Fréttablaðið - 15.04.2017, Síða 32

Fréttablaðið - 15.04.2017, Síða 32
skyldan bjó þó lengst af í Kópavogi. „Íþróttir voru alltaf uppáhaldsfagið mitt í skóla. Ég æfði fótbolta í sjö ár, prófaði sund, handbolta og æfði íshokkí. En ég hef aldrei fundið fyrir jafn mikilli ástríðu fyrir neinu eins og því sem ég er að gera í dag.“ Sunna sat ekki auðum höndum eftir að dóttir hennar fæddist. „Hún var ekki nema sex vikna þegar ég fékk vinnu við barnagæslu á heilsu- ræktarstöð. Það hentaði vel enda fékk ég klukkutíma í mat sem ég gat nýtt til að fara í ræktina og fékk pössun á meðan.“ Síðar fór hún að vinna um helgar og á kvöldin sem barþjónn, dyravörður og leigubíl- stjóri en hún leysti af föður sinn sem var leigubílstjóri. „Í þessum störfum lenti ég stundum í aðstæðum þar sem mér var ógnað og upplifði van- mátt í því að kunna ekki að verja mig.“ Vinur Sunnu þjálfaði á þessum tíma muay thai og hvatti hana til að koma og æfa. „Ég átti lítinn pening á þessum tíma en hef alltaf prjónað mikið. Ég samdi því við hann að prjóna á hann lopapeysu í staðinn fyrir æfingagjöldin og endaði á að prjóna á kærustu hans og dóttur líka,“ segir Sunna brosandi. Hún féll algerlega fyrir íþróttinni og fékk fljótlega löngun til að fara út í keppni. Skokkaði inn í Mjölni Ári síðar hafði Sunna tekið sér frí úr muay thai og hugleiddi fram- haldið. Gunnar Nelson og MMA höfðu verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum og því var það einn daginn sem hún var úti að hlaupa á Mýrargötunni að hún hoppaði inn í Mjölni til að forvitnast. Hún endaði á að skrá sig í grunnnámskeið í brasilísku jiu-jitsu sem reyndist síðan vera eitt það skemmtilegasta sem hún hafði gert. „Maður kynntist svo mörgum og andinn í Mjölni var svo góður að ég vissi strax að ég væri velkomin.“ Sunna prófaði allt sem í boði var, víkingaþrek, kickbox og síðar ólympískt box. Hún fór fljótlega að keppa. „Ég hef aldrei verið hrædd við að keppa enda lít ég á það sem prófraun og áskorun á sjálfa mig.“ Í taílenskum æfingabúðum Sunna hafði hug á frekara námi og skráði sig á frumgreinabraut í Háskólanum í Reykjavík. „Ég missti pabba minn rétt fyrir skólabyrjun og byrjaði því heldur brösuglega í skólanum en með því að fá mér einkakennara í stærðfræði náði ég að klára tvær annir. Það einkenndi þó allan þennan tíma að Taíland og muay thai voru mér ofarlega í huga enda fjölluðu öll mín verkefni um draumaferð mína til Taílands að æfa þjóðaríþróttina með heima- mönnum.“ Það var svo ári eftir lát föður síns, í janúar 2013, að Sunna ákvað að láta drauminn rætast og skipulagði þriggja mánaða æfingaferð í Tiger Muay Thai æfingastöðina í Phuket sem átti eftir að breyta miklu fyrir hana. „Ég bjó í ódýru herbergi, sem var ekki upp á marga fiska, og í þokkabót staðsett í miðjum æfinga- búðunum þannig að ég vaknaði á morgnana við höggin í púðunum.“ Sunna vann sig fljótlega upp, byrj- aði í byrjendahópi, var sama dag send í miðlungshóp og nokkrum dögum síðar í framhaldshóp. „Þá var ég strax spurð hvort ég vildi keppa og fyrsti muay thai-bardaginn ákveðinn viku eftir að ég kom út.