Fréttablaðið - 15.04.2017, Síða 16
Körfubolti Fréttablaðið fékk sjö
leikmenn í Dominos´deild kvenna
til að spá fyrir um undanúrslitaein-
vígi úrslitakeppni kvenna og allar
spáðu þær Snæfelli og Keflavík í
lokaúrslitin sem varð svo raunin.
Keflavík tryggði sér sætið með
sextán stiga sigri á Skallagrími,
80-64, í oddaleik í Keflavík á skír-
dag en Snæfell sópaði Stjörnunni út
í hinu einvíginu. Lokaúrslitin hefjast
á annan í páskum og er fyrsti leik-
urinn á heimavelli deildarmeistara
Snæfells í Stykkishólmi.
Af þessum sjö sem spáðu fyrir
Fréttablaðið voru tvær sem fengu
tíu fyrir spána sína en það voru
Valsararnir Guðbjörg Sverrisdóttir
og Hallveig Jónsdóttir. Báðar spáðu
þær 3-0 fyrir Snæfelli og 3-2 fyrir
Keflavík.
Nú vandast hins vegar málið ef
menn halda að þær séu bestu spá-
mennirnir því Guðbjörg og Hall-
veig eru ósammála um hver lokaúr-
slitin verða. Guðbjörg spáir Keflavík
Íslandsmeistaratitlinum eftir odda-
leik en Hallveigu finnst líklegra að
Snæfell vinni titilinn í oddaleik.
Snæfell á samkvæmt spáhóp
Fréttablaðsins meiri möguleika á að
vinna fjórða Íslandsmeistaratitilinn
í röð en að Keflavík bæti Íslands-
meistaratitlinum við bikarinn sem
Keflavíkurstelpurnar unnu í febrúar.
Fimm spá Snæfelli sigri en tvær hafa
meiri trú á hinu unga liði Keflavíkur.
Snæfell getur orðið fyrsta kvenna-
liðið til að vinna Íslandsmeistara-
titilinn fjögur ár í röð síðan úrslita-
keppnin var tekin upp 1993.
Snæfell vann þrjá fyrstu leiki sína
á móti Keflavík í vetur og hafði þá
unnið 10 af 11 síðustu leikjum lið-
anna á Íslandsmótinu. Keflavíkur-
konur gerðu hins vegar góða ferð
í Stykkishólm í lokaumferðinni,
unnu þá þrettán stiga sigur, 72-59.
Nú er bara að sjá hvort þeim hafi
tekist að drepa Snæfellsgrýluna sína
með þeim sigri, en eitt er víst að það
stefnir í spennandi og skemmtilegt
úrslitaeinvígi milli tveggja frábærra
liða. Úrslitaserían í fyrra fór alla leið
í oddaleik og það væri gaman að fá
svipaða körfuboltaveislu í ár. – óój
Spáðu hárrétt um undanúrslitin en nú eru þær
ósammála um lokaúrslitin sem hefjast á mánudaginn
Aaryn Ellenberg hjá Snæfelli skoraði 28,7 stig að meðaltali í sigurleikjunum
þremur á móti Keflavík í vetur en Keflavíkurkonur héldu henni í 14 stigum
þegar þær unnu síðasta leik liðanna í Stykkishólmi. FréttAblAðið/dAníEl þór
Um helgina
Stöð 2 Sport:
l 10.30 lalla Meryem Cup Golfst.
l 11.20 tottenh. - bournem. Sport
l 11.55 F1: Æfing - barein Sport 2
l 13.25 Augsburg - Köln Sport 3
l 13.50 Watford - Swansea Sport
l 14.50 F1: barein-tímat. Sport 2
l 16.20 S´oton - Man. City Sport
l 16.25 leverk. - bayern Sport 3
l 17.00 rbC Heritage Golfst.
l 18.40 barca - Sociedad Sport
l 23.00 lotte Championsh. Golfst.
l 01.00 UFC: Johnson/reis Sport
S 10.30 lalla Meryem Cup Golfst.
S 12.20 WbA - liverpool Sport
S 14.30 F1: barein-kapp. Sport 2
S 15.00 Man. Utd. -Chelsea Sport
S 17.00 rbC Heritage Golfst.
S 18.40 Granada - Celta Sport
M 13.40 Fulham - A. Villa Sport
M 15.50 derby - Huddersf. Sport
M 18.50 M´boro - Arsenal Sport
M 19.05 Kr - Grindavík Sport 3
M 19.05 Snæfell-Keflavík Sport 2
M 21.00 Messan Sport
Frumsýningar á leikjum:
l 17.30 Everton - burnley Sport 2
l 19.10 C. Palace -leicester Sport 2
l 20.50 Sunderl.-West Ham Sport2
l 22.30 Stoke - Hull Sport 2
Olís-deild karla - oddaleikir:
l 16.00 Haukar - Fram Ásvellir
l 16.00 íbV - Valur Eyjar
domino’s-deild kvenna - lokaúrs.:
M 19.15 Snæfell - Keflav. Stykkish.
