Fréttablaðið - 15.04.2017, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 15.04.2017, Blaðsíða 72
SVEFNSÓFAR Glæsilegir og vandaðir svefnsófar frá Ítalíu Áttu von á gestum? Suðurlandsbraut 24 554 6969 lur.is Calia Svefnsófi Natalie Calia Horn-Svefnsófi Calia Tungu-svefnsófiCalia Svefnstóll VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN Vigdís,“ svarar björt og glaðleg rödd þegar hringt er í Stofnun Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum til þess að falast eftir viðmælanda. Það er Vigdís Finn- bogadóttir sjálf sem greip símann og þó svo hún sé til í að spjalla um heima og geima þá er hún fljót að vísa frá sér viðtalsbeiðni og segir að það eigi að vera Auður Hauksdóttir sem sé upphafskona að þessu ævin- týri, en Vigdísarstofnun  verður opnuð  formlega í nýju húsi þann 20. þessa mánaðar. Það er heldur ekki í kot vísað að spjalla við Auði sem hefur frá upphafi leitt stofnun- ina og hún segir að það sé ágætlega lýsandi fyrir stofnunina og það létta yfirbragð sem þar ríkir að frú Vigdís grípi af og til í símsvörun. „Það sem er svo dásamlegt við þetta verkefni er einmitt hvað það hefur myndast ótrúlega breið og góð samstaða um það og hversu margir sýna okkur velvild á ýmsan hátt. Það er algjört æði.“ Byrjaði í Japan Auður segir að upphaf þessa ævin- týris megi rekja til þess að hún hafi farið til Japans árið 2000 til þess að heimsækja dóttur sína sem þá var þar í námi. „Ég kom í háskóla þar og hitti fyrir japanska fræðimenn og það kom fyrir að þeir áttu það til að rugla saman Íslandi og Írlandi. Þeir leystu það yfirleitt með því að spyrja hvort það væri landið þaðan sem ljóshærði kvenforsetinn kæmi?“ segir Auður og hlær við til- hugsunina. „Mér fannst svo ótrú- legt að vera komin hinum megin á hnöttinn og að fólk setti þar Ísland á heimskortið út frá þessari konu en að við Íslendingar værum ekkert að gera með þetta sjálf eða að sýna ómetanlegu framlagi hennar þann sóma sem vert væri. Þetta vakti mig til umhugsunar og í framhaldinu fór ég á fund Páls Skúlasonar sem þá var rektor og ræddi hvort að Háskóli Íslands ætti ekki að taka að sér for- ystuna í þessu máli. Páll og allir koll- egar mínir hér innan tungumálanna tóku þessu strax ákaflega vel og við fórum að ræða þetta og fljótlega barst umræðan að hugðarefnum Vigdísar í bland við þessi viðbrögð í Japan. Áhugi og virðing Vigdís hafði komið oftar en einu sinni til Japans og í því samhengi áttuðum við okkur á því hvers vegna fólk mundi svo vel eftir henni. Hún hafði komið þangað til þess að vera við jarðarför Hirohitos og áttað sig á því, líklega ein fárra þjóðarleiðtoga, að sorgarliturinn í Japan er ljós klæðnaður sem hún auðvitað klæddist, ein  innan um alla hina dökkklæddu. Fyrir vikið vakti hún feykilega athygli og var í öllum fjölmiðlum og allir þekktu hana frá öllum hinum þjóðarleið- togunum. Við höfðum áður áttað okkur á því að ástæða þess að Vigdís náði svona góðu sambandi við t.d. Norðurlandaþjóðir að hún bjó yfir menningarlæsi. Hún lagði sig eftir tungumálunum, hún lagði sig eftir menningunni og nálgaðist þá sem hún heimsótti á þeirra forsendum. Hún var sannkallaður heimsborg- ari. Á þessu eigum við Íslendingar oft erfitt með að átta okkur. Að við séum ekki einvörðungu að segja öðrum hvers við erum megnug eða hvað menning okkar sé sérstök. Heldur einmitt að sýna öðrum virðingu og nálgast aðra á þeirra forsendum og af einlægum áhuga. Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Auður Hauksdóttir hefur allt frá hugmyndinni að Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumál- um leitt starf stofnunarinnar sem verður opnuð með formlegum hætti í nýju húsi á sumardaginn fyrsta. Auður Hauksdóttir segir að hugmyndina að Vigdísarstofnun megi rekja til ferðalags hennar til Japans um síðustu aldamót. FréttABlAðið/SteFÁn Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r menning 1 5 -0 4 -2 0 1 7 0 2 :5 7 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 9 -F B B 8 1 C A 9 -F A 7 C 1 C A 9 -F 9 4 0 1 C A 9 -F 8 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 1 4 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.