Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 8

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 8
6 HJÚKRUNARKVENNABLAÐIÐ VI. Mænusóttarbólusetningu á öllum Reykvíkingum allt að 45 ára aldri má kalla sjálfstæða deild, enda þótt hún sé tímabundin. Er nú búið að bólusetja ná- lega 45.000 manns, þaraf flesta tvisvar og marga þrisvar. Er það töluvert mikið verk, eins og allir geta skilið. Einnig hefur nú í vetur nokkur hundruð manns verið bólusett við Asíu-influenzu. Má bú- ast við, að slíkar hópbólusetningar verði algengur þá.ttur í starfi Heilsuverndar- stöðvarinnar í framtíðinni. VII. Hjúkrun sjúkra í heimahúsum. Þeirri starfsemi hefur verið haldið uppi af Hjúkrunarfélaginu Líkn, frá 1915, þar til Heilsuverndarstöðin tók við henni árið 1955. Hefur Heilsuverndarstöðin 3 hjúkrunarkonur, sem ganga í vitjanir inn á heimilin og stunda sjúka. Margir vilja helzt hafa ástvini sína kyrra á heimilum þeirra í banalegu þeirra og dauða. Það er oft því að eins mögulegt að hjúkrunarkona stundi þá heima. Hef- ur Heilsuverndarstöðin einnig oft haft milligöngu með að útvega fastar vaktir, þeim sem þess þurfa, en sú þjónusta er ekki veitt frá Heilsuverndarstöðinni, heldur aðeins privat hjúkrunarkonum. VIII. Heilsugæzla í skólum. Samkvæmt lögum frá 1957 fer nú öll heilsugæzla í skólum fram frá Heilsuverndarstöðinni. Læknar og hjúkrunarkonur barnaskól- anna eru því nú í rauninni orðin starfs- menn Heilsuverndarstöðvarinnar. Þessi þáttur s.tarfsins er enn á tilraunastigi, nema í barnaskólunum, þar sem starfað er eins og venjulega. IX. Kennslustofnun. Við gerum okkur vonir um að Heilsuvei-ndarstöðin geti með tímanum orðið kennslustofnun fyrir læknanema, hjúkrunarnema og ljós- mæðranema. Það er nú þegar byrjað í smáum stíl að kynnahjúknmarnemum og ljósmæðranemum starfsemi Heilsuvernd- arstöðvarinnar. Læknar þeir er starfavið stöðina, eru allir sérfræðingar, hver í sinni grein. Ættu því þar að vera góð skilyrði til kennslu, bæði til að greina sjúkdóma og einnig til að greina heil- brigði. Hefur verið talað um að hjúkrun- arnemar dvelji einhveratíma á stöðinni og sé það þáttur í námi þeirra. Ættu þær þá að kynnast vinnubrögðum allra deild- anna og ganga inn á heimilin, bæði í fylgd með hjúkrunarkonum og einar, til hjúkrunar og heilbrigðiseftirlits. Virðist sú reynsla ætti að geta stuðlað að því að þær skilji betur hin ýmsu félagslegu vandamál sjúklinga sinna á sjúkrahúsun- um, sem stundum standa þeim fyrir var- anlegum bata. Við Heilsuverndarstöðina starfa nú um 20 hj úkrunarkonur (25 með skólahjúkr- unarkonunum). Eru ungar hjúkrunar- konur oft teknar til reynslu um nokkurn tíma, en skilyrði fyrir því að þær dvelji þar áfram er, að þær taki framhaldsnám í heilsuvernd við viðurkenndan skóla er- lendis. Sigrún Magnúsdóttir. <$>-----------------------------------«> Hjúkrunarhonur} athugið! Þær hjúkrunarkonur, sem ekki hafa greitt fé- lagsgjöld sín, eru vinsam- lega beðnar um að gera það sem fyrst. Greiðsla sendist til Ragnhildar Jóhannsdótt- ur, Hvítabandinu. <|>-----------------------------------

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.