Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Blaðsíða 18

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1967, Blaðsíða 18
Rætt hefur veriS að nýju við land- lækni, heilbrigðismálaráðherra og fjármálaráðherra um að stofna em- bætti hjúkrunarmálafulltrúa við heil- brigðismálaráðuneytið, og bréf hefur verið sent fjárveitinganefnd Alþingis og bíðum við nú og væntum velvilja og skilnings í þessu máli. Þá var og bréf sent stjórn Lífeyr- issjóðs hjúkrunarkvenna varðandi réttindi hjúkrunarkvenna, er starfa hjá öðrum aðilum en ríkis- og- bæjar- stofnunum, til að greiða í sjóðinn, en stjórnin samþykkti að æskilegt væri að reyna að fá lagabreytingu á Alþingi ef unnt kynni að vera, og verður það gert síðar. Þing og fulltrúamót S.S.N. var haldið í Svíþjóð dagana 19—24 sept. Sóttu 38 íslenzkar hjúkrunarkonur mótið. Fyrir hönd Hjúkrunarféiags íslands hauð fonnaður að halda næsta „kongress“ á íslandi árið 1970, en þá á, sem kunnugt er, S.S.N. hálfrar aldar afmæli. Var þetta boð þegið með þökkum. Á fulltrúaráðsfundinum kom fram eindregin áskorun frá einstökum er- lendum nefndarfulltrúum og for- manni H.F.Í. um að framvegis yrðu íslenzkir nefndarfulltrúar virkir þátttakendur í nefndarstörfum, en ekki bara „korresponderandi", sem hingað til. Verður þetta atriði tekið til athugunar og reynt að ráða bót á, eftir því sem fjárhagur og ástæð- ur S.S.N. leyfa. Það vakti sérstaka athygli, hvað íslenzki hópurinn var fjölmennur að þessu sinni, og kom fram að öllu leyti félagi okkar til sóma. María Finns- dóttir flutti erindi um það sem efst er á baugi í hjúkrunarmálum á ís- landi. Elín E. Stefánsson var fundar- stjóri og Ingibjörg Ólafsdóttir, ritari í umræðuhóp, sem tók til meðferðar efnið „hjúkrun á sjúkrahúsdeildum" (várd inom institutionen), en þar hafði framsögu Alda Halldórsdóttir. Var þeim öllum tekið mjög vel. Yms- ar framákonur í hjúkrunarmálum á Norðurlöndum höfðu orð á því, hvað íslenzkar hjúkrunarkonur virtust vera 'lifandi af áhuga, þar sem þær hefðu mætt svo margar og sérstalc- lega lilutfallslega úr yngri árgöng- unum. Á stjórnarfundi 6. okt. var sam- þykkt að stofna fræðslunefnd (eða fræðslumálanefnd) sem ætti að gegna þvi hlutverki, að kynna í t. d. efri framhaldsskólabekkjum hjúkrunar- nám og framtíðarmöguleika í hjúkr- unarstarfi. Einnig að hafa náið sam- band við hjúkrunraskóla landsins og auk þess að vera ráðgefandi aðili fyr- ir hjúkrunarkonur um alla mögu- leika til framhaldsmenntunar og að skipuleggja fræðslunámsskeið, en í framtíðinni að vinna að undirbúningi og skipulagningu hjúkrunarfram- haldsskóla. Ef að aðalfundur sam- þykkir, verður kosið í þessa nefnd á eftir. Hér langar mig að skjóta inn smá- frétt er ég las í blaðinu Nursing Out- look, og mér þykir umhugsunarverð, þótt e. t. v. eigi ekki heima í árs- skrýslu. — I Toronto í Canada er til hjúkrunarskóii, sá eini í heiminum, er eingöngu er ætlaður nemum á aldrinum 30—-50 ára, The Quo Vadis School of Nursing, en hann brautskráði fyrsta hópinn á þessu ári, 28 hjúkrunarkonur, og eru 23 þeirra mæður og fimm ömmur. Sam- tals eiga þær 59 börn. Skólastjórinn segir að frá stofnun skólans hafi bor- izt um 2000 umsóknir og fyrirspurnir frá einstaklingum eða stofnunum í Canada, Bandaríkjunum, frá Evrópu, Afn'ku og Ástralíu. Miðaldra konum er gefinn kostur á að afla sér hjúkrunarmenntunar og er hér um athyglisverða tilraun að ræða, til að hjálpa til að bæta úr skortinum á lærðum hjúkrunarkon- um, en um leið brjóta niður gamla fordóma um að aðeins æskufólk hafi nægilega námsgetu og áhuga. Vafa- laust munu margar þessar konur, að námi loknu, skila