Fréttablaðið - 15.04.2017, Qupperneq 18
Ég sit í sólbaði í 20 stiga frosti,“ segir Róbert Lagerman, varafor-seti og leiðangursstjóri skákfélagsins Hróksins í Grænlandi, en ellefta
árið í röð slá Hróksmenn upp skák-
og vinahátíð í Ittoqqortoormiit,
einu afskekktasta þorpi þar í landi.
Bærinn er við Scoresby-sund, sem er
á 70. breiddargráðu, er næstum þús-
und kílómetra frá næsta byggða bóli.
Það fór þó ekki illa um Róbert þótt
símasambandið hafi oft verið betra.
Íbúar í Ittoqqortoormiit eru á
fimmta hundrað og taka að jafnaði
öll börn bæjarins þátt í hátíðinni
sem hófst á miðvikudag og lýkur á
mánudag. „Það er alltaf jafn gaman
að koma hingað og þessi bær slær í
takt við Hrókshjartað. Þetta eru ell-
eftu páskarnir okkar hér í röð og hér
hefur skapast mikil skákmenning og
hefð.“
Á miðvikudag heimsóttu Hróks-
menn leikskóla og dvalarheimili
eldri borgara klyfjaðir gjöfum frá
velunnurum á Íslandi, m.a. prjóna-
og ullarfatnaði frá prjónahópum
Gerðubergs og Rauða krossins
í Reykjavík. Á fimmtudag tefldi
Róbert fjöltefli við börn og fullorðna
í grunnskóla bæjarins og samhliða
hófst myndlistarsamkeppni Hróks-
ins og Pennans fyrir börn. Í gær var
Páskaeggjaskákmót Hróksins og
Bónuss þar sem allir þátttakendur
fengu páskaegg og annan glaðning.
Í dag, laugardag, verður Norlandair-
mótið, sem jafnframt er meistara-
mót Ittoqqortoormiit.
Á mánudag verður svo haldinn
Dagur vináttu Íslands og Græn-
lands í grunnskólanum, þar sem
m.a. verða kynnt úrslit myndlistar-
samkeppninnar og efnt til einvígis
í blindskák milli Róberts og Paulus
Napatoq.
Paulus er 23 ára heimamaður
og einn besti skákmaður Græn-
lands. Hann er blindur en lærði að
tefla í fyrstu heimsókn Hróksins
til þorpsins árið 2007 og náði strax
undraverðum tökum á skáklistinni.
Paulus var gerður að heiðursfélaga
Hróksins 2010.
„Við eigum að koma heim
snemma í næstu viku en ég hef nú
verið veðurtepptur hér í meira en
viku þannig að kannski er best að
vera ekkert að segja hvenær við
komum heim. Við komum klyfj-
aðir gjöfum og með rúmlega 120
páskaegg fyrir börnin. Nánast hvert
einasta barn mætir til leiks undir
kjörorðum Hróksins: Með gleðina
að leiðarljósi.
Eftir að við erum farnir þá heyrir
maður af því að það sé beðið eftir
næstu páskum.“ Fjölmargir leggja
Hróknum og KALAK, vinafélagi
Grænlands og Íslands, lið við hátíð-
ina, meðal annars nokkur íslensk
stórfyrirtæki eins og Flugfélag
Íslands, Bónus, Brim og Mannvit.
Róbert er leiðangursstjóri og með
honum eru Hróksliðarnir Máni
Hrafnsson og Joey Chang. Auk þeirra
voru í undirbúningshópi leiðangurs-
ins Hrafn Jökulsson, Kristjana Guð-
mundsdóttir Motzfeldt og Jón Grét-
ar Magnússon. benediktboas@365.is
Snýst um meira en bara skák
Skákfélagið Hrókurinn er nú ellefta árið í röð í þorpinu Ittoqqortoormiit á Grænlandi. Hróksmenn fóru með yfir
100 páskaegg til barnanna enda slær bærinn í takt við Hrókshjartað, segir varaforseti félagsins og leiðangurstjóri.
Grunnskóli bæjarins, sem ber nafn landkönnuðarins Ejnars Mikkelsen, er miðstöð skákhátíðarinnar. Á fimmtudag tefldi Róbert Lagerman fjöltefli þar við börn og fullorðna. Mynd/HRókuRinn
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is
NáNast hvert eiNasta
barN mætir til leiks
uNdir kjörorðum
hróksiNs: með gleðiNa
að leiðarljósi.
róbert lagermaN, vara-
forseti hróksiNs
1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r18 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
helgin
1
5
-0
4
-2
0
1
7
0
2
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
A
-0
0
A
8
1
C
A
9
-F
F
6
C
1
C
A
9
-F
E
3
0
1
C
A
9
-F
C
F
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
8
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K