Úrslit lengjubikarsins á Valsvelli
M 16.00 Valur-breiðablik Kvenna
M 19.15 Grindavík - Kr Karla
Eyjamaðurinn og fyrrverandi Valsarinn Agnar Smári Jónsson horfir til himins eftir að hafa fengið óblíðar móttökur hjá varnarmönnum Vals. FréttAblAðið/AntOn
Handbolti ÍBV fær Val í heimsókn
og Fram sækir Íslandsmeistara
Hauka heim í oddaleikjunum
tveimur í dag. Þeir hefjast báðir
klukkan 16.00. Stefán Árnason,
þjálfari Selfoss, er á því að Eyjamenn
og Haukar vinni sína leiki í dag.
Þrátt fyrir manneklu og magapest
unnu Valsmenn góðan sigur á Eyja-
mönnum í síðasta leik, 31-27. Stefán
segir að pressan sé á ÍBV í dag.
„Öll pressan er á ÍBV. Valsar-
arnir eru búnir að vinna bikarinn
og eru fyrst og fremst að hugsa um
Evrópukeppnina,“ sagði Stefán en
Valsmenn eru komnir í undanúr-
slit Áskorendabikars Evrópu þar
sem þeir mæta Potaissa Turda frá
Rúmeníu.
„Ég held að Valsmenn verði hrika-
lega öflugir á morgun og muni láta
Eyjamenn hafa mikið fyrir þessu.
En á endanum held ég að gríðar-
lega sterkt Eyjalið nái að vinna. Þeir
eru með það gott lið og á heima-
velli; blái dúkurinn er kominn út
og það er mikil stemning í Eyjum,“
sagði Stefán en ÍBV tapaði síðast á
heimavelli 25. nóvember á síðasta
ári. Síðan þá hafa Eyjamenn leikið
sjö heimaleiki, unnið fimm og gert
tvö jafntefli.
Fram kom gríðarlega á óvart með
því að vinna fyrsta leikinn gegn
Haukum á Ásvöllum. Sigurinn kom
þó ekki að kostnaðarlausu því Arnar
Birkir Hálfdánarson fékk rautt
spjald undir lokin og var í banni í
öðrum leiknum sem Haukar unnu,
24-28. Stefán segir að það skipti
höfuðmáli fyrir Fram hvernig Arnar
Birkir spili í dag.
„Það munaði miklu um Arnar
Birki í leik tvö. Hann kemur núna
inn og ég held að þessi leikur ráðist
svolítið á því hvort hann geti skorað
um 10 mörk. Hann þarf að eiga sinn
besta leik til að Fram vinni. Ég held
að möguleiki Fram á að komast
áfram hafi verið að vinna í Safa-
mýrinni. Fram vinnur ekki tvisvar á
Ásvöllum,“ sagði Stefán. Hann segir
að það sé Haukum í hag að halda
markaskorinu lágu í dag.
„Ef þeir standa þokkalega vörn
vinna Haukar þetta. Möguleiki
Fram felst í því að skora yfir 30
mörk. Þeir þurfa að fá stórleik frá
Arnari Birki og toppmarkvörslu,“
sagði Stefán en hinn 16 ára Viktor
Gísli Hallgrímsson var hetja Fram
í fyrsta leiknum þegar hann varði
vítakast eftir að leiktíminn var
runninn út. ingvithor@365.is
Spáir ÍBV og Haukum áfram
Átta-liða úrslitum Olís-deildar karla lýkur í dag með tveimur oddaleikjum, annars vegar í Eyjum og hins
vegar á Ásvöllum. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, spáir því að ÍBV og Haukar fari áfram í undanúrslitin.
óLÍKT GENGi HJÁ VALDÍSi
ÞóRu oG óLAFÍu ÞóRuNNi
Það gekk misvel hjá íslensku
kylfingunum í gær. Valdís Þóra
Jónsdóttir komst í gegnum niður-
skurðinn á Lalla Meryem mótinu
í Marokkó sem er hluti af Evrópu-
mótaröðinni. Valdís Þóra lék á
einu höggi undir pari í gær og er
samtals á þremur höggum yfir
pari. Það gekk öllu verr hjá ólafíu
Þórunni Kristinsdóttur
á Lotte/Hershey
mótinu á Havaí. ólafía
Þórunn spilaði
á þremur
höggum yfir
pari í gær og
samtals á sjö
yfir pari. Hún
var nokkuð frá
því að komast í
gegnum niður-
skurðinn og
endaði daginn í
129. sæti. Þetta er
þriðja mótið í röð
þar sem ólafía
Þórunn kemst
ekki í gegnum
niðurskurðinn.
KoMNiR uPP Í ÞRiðJA SæTið
Rúnar Alex Rúnarsson og félagar
í Nordsjælland
eru komnir
upp í 3. sæti
dönsku úrvals-
deildarinnar.
Nordsjælland
vann 1-4 sigur á
SönderjyskE á úti-
velli í gær en þetta var
fimmti sigur liðsins í síðustu sex
deildarleikjum en það er taplaust
í síðustu sjö leikjum sínum. Rúnar
Alex hefur spilað alla leiki Nord-
sjælland eftir áramót og staðið
sig með prýði. Markvörðurinn
efnilegi hefur núna spilað átta leiki
í röð og aðeins fengið á sig átta
mörk í þeim.
1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a u G a r d a G u r16 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
sport
1
5
-0
4
-2
0
1
7
0
2
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
9
-F
1
D
8
1
C
A
9
-F
0
9
C
1
C
A
9
-E
F
6
0
1
C
A
9
-E
E
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K