Fréttablaðið - 15.04.2017, Blaðsíða 34
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl
. 11–18
Opið laugardaga k
l. 11-15
Flottir toppar
Toppur á 6.900 kr.
- einn litur:
blátt/beige/ljósbrúnt
- stærð: 36 - 46
Toppur á 7.900 kr.
- 3 litir: olivugrænt,
svart, kremhvítt
- stærð: 36 - 46
Sumargjöfin fæst
í Safnbúðinni
Forvitnir ferðalangar, valkyrjur og víkingar
Mikið úrval af vönduðum miðalda- og
víkingabúningum og leikföngum.
Lærðu að binda hnúta 1.550 kr.
Sippuband 1.495 kr.
Origami
hundar og kettir
1.295 kr.
Tölvuúr með sterkri
pappírs-ól sem má
skreyta eftir eigin
höfði 1.495 kr.
Teygjubyssa með
10 mjúkum kúlum 2.495 kr.
Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · Sími 530 2203 · www.thjodminjasafn.is
Hverfisgata 15 · 101 Reykjavík · Sími 530 2210 · safnahusid.is
Njósnapenni 850 kr.
Eftir að hafa stundað nám í Bandaríkjunum og starfað þar um rúmlega tveggja áratuga
skeið sneri tónlistarmaðurinn Atli
Örvarsson aftur heim til Íslands
fyrir tæplega tveimur árum síðan.
Hann hefur komið sér vel fyrir í
sínum gamla heimabæ, Akureyri,
ásamt fjölskyldu sinni og sinnir þar
tónsmíðum fyrir vinsæla banda-
ríska sjónvarpsþætti og Hollywood-
kvikmyndir auk annarra verkefna.
Í lok mánaðarins mun hann halda
stórtónleika í Hofi á Akureyri þar
sem úrval bestu verka hans verða
flutt með Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands, kór og einsöngvurum.
Atli hóf nám í Berklee College of
Music í Boston í Bandaríkjunum
árið 1993. Þar tók hann m.a. áfanga
í kvikmyndatónlist sem heillaði
hann algjörlega upp úr skónum að
eigin sögn og lagði svolítið línurnar
fyrir líf hans þar eftir. Hann segist
ekki hafa ákveðið að setjast að í
Bandaríkjunum eftir útskrift en svo
ákvað hann að stefna í vesturátt og
reyna fyrir sér í Hollywood. „Á þeim
tíma þurfti maður svolítið mikið
bara að vera þar ef mann langaði til
að vinna í kvikmyndatónlist. Nú er
landslagið orðið allt annað og þetta
er orðinn miklu alþjóðlegri bransi.“
Árin fram undan voru við-
burðarík þar sem hann vann m.a.
með frægum tónsmiðum á borð
við Mike Post og Hans Zimmer og
kom að gerð tónlistar við kvik-
myndir á borð við Pirates of the
Caribbean, The Simpsons Movie
og The Holiday auk þriðju kvik-
myndarinnar um Stúart litla sem
var fyrsta stóra tækifærið hans. „Á
þessum tíma kynntist ég líka og
vann með mörgum frábærum kvik-
myndagerðarmönnum eins og Ron
Howard og Jim Brooks, aðalfram-
leiðanda Simpsons-þáttanna.“
Næg verkefni
Verkefnin eru næg um þessar
mundir hjá Atla. Þessa dagana er
hann að leggja lokahönd tónlist
við kvikmyndina The Hitman’s
Bodyguard með stórleikurunum
Ryan Reynolds og Samuel Jackson
í aðalhlutverkum. Svo tekur við
metnaðarfull íslensk teiknimynd
sem ber nafnið Lói, eða Ploey fyrir
alþjóðlegan markað. „Þetta er falleg
saga um lóuunga sem verður eftir
á Íslandi og þarf að lifa af veturinn
eftir að fjölskyldan flýgur til heitu
landanna. Myndin er frá sömu
framleiðendum og gerðu Þór –
Hetjur Valhallar og er nú þegar
búið að selja hana til tuga landa.
