Fréttablaðið - 15.04.2017, Side 56

Fréttablaðið - 15.04.2017, Side 56
Margrét Þórhildur Dana-drottning heldur upp á 77 ára afmæli sitt á morgun. Hún er fædd 16. apríl 1940. Danir velta því nú fyrir sér hvort maður hennar, Hinrik prins, muni fagna með henni. Margrét er elsta dóttur Friðriks konungs en hún tók við krúnunni af honum í janúar 1972 eða fyrir 45 árum. Hinrik prins, sem er 82 ára, ákvað að fara á eftirlaun fyrir nokkrum árum og taka ekki frekari þátt í opinberum erindagjörðum. Hann nýtur sín best í sólarlöndum og dvelur mikið á Mallorca, Tenerife og í Frakklandi. Tekið var eftir því þegar belgísku konungshjónin, Philippe og Mathilde, komu í opinbera heimsókn til Danmerkur fyrir nokkrum vikum að Hinrik var hvergi sjáanlegur. Hann mun hafa verið á Tenerife á þeim tíma ásamt nokkrum nánum vinum, að því er netsíða sænska blaðsins Expressen greinir frá. Sumir hafa kallað hegðun prinsins vandræðalega fyrir hina konunglegu fjölskyldu. Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Hinrik er fjarstaddur gleðina í höll- inni. Þegar Margrét varð 75 ára fyrir tveimur árum hélt hún heilmikla veislu og bauð gestum víða að úr heiminum. Hinrik mætti hins vegar ekki mörgum til undrunar. Þá var talað um að prinsinn væri með flensu. Hins vegar náðist mynd af honum á sama tíma að njóta lífsins í Feneyjum. Hinrik hefur oft látið í ljós óánægju sína með að vera ekki kallaður kóngur. Honum finnst ekki nógu mikil virðing fólgin í því að vera danskur prins. Margir hafa velt því fyrir sér hvort einhverjir brestir séu í sambandi þeirra hjóna. Að minnsta kosti er hann mikið fjarri konungs- höllinni. Vinir hans segja að hann vilji ráða sér sjálfur og gera það sem hann langar til, nú á efri árum. „Hann gerir nákvæmlega það sama og margir aðrir ellilífeyrisþegar, að ferðast og hitta vini sína. Hinrik hefur lagt alla sína krafta í prinshlutverkið og hann á skilið að fá að taka lífinu aðeins rólega,“ segja vinir hans. Kýs sólina Einfaldar og góðar pönnukökur sem henta vel um hátíðir, til dæmis í sumar- bústaðnum. Með þessum pönnukökum er annað- hvort hægt að hafa sultu og bláber eða beikon, egg og hlynsíróp. Uppskriftin miðast við tvo. 1 vel þroskaður banani 2 egg 1 msk. smjör til steikingar Skerið bananann í bita og maukið hann síðan og stappið með gaffli. Hrærið eggin saman og og hrærið þau síðan saman við með bananamaukið. Bræðið smjör á pönnu og bakið litlar pönnukökur úr deiginu. Pönnukökurn- ar eiga að verða gullnar og fallegar á báðum hliðum. Deigið ætti að nægja í að minnsta kosti átta litlar pönnukökur. Bananapönnukökur Hvaða hæfileiki býr í hendinni þinni? er yfirskrift lista-smiðju sem haldin er í dag í Norræna húsinu. Smiðjan er hluti af sýningunni Interwoven og verður í umsjá Thelmu Bjarkar Jónsdóttur, meistaranema í listkennsludeild Listaháskóla Íslands. „Leggðu hönd þína á dúkinn og saumaðu hana út. Gefðu þér tíma og upplifðu flæði með nál í hönd. Engin ein aðferð er réttari en önnur og allt leyfilegt með nálina og þráðinn í höndum.“ Svo hljómar lýsing á smiðjunni á viðburðinum á Facebook. Þar segist Thelma einnig oft hafa spurt sig af hverju handverk sé henni svo kært og það „fléttað inn í allt sem ég geri í dag? Svarið er einfalt, það er þessi sterka tilfinn- ing sem blossar alltaf upp hjá mér þegar ég er að bródera. Tilfinningin sem tengist minningu sem hleður mig af vellíðan, hugarró og sterkri tengingu milli hugar og handar.“ Aðgangur er ókeypis. Smiðja í Norræna húsinu tt Opnunartímar yfir páska Laugardagur kl. 10-22 Páskadagur kl. 10-18 Annar í páskum kl. 10-22 Fermingin byrjar með bók! Tilboð 19.990 kr. Áður 24.990 kr. Tilboð 5.990 kr. Áður 7.299 kr. Tilboð 5.490 kr. Áður 7.290 kr. Tilboð 7.990 kr. Áður 10.490 kr. Tilboð 10.990 kr. Áður 12.990 kr. Tilboð 1.990 kr. Áður 5.690 kr. Tilboð 8.690 kr. Áður 11.190 kr. Tilboð 5.490 kr. Áður 7.990 kr. Tilboð 5.390 kr. Áður 14.590 kr. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . a p r í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A A -4 0 D 8 1 C A A -3 F 9 C 1 C A A -3 E 6 0 1 C A A -3 D 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.