Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 14

Hjúkrunarkvennablaðið - 01.12.1957, Blaðsíða 14
12 HJUKRUNARKVENNABLAÐIÐ 'Ji-éWt cg tílkifHHiHýar Tilhynning frá stjórn Félags íslenzhra lijúhrunarhvenna Á fundi í F. í. H. 15. okt. s. 1. bar frú Guðrún Briem fram tillögu, er var und- irrituð af nokkrum hjúkrunarkonum, er vinna á Landspítalanum. Þar var skorað á stjórn F. í. H., að hlutast til um, að sá háttur, að tvískifta daglegum vinnu- tíma hjúkrunarkvenna, verði lagður niður, þar sem frítími um miðjan dag fari að mestu í ferðir fram og aftur, ef hjúkrunarkonur búa fjarri vinnustað. Urðu allmiklar umræður um tillög- una. Formaður benti á að það hljóti að vera vandamál innan spítalanna hver vinnutilhögun er viðhöfð, sem verði að leysast á hverjum stað. Samþykkt var að kalla saman til við- ræðna fulltrúa frá flutningsmönnum til- lögunnar, yfirhjúkrunarkonum frá bæj- verðið þér sjálfar að sjá yður fyrir gist- ingu þann tíma, sem er utan við 30. júní —6. júlí 1958. Vér viljum vekja athygli yðar á því, að mjög erfitt er að fá gisti- hús í Kaupmannahöfn yfir sumartímann, og ráðum vér yður því til þess að snúa yður annaðhvort til ferðaskrifstofu eða beint til gistihúss og tryggja yður her- bergi í tíma. Vér vonum, að þátttaka þingsins verði góð og óskum yður hjartanlega velkomn- ar til Kaupmannahafnar. ar- og ríkisspítölum í Reykjavík og ná- grenni, ásamt stjórn F. í. H. Mánud. 18. nóv. mættust þessir aðilar á Landspítalanum. Voru ræddir mögu- leikar til bóta í þessum málum. Flutn- ingsmaður till. taldi t. d. að ekki þyrfti að bæta við nema sem svarar einni hjúkrunarkonu fyrir báðar lyfjadeildir Landspítalans. Var það einróma álit fundarins, að æskilegt væri að geta orðið við þessum kröfum, tii handa þeim, er þess óska, en taldi hinsvegar að það sé ekki fram- kvæmanlegt, þar sem ekki er nema ein hjúkrunarkona á deild og því síður á litlu sjúkrahúsunum, er aðeins hafa eina hjúkrunarkonu í þjónustu sinni. Stjórn F. í. H. leyfir sér að beina þeim tilmælum til yfirhjúkrunarkvenna allra spítala landsins að athuga hve margar hjúkrunarkonur þyrfti að bæta við á hverjum stað, ef framangreindar breytingar yrðu framkvæmdar, og um leið hvort hjúkrunarkonum viðkomandi spítala sé kappsmál að koma þessum breytingum á, og þá, hvernig forráða- menn spítalanna taki í málið. Síðan væntir stjórnin þess, að yfir- hjúkrunarkonurnar sendi henni skýrslu um gang málsins. Tahið eftir Yfirhjúkrunarkonur á sjúkrahúsum hvar sem er á landinu, eru vinsamlega beðnar að senda mér nöfn þeirra hjúkr- unarkvenna, sem verða starfandi á sjúkrahúsum þeirra um áramót 1957— 1958. Yfirlit þetta er mér nauðsynlegt að fá í hendur í 1. viku janúar mánaðar 1958. Sigríður Eiríksdóttir formaður F. I. H. Aragötu 2, Reykjavík.

x

Hjúkrunarkvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrunarkvennablaðið
https://timarit.is/publication/1238

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.