í kaupmannahöfn DAGANA 1. TIL 5. JLILÍ 195B Til leiðbeiningar þeim hjúkrunarkon- um, sem hafa hugsað sér að taka þátt í þingi norrænna hjúkrunarkvenna í Kaupmannahöfn í júlí 1958, munu tíma- rit norrænu hjúki-unarkvennafélaganna birta fregnir á næstu mánuðum um þing- undirbúninginn. Fyrsta vísbending vor varðar gistingu, en seinna munu verða gefnar upplýsingar um innritun, dag- skrá o. fl. Gisting. Dansk Sygeplejerád tekur ein- ungis að sér að útvega gistingu dagana 30. júní—6. júlí 1958. Aðstoð við gist- ingu verður veitt samkvæmt ósk umsækj- anda (á einkaheimili, sjúkrahúsi eða gistihúsi. 1. Ef þér óskið einungis eftir dvöl í Kaupmannahöfn á meðan þingið stend- ur yfir, þurfið þér ekki að hafast neitt að vegna gistingar, en bíða einungis eft- ir eyðublaði til innritunar. 2. Ef þér óskið að dvelja í Kaupmanna- höfn á undan eða að afloknu þinginu,

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.