Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Blaðsíða 13
Hvert er álit sjúklinganna?
vel á að vera, að fylgjast með
endurhæfingu sjúklingsins, að
sjúkrahússvist lokinni, hvort
sem hann þarfnast hælisvistar,
eða vistar á öðrum stofnunum,
en þar tekur sérþjálfað hjúkr-
unarlið við honum, eða hann fer
til sinna heimkynna, þar sem
hann nýtur ekki stuðnings fag-
lærðs fólks. Ýmsir erfiðleikar
kunna að mæta honum, sem
hann getur ekki glímt einn við,
og hann þarf að leita ráða, sem
er ekki svo auðvelt, þegar hann
hverfur í fjöldann.
Þótt endurhæfingin hefjist
strax við komu sjúklingsins inn
á sjúkrahúsið, er ekki víst að
hann skilji eða kunni að not-
færa sér hana þegar hann fer
þaðan og á að standa óstuddur.
En sá árangur, sem náðst hef-
ur innan veggja sjúkrahússins,
er of dýrkeyptur, til að hann
nýtist ekki, og verði unninn fyr-
ir gýg, vegna lélegrar þjónustu,
og að ekki séu skilyrði fyrir
hyggilegri og nauðsynlegri end-
urhæfingu sjúklings eftir veru
hans þar.
Takmarkið á því að vera, að
það beri að líta á endurhæfing-
una sem einn þátt og eina heild
í sjúkramálum og heilsugæzlu,
og efla samvinnu sjúkrahús-
anna og heilsuverndarinnar.
Vera má, að í framtíðinni
mætti vel svo fara, að með auk-
inni heilsuvernd og vaxandi
samvinnu hennar og sjúkrahús-
anna, verði hægt að létta á að-
sókn að sjúkrahúsunum.
THlaga:
Samvinna náist milli
sjúkrahúsanna og heilsu-
verndarinnar.
málshættir
Annað er gæfa og annað gjörvu-
kiki.
Augunum kennir um illur lesari.
. Af gnægð hjartans mælir munnur-
inn.
Allt eykur ágjörnum áhyggju.
Aldrei er svo leiður að ljúga að
ekki verði ljúfur til að trúa.
Eftir Brita Asplund, fil. kand.
1 Svíþjóð fylgjast nú hjúkr-
unarkonur af miklum áhuga
með þeim rannsóknum, sem nú
fara fram við háskólana þar,
fyrst og fremst í Stokkhólmi og
í Uppsölum. Út frá þjóðfélags-
legum fræðikenningum er nú
rannsakað, hvaða augum sjúkl-
ingar líta á sjúkdóm sinn og
sjúkrahúsvistina. Samband
sjúklinganna við lækna og ann-
að starfslið er einnig rannsakað.
Forustumaður þessara rann-
sókna er doktor Joachim Israel,
sem er docent í þjóðfélagsfræði
við háskólann í Stokkhólmi, og
nú stundar rannsóknir í læknis-
fræðilegri félagsfræði (medi-
cinsk sociologi) við Uppsalahá-
skóla. Hluta af niðurstöðum
rannsókna sinna hefur hann
gefið út í bókinni, „Hur upp-
lever patienten sjukhuset". Með
rannsókninni, sem fram fór í
samtalsformi, árið 1961, var
reynt að komast að, hverjum
augum sjúklingar iitu á sjúkra-
húsið í heild. Var einkum haft
í huga, annars vegar fyrir-
komulag sjúkrahúsanna, eins og
lýsingin, stærð herbergjanna,
heilbrigðis- og hreinlætisfyrir-
komulag, og hins vegar samband
sjúklinganna og starfsliðsins.
Að áliti doktor Israel, eru þess-
ir tveir þættir háðir hvor öðr-
um. Rannsóknin fór fram á
tveim sjúkrahúsum í Stokk-
hólmi. Alls voru 400 sjúklingar
bæði karlar og konur spurðir.
Sjúklingar voru af handlæknis-
og lyf jadeildum og var geðheilsa
þeirra með eðlilegum hætti. Til
grundvallar var lagður aldur,
kyn, stétt. í Svíþjóð má greina
milli fyrstu stéttar, annarrar og
þriðju, og fer flokkunin eftir
tekjum og menntun einstakl-
ingsins. — Fyrsta spurning-
in, sem lögð var fyrir sjúkling-
ana hljóðaði svo: Getið þér
nefnt þrjú atriði, sem þér álítið
nauðsynleg fyrir velferð sjúkl-
inga á sjúkrahúsi?
41% álitu, að mikilvægasta
atriðið væri framkoma og við-
mót starfsliðsins og lækna, það
er að segja, að framkoma þeirra
væri vingjarnleg (einlæg), og
að rætt væri við sjúklingana.
I öðru sæti varð aðhlynning á
sjúkrahúsinu. 8% sjúklinganna
álitu að aðbúnaður á sjúkrahús-
unum skipti mestu máli.
Spurt var um, hversu margir
meðsjúklingarnir ættu að vera.
43% álitu, að þeir mættu ekki
vera fleiri en þrír, það er að
segja fjögur rúm í herbergi.
23% vildu hafa einn með-
sjúkling.
Af þessum 23% voru flestir
sjúklingar í fyrstu stétt (yfir-
stétt).
Þá var spurt um blöndun
kynja á deildum.
Aðeins Va hluti sjúklinganna
voru því fylgjandi, aðallega
yngri kynslóðin. Varðandi hið
sálfræðilega viðmót og þá sér-
staklega sambandið milli sjúkl-
inga annars vegar og lækna og
starfsliðs hins vegar, voru sjúkl-
ingar spurðir hvort þeir hefðu
verið kynntir fyrir herbergis-
félögum sínum við komuna á
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 11