Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2017, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 15.04.2017, Qupperneq 16
Körfubolti Fréttablaðið fékk sjö leikmenn í Dominos´deild kvenna til að spá fyrir um undanúrslitaein- vígi úrslitakeppni kvenna og allar spáðu þær Snæfelli og Keflavík í lokaúrslitin sem varð svo raunin. Keflavík tryggði sér sætið með sextán stiga sigri á Skallagrími, 80-64, í oddaleik í Keflavík á skír- dag en Snæfell sópaði Stjörnunni út í hinu einvíginu. Lokaúrslitin hefjast á annan í páskum og er fyrsti leik- urinn á heimavelli deildarmeistara Snæfells í Stykkishólmi. Af þessum sjö sem spáðu fyrir Fréttablaðið voru tvær sem fengu tíu fyrir spána sína en það voru Valsararnir Guðbjörg Sverrisdóttir og Hallveig Jónsdóttir. Báðar spáðu þær 3-0 fyrir Snæfelli og 3-2 fyrir Keflavík. Nú vandast hins vegar málið ef menn halda að þær séu bestu spá- mennirnir því Guðbjörg og Hall- veig eru ósammála um hver lokaúr- slitin verða. Guðbjörg spáir Keflavík Íslandsmeistaratitlinum eftir odda- leik en Hallveigu finnst líklegra að Snæfell vinni titilinn í oddaleik. Snæfell á samkvæmt spáhóp Fréttablaðsins meiri möguleika á að vinna fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð en að Keflavík bæti Íslands- meistaratitlinum við bikarinn sem Keflavíkurstelpurnar unnu í febrúar. Fimm spá Snæfelli sigri en tvær hafa meiri trú á hinu unga liði Keflavíkur. Snæfell getur orðið fyrsta kvenna- liðið til að vinna Íslandsmeistara- titilinn fjögur ár í röð síðan úrslita- keppnin var tekin upp 1993. Snæfell vann þrjá fyrstu leiki sína á móti Keflavík í vetur og hafði þá unnið 10 af 11 síðustu leikjum lið- anna á Íslandsmótinu. Keflavíkur- konur gerðu hins vegar góða ferð í Stykkishólm í lokaumferðinni, unnu þá þrettán stiga sigur, 72-59. Nú er bara að sjá hvort þeim hafi tekist að drepa Snæfellsgrýluna sína með þeim sigri, en eitt er víst að það stefnir í spennandi og skemmtilegt úrslitaeinvígi milli tveggja frábærra liða. Úrslitaserían í fyrra fór alla leið í oddaleik og það væri gaman að fá svipaða körfuboltaveislu í ár.  – óój Spáðu hárrétt um undanúrslitin en nú eru þær ósammála um lokaúrslitin sem hefjast á mánudaginn Aaryn Ellenberg hjá Snæfelli skoraði 28,7 stig að meðaltali í sigurleikjunum þremur á móti Keflavík í vetur en Keflavíkurkonur héldu henni í 14 stigum þegar þær unnu síðasta leik liðanna í Stykkishólmi. FréttAblAðið/dAníEl þór Um helgina Stöð 2 Sport: l 10.30 lalla Meryem Cup Golfst. l 11.20 tottenh. - bournem. Sport l 11.55 F1: Æfing - barein Sport 2 l 13.25 Augsburg - Köln Sport 3 l 13.50 Watford - Swansea Sport l 14.50 F1: barein-tímat. Sport 2 l 16.20 S´oton - Man. City Sport l 16.25 leverk. - bayern Sport 3 l 17.00 rbC Heritage Golfst. l 18.40 barca - Sociedad Sport l 23.00 lotte Championsh. Golfst. l 01.00 UFC: Johnson/reis Sport S 10.30 lalla Meryem Cup Golfst. S 12.20 WbA - liverpool Sport S 14.30 F1: barein-kapp. Sport 2 S 15.00 Man. Utd. -Chelsea Sport S 17.00 rbC Heritage Golfst. S 18.40 Granada - Celta Sport M 13.40 Fulham - A. Villa Sport M 15.50 derby - Huddersf. Sport M 18.50 M´boro - Arsenal Sport M 19.05 Kr - Grindavík Sport 3 M 19.05 Snæfell-Keflavík Sport 2 M 21.00 Messan Sport Frumsýningar á leikjum: l 17.30 Everton - burnley Sport 2 l 19.10 C. Palace -leicester Sport 2 l 20.50 Sunderl.-West Ham Sport2 l 22.30 Stoke - Hull Sport 2 Olís-deild karla - oddaleikir: l 16.00 Haukar - Fram Ásvellir l 16.00 íbV - Valur Eyjar domino’s-deild kvenna - lokaúrs.: M 19.15 Snæfell - Keflav. Stykkish. Úrslit lengjubikarsins á Valsvelli M 16.00 Valur-breiðablik Kvenna M 19.15 Grindavík - Kr Karla Eyjamaðurinn og fyrrverandi Valsarinn Agnar Smári Jónsson horfir til himins eftir að hafa fengið óblíðar móttökur hjá varnarmönnum Vals. FréttAblAðið/AntOn Handbolti ÍBV fær Val í heimsókn og Fram sækir Íslandsmeistara Hauka heim í oddaleikjunum tveimur í dag. Þeir hefjast báðir klukkan 16.00. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn og Haukar vinni sína leiki í dag. Þrátt fyrir manneklu og magapest unnu Valsmenn góðan sigur á Eyja- mönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán segir að pressan sé á ÍBV í dag. „Öll pressan er á ÍBV. Valsar- arnir eru búnir að vinna bikarinn og eru fyrst og fremst að hugsa um Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en Valsmenn eru komnir í undanúr- slit Áskorendabikars Evrópu þar sem þeir mæta Potaissa Turda frá Rúmeníu. „Ég held að Valsmenn verði hrika- lega öflugir á morgun og muni láta Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu. En á endanum held ég að gríðar- lega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir eru með það gott lið og á heima- velli; blái dúkurinn er kominn út og það er mikil stemning í Eyjum,“ sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á heimavelli 25. nóvember á síðasta ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið sjö heimaleiki, unnið fimm og gert tvö jafntefli. Fram kom gríðarlega á óvart með því að vinna fyrsta leikinn gegn Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar Birkir Hálfdánarson fékk rautt spjald undir lokin og var í banni í öðrum leiknum sem Haukar unnu, 24-28. Stefán segir að það skipti höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar Birkir spili í dag. „Það munaði miklu um Arnar Birki í leik tvö. Hann kemur núna inn og ég held að þessi leikur ráðist svolítið á því hvort hann geti skorað um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn besta leik til að Fram vinni. Ég held að möguleiki Fram á að komast áfram hafi verið að vinna í Safa- mýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir að það sé Haukum í hag að halda markaskorinu lágu í dag. „Ef þeir standa þokkalega vörn vinna Haukar þetta. Möguleiki Fram felst í því að skora yfir 30 mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá Arnari Birki og toppmarkvörslu,“ sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor Gísli Hallgrímsson var hetja Fram í fyrsta leiknum þegar hann varði vítakast eftir að leiktíminn var runninn út. ingvithor@365.is Spáir ÍBV og Haukum áfram Átta-liða úrslitum Olís-deildar karla lýkur í dag með tveimur oddaleikjum, annars vegar í Eyjum og hins vegar á Ásvöllum. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, spáir því að ÍBV og Haukar fari áfram í undanúrslitin. óLÍKT GENGi HJÁ VALDÍSi ÞóRu oG óLAFÍu ÞóRuNNi Það gekk misvel hjá íslensku kylfingunum í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir komst í gegnum niður- skurðinn á Lalla Meryem mótinu í Marokkó sem er hluti af Evrópu- mótaröðinni. Valdís Þóra lék á einu höggi undir pari í gær og er samtals á þremur höggum yfir pari. Það gekk öllu verr hjá ólafíu Þórunni Kristinsdóttur á Lotte/Hershey mótinu á Havaí. ólafía Þórunn spilaði á þremur höggum yfir pari í gær og samtals á sjö yfir pari. Hún var nokkuð frá því að komast í gegnum niður- skurðinn og endaði daginn í 129. sæti. Þetta er þriðja mótið í röð þar sem ólafía Þórunn kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. KoMNiR uPP Í ÞRiðJA SæTið Rúnar Alex Rúnarsson og félagar í Nordsjælland eru komnir upp í 3. sæti dönsku úrvals- deildarinnar. Nordsjælland vann 1-4 sigur á SönderjyskE á úti- velli í gær en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex deildarleikjum en það er taplaust í síðustu sjö leikjum sínum. Rúnar Alex hefur spilað alla leiki Nord- sjælland eftir áramót og staðið sig með prýði. Markvörðurinn efnilegi hefur núna spilað átta leiki í röð og aðeins fengið á sig átta mörk í þeim. 1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a u G a r d a G u r16 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð sport 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 9 -F 1 D 8 1 C A 9 -F 0 9 C 1 C A 9 -E F 6 0 1 C A 9 -E E 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.