Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 10

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 10
Um blýeitrun EFTIR BJARNA KDNRÁÐSBDN LÆKNI Blýeitrun hefur verið kunnur atvinnu- sjúkdómur allt frá því tekið var að nota blý í iðnaði. Þegar á miðöldum kunnu læknar skil á blýlömun og blýkveisu, en árið 1831 var gangi og einkennum sjúk- dómsins fyrst lýst ýtarlega. Nútímarannsóknir sýna, að eiturverk- unin kemur fram í áhrifum á blóð, tauga- og vöðvakerfi. Bandaríkjamenn telja, að þar í landi sé það mikið blý notað í 150 starf sgreinum að hætta geti stafað af. Störf, sem blýryk, gufa eða bræla fylgir, eru talin áhættusöm- ust, einkum menju- og blýhvítufram- leiðsla, rafgeymasmíði litaúðun, logsuða, lóðun og blýbræðsla. Blýeitrun er sjaldgæf nema í sam- bandi við iönað. Þó getur hún örsjaldan stafað af notkun blýefna í andlitsduft eða hárfarða, drykkju blýblandaðs vatns, eða þegar blýsambönd eru tekin inn í sjálfsmorðsskyni. Börn, sem naga eða jafnvel gleypa leikföng úr blýi eða máluð með blýlit- um, fá stöku sinnum eitrun af því. Blý berst inn í líkamann úr meltingar- og öndunarfærum, um slímhúð í nefi og munni, sár á húð, en örsjaldan í gegn um hörund. Meginhluti þess, sem berst niður í meltingarfærin heldur áfram og skilar sér aftur í saur, en sumt af því, sem komist hefur inn í líkamann, fer til lifrarinnar, skilst út með gallinu og berst niður með saurnum. Blýhögl eða kúlur, sem lent hafa und- ir húð valda yfirleitt ekki eitrun, vegna þess hve blýið berst hægt þaðan út um líkamann. Blýið, sem komist hefur inn í líkam- ann, berst um hann með blóðinu og sest að lokum í lifur, nýru og bein. Einkenni um blýeitrun koma frarn þegar nægilegt blýmagn er á sveimi í blóðinu, annaðhvort utanað komið eða leyst úr læðingi frá beinum. Koma þá fram sjúklegar breytingar á rauðum blóðkornum. Þau verða viðkvæm- ari fyrir núningi og detta í sundur og eyðast. Frá blóðmergnum berast ný- mynduð korn í stað þeirra er eyðast. Þessi ungu blóðkorn innihalda meira eða minna af efni, sem litast blátt af sér- stökum litarefnum og má þekkja þau úr á því. Við litunina kemur þetta efni í ljós, sem örlitlir dökkbláir kekkir eða deplar. Áhrif á taugar eöa vööva. í fyrstu ber mest á auknum samdráttum í slétt- um vöðvum í þörmum og víðar, þá kem- ur herpingur í þá og hreyfanleiki minnk- ar. Blýkveisa er talin stafa af herpingi í þarmavöðvum. Fyrir koma skemmdir á taugum og lamanir á vöðvum, einkum þeim, sem mest eru notaðir. Oft verða réttivöðvar í framhandlegg fyrir þessu. Blýeitrun er greind eftir gangi sjúk- dómsins í bráða og hægfara. Bráö blýeitrun er sjaldgæf. Hún lýsir sér með almennri vanlíðan, ógleði, stund- um uppsölu, höfuðverk, verkjum í vöðv- um og liðamótum, iðrakveisu og niður- gangi. Þar að auki eyðist oft mikið af

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.