Fréttablaðið - 15.04.2017, Side 47

Fréttablaðið - 15.04.2017, Side 47
Katla UNESCO Global Geopark Verkefnastjóri Katla jarðvangur/Katla UNESCO Global Geopark leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf verkefnastjóra sem vinni við hlið framkvæmdasstjóra að fjölbreyttum verkefnum jarðvangsins. Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu umhverfi þar sem sjálfstæði og frumkvæði í starfi er nauðsynlegt. Að baki Kötlu jarðvangi stendur stjórn og öflugt net fagaðila sem verkefnastjóri vinnur náið með í teymisvinnu. Helstu verkefni: • Markaðs- og kynningarmál jarðvangsins. • Gerð fræðsluefnis. • Innlend og erlend samskipti er tengjast jarðvanginum, m.a. við jarðvangsfyrirtæki. • Þátttaka í gerð rekstrar- og stjórnunaráætlana fyrir jarðvanginn. Hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi, en háskólapróf í jarðfræði eða landfræði er kostur. • Lipurð í mannlegum samskiptum. • Skipulagshæfni. • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi. • Reynsla af rekstri og nýsköpunarstarfi er æskileg. Jarðvangurinn nær yfir sveitarfélögin þrjú; Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp, og er gert ráð fyrir að starfstöð og búseta rekstrarstjórans verði í einhverju þessara sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir að um fullt starf sé að ræða og um launakjör fer eftir samkomulagi. Umsóknir, m.a. með upplýsingum um menntun og starfs- reynslu, berist formanni stjórnar jarðvangsins á netfangið sveitarstjori@vik.is eigi síðar en 2. maí 2017. Nánari upplýsingar veita Ásgeir Magnússon (sveitarstjori@vik.is, s. 487-1210) og Brynja Davíðsdóttir framkvæmdastjóri Kötlu jarðvangs (brynja@katlajardvangur.is, s. 844-7633), auk þess er bent á www.katlageopark.is. Vélskömmtun lyfja Lyfjaver óskar eftir að ráða traustan starfsmann til framtíðarstarfa við vélskömmtun lyfja. Viðkomandi þarf að vera heilsuhraustur, snyrtilegur, reglusamur, nákvæmur og samviskusamur og hafa hreint sakavottorð. Kostur ef viðkomandi hefur: - Reynslu af vinnu við lyfjaframleiðslu - Innsýn, áhuga og reynslu af vinnu skv. gæðaferlum - Góða almenna tækni- og tölvukunnáttu Æskilegt er að viðkomandi hafi náð a.m.k. 20 ára aldri og geti unnið yfirvinnu á álagstímum. Í boði er áhugavert starf í góðum starfsmannahópi hjá framsæknu og vaxandi fyrirtæki. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á alli@lyfjaver.is fyrir 24.apríl n.k. Rafvirki- tæknimaður Smith & Norland, Nóatúni 4, vill sem fyrst ráða tæknimann til starfa í þjónustudeild fyrirtækisins. Starfið felur í sér viðgerðir og þjónustu á heimilistækjum og öðrum rafbúnaði, afgreiðslu varahluta, símsvörun og ýmis önnur störf á þjónustuverkstæði okkar. Leitað er að röskum og sjálfstæðum einstaklingi, rafvirkja eða aðila með sambærilega menntun, sem vill takast á við áhugavert starf og hefur mikinn áhuga á þjónustu og mannlegum samskiptum. Um er að ræða gott framtíðarstarf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki á rafmagnssviði. Þeir sem áhuga hafa á þessu starfi eru beðnir að senda umsókn til Smith & Norland með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf fyrir 21. apríl. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, sminor.is, (undir flipanum UM OKKUR) eða á skrifstofu fyrirtækisins. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem algjört trúnaðarmál. Störf við nýsköpun og frumkvöðlastarf á Norðurlandi vestra 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A A -6 3 6 8 1 C A A -6 2 2 C 1 C A A -6 0 F 0 1 C A A -5 F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.