Fréttablaðið - 15.04.2017, Side 2
Passíusálmalestur í Hallgrímskirkju
Það var að vanda tilfinningaþrungin stund þegar Passíusálmarnir voru lesnir í Hallgrímskirkju í Reykjavík í gær. Breiður hópur rithöfunda las
sálmana, þar á meðal voru Ármann Jakobsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Einar Kárason og Kristín Steinsdóttir. Nemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar
og Listaháskóla Íslands léku á Klais-orgel kirkjunnar eftir fimmta hvern sálm. Fréttablaðið/SteFán
Veður
Norðangola eða kaldi í dag og él
norðan til á landinu en léttskýjað
um landið sunnanvert. Frost 0 til
5 stig, en hiti 0 til 5 stig sunnan og
suðvestan til. sjá síðu 42
Grand Indókína
Víetnam, Laos og Kambódía | 14.- 31. okt.
Verð frá: 655.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar.
Á mann m.v. 2 í herbergi.
Verð án Vildarpunkta: 665.900 kr.
Fararstjóri er Héðinn Svarfdal Björnsson.
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
samfélag „Draumurinn er að endur
lífgun verði að skólaskyldu í fram
tíðinni á Íslandi,“ segir Elín Freyja
Hauksdóttir, læknir og meðlimur
í Björgunarfélagi Hornafjarðar, en
bæjarráðið þar samþykkti að kaupa
þrjátíu endurlífgunardúkkur á fundi
sínum.
Endurlífgun hefur verið skylda í
grunnskólum í Danmörku í nokkur ár
og þegar tölur eru bornar saman um
hversu margir fengu endurlífgun við
hjartastopp utan spítala fyrir og eftir
að verkefnið byrjaði, var niðurstaðan
sláandi. Í ljós kom að helmingi fleiri
í hjartastoppi fengu endurlífgun en
áður og þriðjungi fleiri lifðu af.
Verkefnið ber heitið Kids save lives
og er kjarni þessa verkefnis að kenna
árlega börnum frá 12 ára aldri endur
lífgun, helst sem hluta af skólaskyld
unni og þannig stuðla að því að fleiri
fullorðnir kunni rétt viðbrögð þegar
á reynir.
„Þetta kostar lítið og að kenna
krökkunum réttu handtökin fylgja
engar aukaverkanir sem slíkar. Ég
greip þetta á lofti eftir að hafa setið
ráðstefnu hér á landi í september
þar sem fjallað var um verkefnið.
Draumurinn er að fleiri sveitarfélög
taki þetta upp og þetta verði hluti
af skólaskyldunni. Þegar á reynir
verður þetta eðlilegt að kunna og að
hjálpa náunganum,“ segir Elín.
Hún segir að sveitarfélagið sé það
fyrsta á landinu sem taki verkefnið
upp samkvæmt þeim skilgreining
um sem það hefur. „Ég veit að það
hefur verið farið í einstaka bekki í
Reykjavík en ekki í alla bekki í öllum
skólunum. Við tókum sjöunda, átt
unda og níunda bekk á einum degi.
Tíundi bekkur fær heilan dag með
Rauða krossinum í maí eins og
venjulega og því var hann undan
skilinn.“
Hún segir að börnin hafi staðið
sig gríðarlega vel og það hafi verið
skemmtilegt að sjá hvað þau náðu
tækninni og taktinum fljótt. „Maður
getur því ímyndað sér hvað þau væru
orðin góð ef þetta væri gert árlega.
Það voru unglingar, sem ég hafði
þjálfað í þetta verkefni, sem sáu um
kennsluna. Jafningjafræðsla gefur í
mörgum tilfellum betri árangur og
þótti mér því upplagt að reyna það
hér. Við vorum þeim svo þarna til
halds og trausts og til tryggja að öll
mikilvægu atriðin væru með.“
benediktboas@365.is
Dúkkurnar lífguðu
upp á skólastarfið
Hornafjörður samþykkti að kaupa 30 endurlífgunardúkkur fyrir grunnskólann.
Elín Freyja Hauksdóttir læknir sat ráðstefnu um endurlífgun í september og tók
málin í sínar hendur. Hún vill að endurlífgun verði hluti af skólaskyldu.
Dúkkurnar eru einfaldasta útgáfan af endurlífgunardúkkum og hnoða allir
nemendur í einu. MynD/elín Freyja
Ég veit að það hefur
verið farið í einstaka
bekki í Reykjavík en ekki í
alla bekki í öllum skólunum.
Elín Freyja
Hauksdóttir læknir
fiskeldi Hafrannsóknastofnun,
Náttúrustofa Vestfjarða, Matís,
Tilraunastöð Háskóla Íslands að
Keldum og Landssamband veiði
félaga fengu úthlutað styrkjum úr
Umhverfissjóði sjókvíaeldis – sjóðs
sem er ætlað að stuðla að því að lág
marka umhverfisáhrif sjókvíaeldis.
Alls var úthlutað tíu styrkjum að
upphæð 86,6 milljónir króna.
Þau verkefni sem unnið verður
að eru flest á vegum Hafrannsókna
stofnunar. Stofnunin fær, ásamt
Matís, styrk til að kanna erfðafræði
leg áhrif laxeldis á villta laxastofna
annan til vöktunar á umhverfis
áhrifum sjókvíaeldis. Einnig til að
meta burðarþol fjarða og sjókvía
eldissvæða og útbreiðslu laxfiska
og umhverfisþátta vatnsfalla á Aust
fjörðum, þar sem áform eru um eldi
upp á tugi þúsunda tonna af laxi.
Náttúrustofa Vestfjarða fær styrk
til vöktunar á lús á villtum laxfisk
um á Vestfjörðum. Tilraunastöðin
að Keldum til rannsókna á veirusýk
ingum í hrognkelsum og Landssam
band veiðifélaga til að kanna efna
hagsleg áhrif lax og silungsveiða á
Íslandi. Akvaplanniva fær styrk til
að rannsaka hrognkelsi sem nýtt eru
til að éta laxalús í sjókvíum. – shá
Rannsóknir á fiskeldi
styrktar um 86 milljónir
Flestir styrkirnir eru vegna nei-
kvæðra áhrifa fiskeldis, eða ótta við
áhrif þess. Fréttablaðið/Pjetur
samfélag Hljómsveitin Sigur Rós
hefur í samstarfi við kannabisfram
leiðandann Lord Jones hannað
kannabissælgæti að nafni Wild Sigur
berry. Er um að ræða hlaup með virku
efnunum í kannabis, THC og CBD.
Er það til í þremur tegundum, með
brómberja, jarðarberja og bláberja
bragði.
Frá þessu greina erlendir miðlar á
borð við Pitchfork og Rolling Stone.
Ekki verður hægt að nálgast namm
ið í verslunum hér á landi enda er sala
kannabisefna ólögleg á Íslandi. Til
stendur að selja nammið í verslunum
í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem og á
vefsíðu Lord Jones en kannabis er lög
legt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna.
Til að fagna nýju vörunni munu
Sigur Rós og Lord Jones standa fyrir
tónleikum í Hollywood á þriðjudag.
Verður gestum boðið að smakka sæl
gætið. – þea
Sigur Rós hannar
kannabisnammi
1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
5
-0
4
-2
0
1
7
0
2
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
9
-F
6
C
8
1
C
A
9
-F
5
8
C
1
C
A
9
-F
4
5
0
1
C
A
9
-F
3
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K