margra ára hjúkr- unarstarfi, e. t. v. jafn mörgum eða jafnvel fleirum en ýmsar hjúkrun- arkonur er lærðu ungar að árum, en hafa horfið frá starfi snemma að námi loknu, og þá ekki haft ástæður til að hverfa aftur til starfa eða brostið kjark til þess. Gefin hafa verið út jólakort til ágóða fyrir sumarhússjóð. Kortið teiknaði Elínborg Ingólfsdóttir, hjúkrunarkona. Upplagið 10.000 ein- tök og kostar eintakið 10 kr. Er von- andi, að hjúkrunarkonur sýni nú í verki áhuga sinn á viðhaldi sumar- hússins með því að kaupa og selja þessi kort. 3 íslenzkar hjúkrunarkonur sækja S.S.N. Forskningsseminar, sem hald- ið verður í Kaupmannahöfn dagana 4. —17. des. næstkomandi, þær Ingi- björg Magnúsdóttir, Gunnur Sæ- mundsdóttir, María Finnsdóttir, en stjórn H.F.f. hefur útnefnt Maríu Finnsdóttur sem nefndarfulltrúa í Forskningsnefnd S.S.N. og Sigurlínu til vara. Þing Bandalags kvenna var haldið í Iðnó dagana 7.—10. nóvember og sátu kjörnir fulltrúar þingið. Elín E. Stefánsson, sem er nefndarfulltrúi í heilbrigðisnefnd Bandalagsins, gerði grein fyrir ýmsum tillögum heil- brigðisnefndar, og verða þær vænt- anlega birtar í dagblöðunum, en for- maður bandalagsins og fullti'úar ósk- uðu þess eindregið, að Elín flytti út- varpserindi, á þeirra vegum, um til- lögur nefndarinnar og heilbrigðismál almennt. Sumar nefndir hafa meira að stai fa eitt ár, en minna annað. Aðrar nefnd- ir hafa svo umfangsmikil verkefni, að helzt má aldrei slakna á áhuga og starfsgleði. Ein þeirra, sem yfir 40 ár hefur gegnt veigamiklu hlut- verki, er ritnefndin okkar, en í hana hafa valizt hæfir og stai'fsfúsir sjálf- boðaliðar, sem hafa uppskorið lítið annað en þakkir, góðar ábendingar og stundum velviljaða gagnrýni. Enn kemur blaðið út 4 sinnum á ári, eins og fyrir 40 árum, er það hóf göngu sína. Líður ekki senn að því, að nauð- synlegt verði að hafa launaðan rit- stjóra, og stefna að því um leið að auka tölublöðin árlega? Að sjálfsögðu er blaðið, að vissu leyti, fjárhagslega þungur baggi, en félagsstarfsemin er orðin umsvifamikil og félagið fjöl- mennt, og stundum kemur það fyrir að efni, sem komast þarf til stéttar- innar allrar, og verður ekki gert betur á annan hátt en með blaðinu, berst stéttinni of seint vegna þess hve tölublöðin eru fá á árinu og langt á milli. Á þessu ári var tekin upp sú ný- breytni að hafa jólatrésskemmtun fyrir börn hjúkrunarkvenna og kaffi- sölu, til að afla tekna til að kosta fulltrúa á vegum félagsins til stai'fa í þeim samtökum, sem félagið er að- ili að erlendis. Nefndimar tvær, sem sáu um þessi atriði störfuðu með miklum ágætum, þannig að jólatrés- skemmtunin var mjög vel heppnuð og nefndinni, sem um það sá, til sóma. Sama er að segja um kaffisölunefnd- ina, að hún leysti störf sín svo vel af hendi, að það var til mikillar ánægju fyrir alla, sem áttu kost á að taka þátt í þeirri skemmtun, auk þess að skila hagnaði, sem nam 70 þúsund krónum. Hefur þegar verið ráðstafað af þeirri upphæð, sem hér segir: greiddur ferðakostnaður og uppihald fyrir Öldu Halldórsdóttur, en eins og fyrr getur flutti hún aðal- erindið fyrir okkur í Stokkhólmi og greiddur verður ferðakostnaður og uppihald fyrir tvö þátttakendur í „Forskningsseminaret", Ingibjörgu Magnúsdóttur og Gunni Sæmunds- dóttur, en stjórnin hefur fengið vil- yrði um ríkisstyrk fyrir ferðakostn- aði Maríu Finnsdóttur. Stjórnarfundir voru 14 en félags- fundir 5 auk aðalfundar. Ég sé ekki ástæðu til að rekja efni félagsfund- anna, þ. s. gerð hefur verið grem fyrir þeim í tímariti okkar. Aðilar Hjúkrunarfélags íslands 16 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.