Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 5

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 5
HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ 3 Stjóm og frnmkvæmdastjórn Heilsuverndarstöðvarinnar (frá vinstri til lnegri); Hjálmar Blöndal, framkvæmdarstjóri, Gunn- ar Möllcr, hrl. meöstjórnandi, dr. Sigurður Sigurðsson, formað- ur stjórnar, SigTÚn Magnúsdóttir, forstöðukona, dr. Jón Sig- urðsson, borgarlæknir, meðstjómandi. finna sjúklinga á byrjunar- stigi veikinnar, á meðan engin sjúkdómseinkenni eru henni samfara, og sjúkling- arnir, sem vita ekki sjálfir, að þeir eru veikir, leita ekki læknis. Þá er oftast hægt að lækna sjúklinginn og koma í veg fyrir að aðr- ir smitist af honum. Það er því einungis með því að skoða fjöldann, að hinir veiku finnast. Það yrði of langt mál að lýsa hér nákvæmlega hin- um margþættu störfum Berklavarnadeildarinnar. — Það er leitað að sjúklingum með berklaprófum, gegnlýs- ingum, hópskoðunum á skólum, vinnu- stöðvum, skipum, heilum bæjarhverfum, en fyrst og fremst umhverfi berkla- veikra. Haft er eftirlit með sjúklingum, sem hafa útskrifast af Vífilsstöðum, veittar læknisaðgerðir, loftbrjóst og lyf, einkum streptomycin og hin nýju berkla- lyf. Læknar bæjarins geta sent alla sjúkl- inga, sem grunur getur leikið á að séu með berkla, til berklaskoðunar á deild- ina. Aðstandendur berklasjúklinga eru rannsakaðir og bólusettir við berklum, ef þeir hafa ekki tekið smit og er oft haft eftirlit með þeim árum saman. Getur oft verið mikið starf að rannsaka umhverfi eins sjúklings, ef hann hefur t. d. unnið á fjölmennum vinnustað eða verið í stór- um skóla og haft samband við marga. Ekki eru líkindi til að störf berkla- varnadeildarinnar breytist mikið á næstu árum, enda þótt berklaveikin sé á hröðu undanhaldi. Hún getur blossað upp aftur ef ekki er verið á verði. Berklaveikin hefur minnkað svo hér á landi á síðari árum, að það hefur vakið alheims at- hygii. Það nægir að nefna hér tvær tölur úr heilbrigðisskýrslum: Árið 1930 dóu hér úr berklum 232 af hverjum 100.000. Árið 1953 dóu hér úr berklum 9.3 af hver.ium 100.000. En enda þótt dánartölur hafi lækkað svona mikið og séu meðal þeirra lægstu í heimi, þá hefur tala sjúkdómstilfella ekki lækkað að sama skapi, svo ekki dug- ar að slaka á vörnunum. II. Næsta deild Heilsuverndarstöðvar- innar er barnadeildin. Hefur hún starfað á vegum Líknar frá 1927—1953, að hún fluttist á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Heilsuverndarstöðin fær allar tilkynning- ar um barnsfæðingar í Reykjavík, bæði frá Landspítalanum og ljósmæðrum. Síð- an fara hjúkrunarkonurnar inn á heim- ilin eins fljótt og við verður komið og líta eftir börnunum. Þær leiðbeina mæðr- unum með meðferð og mataræði barn- anna, vigta þau og fylgjast með fram-

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.