“ Sunna vann bardagann en endaði þó á spítala skömmu síðar, þó af allt öðrum ástæðum. Flugnanetið á herberginu hennar var með stórum götum og moskítóflugurnar höfðu greiðan aðgang inn. Sunna var því öll bitin, fékk sár um allan líkamann og sýkingu þannig að hún þurfti að komast undir læknishendur. Þar sem sárin voru svo slæm var henni meinað að æfa á stöðinni í heilan mánuð. „Ég þurfti því að læra með því að fylgjast með en stalst til að kýla í púða eftir lokun á kvöldin.“ Hún fékk leyfi til æfinga daginn fyrir fyrsta MMA bardaga sinn. „Ég vann þann bardaga í fyrstu lotu með uppáhalds hengingartaki Gunna Nelson,“ segir Sunna sem æfði eftir þetta með keppnishópi stöðvarinnar og fékk við það mikla keppnisreynslu utan stöðvarinnar og kom heim með belti eftir fjögurra mánaða veru úti, en hún fékk að framlengja dvölina um mánuð í stað tímans sem hún missti úr. „Þegar ég kom heim var tekið á móti mér í Mjölni með rauðri keppnispeysu og þar með var ég formlega komin inn í keppnislið Mjölnis. Það var einstök tilfinning.“ Andlega hliðin skiptir öllu Sunna segir mikilvægt að þjálfa hugann ekki síður en líkamann. Það lærði hún eftir fyrsta bardaga sinn eftir heimkomuna. „Það er fyrsti og eini bardaginn sem ég hef tapað en líka sá sem ég lærði mest af. Ég hafði kynnst manni í Taílandi sem hafði ekki góð áhrif á andlegu hliðina hjá mér. Ég sagði skilið við hann stuttu fyrir bardagann og var því ekki vel stemmd og það markaði frammi- stöðu mína. Þá fann ég hversu mikilvægt er að þjálfa hugann,“ segir Sunna sem stundar hugleiðslu daglega. Vill titilbardaga Leiðin inn í atvinnuheim MMA getur verið erfið og flestir þurfa að heyja nokkra atvinnubardaga áður en þeir komast að hjá bardagasam- bandi á borð við Invicta. Sunna náði að stytta sér leið með því að fara á Evrópumótið í blönduðum bardagalistum árið 2015 og vinna Evróputitil sem varð til þess að Invicta tók eftir henni og tók hana inn í sambandið. En hvert er framtíðarplanið? „Í lok þessa árs eða byrjun næsta langar mig að fá titilbardaga hjá Invicta og berjast um belti í mínum þyngdarflokki,“ svarar Sunna sem lætur ekkert stöðva sig enda með viðurnefnið Tsunami sem þýðir flóðbylgja. Sunna kom heim með belti að lokinni Taílandsdvölinni. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Segðu halló FRÍSKANDI LÍFRÆNT GOS FULLKOMNAR DAGINN www.wholeearthfoods.com Yfirfullt af náttúrulegum gæðum Frískandi bragð - No nonsense Fæst í heilsuvörubúðum og öllum helstu matvöruverslunum Segðu halló FRÍSKANDI LÍFRÆNT GOS FULLKOMNAR DAGINN www.wholeearthfoods.com Yfirfullt af náttúrulegum gæðum Frískandi bragð - No nonsense Fæst í heilsuvörubúðum og öllum helstu matvöruverslunum Mjölnir er eins og annað heim- ili Sunnu enda bæði aðstaðan og andinn á stöðinni til fyrirmyndar. Mynd/EyþÓR Mæðgurnar Sunna og Anna Rakel á góðri stundu. 2 KynnInGARBLAÐ FÓLK 1 5 . a p r Í l 2 0 1 7 L AU G A R dAG U R 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 9 -F B B 8 1 C A 9 -F A 7 C 1 C A 9 -F 9 4 0 1 C A 9 -F 8 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.