Svo má nefna að ég er með fjórar
sjónvarpsseríur í gangi á sjónvarps-
stöðinni NBC í Bandaríkjunum. Þær
heita Chicago Fire, Med, Justice og
Chicago P.D. og njóta gríðarlegra
vinsælda vestra þar sem meðaláhorf
á hvern þátt er á bilinu 6-10 millj-
ónir manns. Þættirnir eru sýndir
víða um heim, m.a. hér á Íslandi.“
Sjónræn upplifun
Stóra verkefni Atla þessa dagana er
þó undirbúningur stórtónleika með
eigin verkum sem verða haldnir í
Hofi á Akureyri, sunnudaginn 30.
apríl. „Þar ætla ég að leiða Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands, kór og ein-
söngvara í gegnum smá þverskurð
af kvikmynda- og sjónvarpstónlist
minni. Einnig verður flutt svíta úr
tónlistinni sem ég gerði fyrir kvik-
myndina Season of the Witch með
Nicolas Cage, á stórri kvikmynda-
tónlistarhátíð á Tenerife í septem-
ber. Það er greinilega mikill áhugi á
lifandi flutningi á kvikmyndatón-
list þessa dagana og ég held að oft
sé hún einu eða fyrstu kynni ungs
fólks af sinfónískri tónlist nú orðið.“
Hann segir að dagskráin verði
fjölbreytt. Í grunninn verði þetta
sinfónískir tónleikar en tón-
listin hafi blæ allt frá stórum kór
og hljómsveitarverkum yfir í
viðkvæma þjóðlagaskotna þætti
með viðkomu í rokki og dægurtón-
list. „Í raun held ég að allir muni
finna eitthvað við sitt hæfi enda
efni úr jafn fjölbreyttum áttum
og Chicago Fire, Hansel & Gretel:
Witch Hunters, Hrútum og Stúart
litla. Ég legg líka mikið upp úr
sjónrænu upplifuninni og munum
við sýna myndbrot tengd efninu,
grafík og ljós þannig að þetta er
svona einhvers staðar mitt á milli
klassískra tónleika og popptón-
leika, með sterku myndrænu ívafi.
Einnig mun ég frumflytja nýtt verk,
Lament for the Woods, sem er í
raun kafli af stærra verki sem ég er
með í smíðum. Það fjallar um lofts-
lagsbreytingar og neikvæð áhrif
mannsins á náttúruna og móður
jörð.“
Mikil gróska í tónlist
Eftir rúmlega tveggja áratuga búsetu
í Bandaríkjunum voru mikil við-
brigði að flytja aftur heim segir Atli.
„Stundum líður mér svolítið eins og
innflytjanda hér eftir að hafa búið
mest af mínum fullorðinsárum
erlendis. Við sjáum þó alls ekki
eftir þessari ákvörðun og njótum
þess sem við sækjumst í hér, sem er
friðurinn, kyrrðin og fjölskyldan.“
Þrátt fyrir langa búsetu erlendis
hefur Atli reynt að fylgjast með
íslensku tónlistarlífi þótt hann
viðurkenni fúslega að hann eigi
mjög margt eftir ólært. „Það verður
að segjast að gróskan í íslensku
tónlistarlífi er með ólíkindum og
ég er rosalega stoltur af því hvers
konar færiband af snilld er að koma
frá þessari fámennu þjóð. Það eitt
hlýtur að segja eitthvað um gæði
þessa samfélags og ég er líka mjög
glaður að sjá að ráðamenn þjóðar-
innar eru að byrja að átta sig á
mikilvægi greinarinnar.“
Gott að komast í
kyrrðina heima
Atli Örvarsson heldur stórtónleika í Hofi í lok apríl þar sem úrval verka hans
úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum verða flutt. MYND/AUÐUNN
Atli Örvarsson
bjó lengi í Banda-
ríkjunum þar sem
hann samdi tón-
list fyrir vinsæla
sjónvarpsþætti
og kvikmyndir.
Nú er fjölskyldan
búsett á Akureyri
og unir sér vel.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . A p r í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R
1
5
-0
4
-2
0
1
7
0
2
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
A
-4
5
C
8
1
C
A
A
-4
4
8
C
1
C
A
A
-4
3
5
0
1
C
A
A
-4
2
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
8
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K