Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2017, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 15.04.2017, Qupperneq 4
Umboðsaðili Jeep á Íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 FÁGUN STAÐALBÚNAÐUR *U pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da í bl ön du ðu m a ks tri Öflugur, kraftmikill og ríkulega útbúinn jeppi með frábæra aksturseiginleika. Komdu og reynsluaktu. Sjálfskiptur 9 þrepa 2,2 l dísel 185 hestöfl eða 200 hestöfl Eyðsla 5,7 L/100 km* Verð frá 6.990.000 kr. jeep.is Tölur vikunnar 09.04.2017 Til 15.04.2017 Þrjú í fréttum Lótushús, löggæsla og Smári Sigrún Olsen stofnandi Lótushúss er handhafi Samfélags- verðlauna Fréttablaðsins 2017. Lótushús er hugleiðslu-og fræðslumiðstöð þar sem unnið hefur verið óeigin- gjarnt starf í 17 ár. Boðið er upp á fjölda námskeiða án endurgjalds sem þúsundir hafa nýtt sér. Mark- miðið er að hjálpa einstaklingum að tileinka sér jákvætt lífsviðhorf og byggja upp innri frið til að takast á við áskoranir dagslegs lífs. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði að auka þyrfti getu íslensku lög- reglunnar til að takast á við árás eins og í Stokkhólmi fyrir viku. Haraldur benti á að lögreglan hefði staðið frammi fyrir miklum niðurskurði á fjárveitingu frá hruni. Auk þess hefði lögreglumönnum fækkað um 100 á liðnum árum. Þörf væri á um 900 lögreglumönn- um en þeir væru undir 700. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hvatti Gunnar Smára Egilsson til að bíða með að stofna Sósíalista- flokkinn. Betra væri að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Sam- fylkinguna. Gunnar Smári sagði ekkert hafa dregið jafn mikið úr afli vinstri hluta íslenskra stjórnmála  og eilíft sameiningartal. Samfylkingin væri mesta eyðingar- afl vinstrisins. 226 dýr er hrefnuveiðikvóti Íslendinga árin 2016-2018. 2.042 drengir fæddust á Íslandi í fyrra en 1.992 stúlkur 75.000 krónur er skráningargjald stúdenta Háskóla Íslands fyrir árið. 727 konur greiddu meðlag árið 2016 samanborið við 409 árið 2001. 86 greindust með lekanda í fyrra. 1.400 manns verða ráðnir í sumarstörf hjá Icelandair Group. 56 milljarðar var markaðs- verðmæti Haga metið í vikunni. 428 milljónir króna var tap Reykjanes- hafnar á liðnu ári. heilbrigðismál Ísfirska lækn- ingavörufyrirtækið Kerecis hefur gengið til samstarfs við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen. Lyfjarisinn mun markaðssetja sáraroð Kerecis í Asíu, en það er nýtt til meðhöndl- unar á þrálátum sárum, sem oft eru tilkomin vegna sykursýki. Samstarf fyrirtækjanna nær fyrst um sinn til Suður-Kóreu, Taívans og Taílands. Þar verða vörur Kerecis, sem gerðar eru úr þorskroði, hluti af vöruframboði Alvogen sem ætlað er sérstaklega fyrir sjúkrahús. Guðmundur Fertram Sigurjóns- son, framkvæmdastjóri Kerecis, segir að opinberar tölur frá Alþjóða- samtökum sykursjúkra (IMF) bendi til þess að ekki færri en níu milljónir manna þjáist af sykursýki í lönd- unum þremur. Á sama tíma séu lík- urnar fyrir því að einstaklingur með sykursýki missi útlim vegna sykur- sýki tuttugu og fimm faldar miðað við þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Á sama tíma þurfa 30 til 50% allra sem misst hafa útlim vegna sjúkdómsins að undirgangast aðra slíka aðgerð, en koma má í veg fyrir allt að 85% aflimana með réttri meðferð. Sárar- oð Kerecis er einmitt til þess ætlað; að lækna þrálát sár sem annars valda því að læknum er nauðugur  einn kostur að aflima sjúklinga sína. Það er aukinn áhugi hjá lyfja- fyrirtækjum á vefjaviðgerð á heims- vísu en fyrr í ár keypti lyfjarisinn Allergan vefjaviðgerðarfyrirtækið Lifecell fyrir 2,9 milljarða dollara. Lifecell byggir vörur sínar á svína- og líkhúð. Rætur Allergan eru að hluta íslenskar en Actavis keypti Allergan árið 2014 og breytti nafni hins sam- einaða fyrirtækis í Allergan. „Við erum samkeppnisaðili Lifecell og með betri tækni að okkar mati, en auðvitað komin miklu skemur á veg,“ segir Guðmundur. Hann segir jafnframt að 60% aflim- ana vegna sykursýki á heimsvísu séu í Asíu. „Á sama tíma hefur vara eins og okkar verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan sam- starfsaðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði,“ segir Guð- mundur. Í tilefni samningsins sagði for- stjóri Alvogen, Róbert Wessman, að lyf og meðhöndlunarefni fyrir sykursýki og fylgikvilla séu vaxtar- markaður sem Alvogen leggi áherslu á. „Samstarfssamningur Kerecis og Alvogen mun styrkja vöruframboð okkar á markaði fyrir sykursýki og bæta vöruframboð Alvogen á sjúkrahúshluta þessa mikilvæga markaðar,“ segir Róbert. Fréttablaðið greindi frá því nýlega að góð reynsla af samstarfi Kerecis og bandarískra varnarmálayfirvalda hefur orðið til þess að síðar á þessu ári verður nýrri vöru fyrirtækisins hleypt af stokkunum. Nýja varan er til að meðhöndla skot- og brunasár. Vel hefur gengið að byggja upp sölu- kerfi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, byggt á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað. Kerecis hefur vaxið hratt undan- farin misseri og leggur félagið megináherslu á Bandaríkjamarkað þar sem sáraroð félagsins er endur- greitt hjá tryggingafélögum í öllum fylkjum. svavar@frettabladid.is Samstarf um sölu sáraroðs í þremur löndum í Asíu Lækningafyrirtækið Kerecis og lyfjafyrirtækið Alvogen hafa gengið til samstarfs um sölu sáraroðs í þremur Asíulöndum. Alvogen mun selja vörur Kerecis til sjúkrahúsa. Um 60% aflimana í álfunni er vegna sykur- sýki. Koma má í veg fyrir aflimanir vegna sjúkdómsins í flestum tilfellum með réttri meðhöndlun. Talið er að koma megi í veg fyrir 85% allra aflimana vegna sykursýki – ekki síst með réttri sárameðferð. Mynd/Kerecis … vara eins og okkar hefur verið lítið notuð í álfunni og við teljum Alvogen réttan samstarfs­ aðila til að kynna okkar vöru á þessum stóra markaði Guðmundur Fertram Sigurjóns- son, framkvæmda- stjóri Kerecis 1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A A -0 A 8 8 1 C A A -0 9 4 C 1 C A A -0 8 1 0 1 C A A -0 6 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.