Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Blaðsíða 9
okkar, — þótt við verðum aldrei
menn til þess að endurgjalda það.
Við sjáum það betur nú en við
sáum þá, að þú áttir við marga
erfiðleika að stríða, og þeim mun
meir furðar okkur á því, hve
rcúklu þú fékkst afkastað til þess
að gera okkur lífið léttara. Við
viljum því votta þér alúðar þakkir
fyrir hvert uppörvandi orð og líkn-
arverk, er þú vanst á meðal okkar.
Þínir einlægu gömlu sjúkling-
ar í Laugarnesi".
Það, sem ég næst veit um
starfsferil hennar, er að hún er
t’aðin hjúkrunarkona hjá Hjúkr-
unarfélagi Reykjavíkur frá 1.
uóv. 1904 í 8 mánuði. Laun
hennar áttu að vera 25 krónur
ú mánuði. Næsta ár virðist hún
verulegar kjarabætur, því að
íormaður félagsins biður gjald-
uot’ann, cand. jur. Hannes Thor-
steinsson, að gera svo vel að
^f'eiða henni „frá 1. júlí og
afvam meðan hún er í þjónustu
plagsins 41 kr. 66 aur. fyrir
1vern mánuð (svarandi til 500
kr árslauna) og gjaldist það
fyrirfram".
Samkvæmt Reglugerð fyrir
hj úkrunarkonur Hj úkrunarf é-
lags Reykjavíkur, „er hún í öllu
undir stjórn félagsins. Formað-
ur þess ákveður, hvar hún skuli
takast hjúkrun á hendur í hvert
skipti“.
„Æski einhver hjúkrunar-
konu á heimili sitt, verður hann
að snúa sér til formanns og sýna
læknisvottorð fyrir því, að þörf
sé á hjúkrunarkonu. Meðan á
hjúkrun stendur, er heimilis-
læknirinn eini yfirboðari hjúkr-
unarkonunnar".
„Starf hjúkrunarkonunnar er
fyrst og fremst að annast hjúkr-
un hinna sjúku á heimilunum,
þar sem hún gegnir hjúkrunar-
störfum, en auk þess ber henni
að inna af hendi alla þá hjálp
á heimilunum, sem hún getur í
té látið (svo sem ræsting, þvott,
matreiðslu) og ekki eru aðrir
til að inna af hendi“.
„Hjúkrunarkonan verður
sjálf að sjá sér fyrir kosti og
húsnæði. Þó nýtur hún alls við-
urgjörnings meðan á hjúkrun
stendur, þegar hún gegnir
hjúkrunarstörfum á þeim heim-
ilum, sem talin verða meðal
hinna efnaðri, og krefst félags-
stjórnin þess, að hún sé ekki
sett á bekk með vinnuhjúum".
„Hjúkrunarkonan á heimt-
ingu á 4—6 vikna hvíld á hverju
ári frá öllum hjúkrunarstörf-
um, eftir því sem félagsstjórnin
ákveður, og má hún ekki á þeim
tíma takast hjúkrunarstörf á
hendur fyrir eigin reikning.
Nýtur hún óskertra launa sinna
einnig þann tíma“.
Árið 1914 er hún enn starf-
andi hjá Hjúkrunarfélagi
Reykjavíkur og samkvæmt
skriflegu læknisbeiðnunum, sem
í fórum hennar fundust, hefur
liún starfað á mörgum heimil-
um, oftast bundin við eitt heim-
ili í einu. Einnig hefur hún ver-
ið beðin að fara í sjúkravitjan-
Niðurlag bls. 19
TÍMARIT H.IÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 7