Fréttablaðið - 15.04.2017, Side 4
Umboðsaðili Jeep á Íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433
www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
FÁGUN STAÐALBÚNAÐUR
*U
pp
ge
fn
ar
tö
lu
r f
ra
m
le
ið
an
da
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tri
Öflugur, kraftmikill og ríkulega útbúinn
jeppi með frábæra aksturseiginleika.
Komdu og reynsluaktu.
Sjálfskiptur 9 þrepa
2,2 l dísel 185 hestöfl eða 200 hestöfl
Eyðsla 5,7 L/100 km*
Verð frá 6.990.000 kr.
jeep.is
Tölur vikunnar 09.04.2017 Til 15.04.2017
Þrjú í fréttum
Lótushús,
löggæsla og
Smári
Sigrún Olsen
stofnandi
Lótushúss
er handhafi
Samfélags-
verðlauna
Fréttablaðsins
2017. Lótushús
er hugleiðslu-og fræðslumiðstöð
þar sem unnið hefur verið óeigin-
gjarnt starf í 17 ár. Boðið er upp á
fjölda námskeiða án endurgjalds
sem þúsundir hafa nýtt sér. Mark-
miðið er að hjálpa einstaklingum
að tileinka sér jákvætt lífsviðhorf og
byggja upp innri frið til að takast á
við áskoranir dagslegs lífs.
Haraldur Johannessen
ríkislögreglustjóri
sagði að auka
þyrfti getu
íslensku lög-
reglunnar til
að takast á
við árás eins og
í Stokkhólmi fyrir
viku. Haraldur benti á að lögreglan
hefði staðið frammi fyrir miklum
niðurskurði á fjárveitingu frá hruni.
Auk þess hefði lögreglumönnum
fækkað um 100 á liðnum árum.
Þörf væri á um 900 lögreglumönn-
um en þeir væru undir 700.
Oddný G. Harðardóttir
þingmaður Samfylkingarinnar
hvatti Gunnar Smára Egilsson til
að bíða með að
stofna Sósíalista-
flokkinn. Betra
væri að leita
ekki langt yfir
skammt og
styrkja Sam-
fylkinguna. Gunnar
Smári sagði ekkert hafa dregið jafn
mikið úr afli vinstri hluta íslenskra
stjórnmála og eilíft sameiningartal.
Samfylkingin væri mesta eyðingar-
afl vinstrisins.
226
dýr er hrefnuveiðikvóti
Íslendinga árin 2016-2018.
2.042
drengir fæddust á
Íslandi í fyrra en
1.992
stúlkur
75.000
krónur er skráningargjald
stúdenta Háskóla Íslands fyrir árið.
727
konur greiddu meðlag árið 2016
samanborið við 409 árið 2001.
86
greindust með lekanda í fyrra.
1.400
manns verða
ráðnir í sumarstörf hjá
Icelandair Group.
56
milljarðar var markaðs-
verðmæti Haga metið í
vikunni.
428
milljónir króna
var tap Reykjanes-
hafnar á liðnu ári.
heilbrigðismál Ísfirska lækn-
ingavörufyrirtækið Kerecis hefur
gengið til samstarfs við alþjóðlega
lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn
mun markaðssetja sáraroð Kerecis
í Asíu, en það er nýtt til meðhöndl-
unar á þrálátum sárum, sem oft eru
tilkomin vegna sykursýki.
Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst
um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og
Taílands. Þar verða vörur Kerecis,
sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af
vöruframboði Alvogen sem ætlað er
sérstaklega fyrir sjúkrahús.
Guðmundur Fertram Sigurjóns-
son, framkvæmdastjóri Kerecis,
segir að opinberar tölur frá Alþjóða-
samtökum sykursjúkra (IMF) bendi
til þess að ekki færri en níu milljónir
manna þjáist af sykursýki í lönd-
unum þremur. Á sama tíma séu lík-
urnar fyrir því að einstaklingur með
sykursýki missi útlim vegna sykur-
sýki tuttugu og fimm faldar miðað
við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á
sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem
misst hafa útlim vegna sjúkdómsins
að undirgangast aðra slíka aðgerð,
en koma má í veg fyrir allt að 85%
aflimana með réttri meðferð. Sárar-
oð Kerecis er einmitt til þess ætlað;
að lækna þrálát sár sem annars valda
því að læknum er nauðugur einn
kostur að aflima sjúklinga sína.
Það er aukinn áhugi hjá lyfja-
fyrirtækjum á vefjaviðgerð á heims-
vísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn
Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið
Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara.
Lifecell byggir vörur sínar á svína- og
líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta
íslenskar en Actavis keypti Allergan
árið 2014 og breytti nafni hins sam-
einaða fyrirtækis í Allergan.
„Við erum samkeppnisaðili
Lifecell og með betri tækni að okkar
mati, en auðvitað komin miklu
skemur á veg,“ segir Guðmundur.
Hann segir jafnframt að 60% aflim-
ana vegna sykursýki á heimsvísu séu
í Asíu.
„Á sama tíma hefur vara eins og
okkar verið lítið notuð í álfunni
og við teljum Alvogen réttan sam-
starfsaðila til að kynna okkar vöru
á þessum stóra markaði,“ segir Guð-
mundur.
Í tilefni samningsins sagði for-
stjóri Alvogen, Róbert Wessman,
að lyf og meðhöndlunarefni fyrir
sykursýki og fylgikvilla séu vaxtar-
markaður sem Alvogen leggi áherslu
á. „Samstarfssamningur Kerecis og
Alvogen mun styrkja vöruframboð
okkar á markaði fyrir sykursýki
og bæta vöruframboð Alvogen á
sjúkrahúshluta þessa mikilvæga
markaðar,“ segir Róbert.
Fréttablaðið greindi frá því nýlega
að góð reynsla af samstarfi Kerecis
og bandarískra varnarmálayfirvalda
hefur orðið til þess að síðar á þessu
ári verður nýrri vöru fyrirtækisins
hleypt af stokkunum. Nýja varan er
til að meðhöndla skot- og brunasár.
Vel hefur gengið að byggja upp sölu-
kerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum,
byggt á þeim árangri sem samstarfið
hefur skilað.
Kerecis hefur vaxið hratt undan-
farin misseri og leggur félagið
megináherslu á Bandaríkjamarkað
þar sem sáraroð félagsins er endur-
greitt hjá tryggingafélögum í öllum
fylkjum. svavar@frettabladid.is
Samstarf um sölu sáraroðs
í þremur löndum í Asíu
Lækningafyrirtækið Kerecis og lyfjafyrirtækið Alvogen hafa gengið til samstarfs um sölu sáraroðs í þremur
Asíulöndum. Alvogen mun selja vörur Kerecis til sjúkrahúsa. Um 60% aflimana í álfunni er vegna sykur-
sýki. Koma má í veg fyrir aflimanir vegna sjúkdómsins í flestum tilfellum með réttri meðhöndlun.
Talið er að koma megi í veg fyrir 85% allra aflimana vegna sykursýki – ekki
síst með réttri sárameðferð. Mynd/Kerecis
… vara eins og okkar
hefur verið lítið
notuð í álfunni og við teljum
Alvogen réttan samstarfs
aðila til að kynna okkar
vöru á þessum
stóra markaði
Guðmundur
Fertram Sigurjóns-
son, framkvæmda-
stjóri Kerecis
1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
1
5
-0
4
-2
0
1
7
0
2
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
A
-0
A
8
8
1
C
A
A
-0
9
4
C
1
C
A
A
-0
8
1
0
1
C
A
A
-0
6
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
8
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K