Fréttablaðið - 15.04.2017, Síða 84
Það er alltaf forvitnilegt og áhugavert að kynna sér merkilega atburði. Saga Pablos Escobar og mannanna sem áttu þátt í að binda enda á
veldi hans er löng og margslungin,“
segir Jóhannes Haukur Jóhannes-
son leikari en hann mun stjórna
umræðum í Hörpu um hættuleg-
asta eiturlyfjabarón heims, konung
kókaínsins, sjálfan Pablo Escobar.
„DEA“-fulltrúarnir Javier Pena
og Steve Murphy, mennirnir sem
felldu Pablo Escobar, mæta á svæðið
og ræða málið frá áhugaverðum
vinklum.
„Við fáum að kynnast raunveru-
legu lögreglumönnunum sem áttu
stóran þátt í að fella hann. Saga
þeirra Javiers og Steves er grund-
völlurinn að framvindu og sögu
Netflix-þáttaseríunnar Narcos sem
slegið hefur í gegn um allan heim,“
segir Jóhannes Haukur spenntur.
Það er óhætt að segja að nánast
allir eru spenntir og for-
vitnir að vita meira um
þetta mál.
„Við sem mann-
eskjur höfum
alltaf áhuga
á sögum um
f ó l k , e k k i
síst svo við
getum spegl-
að okkur í
þeim sjálf. Að
fá að kynnast
manni eins og
Pablo Escobar
í gegnum tutt-
ugu klukkustundir
af leiknu sjónvarpsefni
er afskaplega magnað,“ segir
Jóhannes Haukur og bætir við að
þetta veki svo margar spurningar
um mannlegt eðli.
Geta Íslendingar tengt við mál af
þessu tagi? „Hiklaust. Rétt eins og
með allt sammannlegt. Eðli manns-
ins er okkur ekki óviðkomandi
frekar en öðrum,“ segir Jóhannes.
Óhætt er að
segja að Javier
Pena og Steve
Murphy séu
algjörir sér-
fræðingar á
sínum svið-
um en árið
1 9 8 4 g e k k
Pena til liðs
við bandarísku
fíkniefnalögregl-
una þar sem hann
tók að sér verkefni í
Bogotá, höfuðborg Kól-
umbíu. Það var þá sem hann
og félagi hans, Steve Murphy, ákváðu
að þeir skyldu leggja Pablo Escobar
og Medellín fíkniefnahringinn að
velli. Í dag er hann talinn vera einn
helsti sérfræðingur heims í Medell-
ín-málinu. Á kvöldinu sjálfu mun
Jóhannes stjórna umræðum eftir að
þeir félagar hafa lokið erindi sínu.
„Gestir fá þarna einstakt tækifæri
til að spyrja þessa menn spjörunum
úr. Það er örugglega margt sem
brennur á fólki eftir áhorf á þætt-
ina. Ekki síst hvað varðar muninn
á raunverulegu atburðunum og því
sem kemur fram í þáttunum. Því
þótt þeir séu byggðir á raunverulegri
atburðarás þá er það þannig í svona
þáttum að það er alltaf eitthvert
listrænt frelsi tekið til að mynda
frásögn sem inniheldur dramatíska
boga sem henta forminu,“ segir
Jóhannes.
Undirbúningur fyrir kvöldið er
í hámarki og Jóhannes segist liggja
yfir þáttunum, ásamt því að lesa
sér til um söguna á bak við Pablo
Escobar.
„Ég hlakka orðið mikið til að hitta
þessa menn, alvöru hetjur. Sjálfur
hef ég fullt af spurningum handa
þeim og ég er viss um að íslenskir
áhorfendur hafa líka fullt af áhuga-
verðum spurningum. Ég bíð spennt-
ur eftir þessu kvöldi,“ segir Jóhannes
að lokum.
gudrunjona@frettabladid.is
Eðli mannsins er
engum óviðkomandi
Jóhannes Haukur Jóhannesson mun stýra umræðum um hættu-
legasta eiturlyfjabarón heims í Hörpu 13. maí. Javier Pena og Steve
Murphy, mennirnir sem felldu Pablo Escobar, mæta á svæðið.
Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson stjórnar umræðunum um Pablo Escobar. FrétabLaðið/anton
Hættulegasti eiturlyfjabarón heims,
Pablo Escobar. Mynd/gEtty
dEa-fulltrúarnir
Javier Pena og
Steve Murphy,
mennirnir sem
felldu Pablo
Escobar. Mynd/
gEtty
#enski365#PL
KAUPTU STAKAN LEIK:
Laugardagur 15. apríl
Bournemouth
11:20
Tottenham
Swansea
13:50
Watford
Man. City
16:20
Southampton
Sunnudagur 16. apríl
Arsenal
18:50
Middlesbrough
Liverpool
12:20
West Brom
Chelsea
15:00
Man. Utd
#TOTBOU
#WATSWA
#SOUMCI
#MIDARS
#SUNMUN
#MUNCHE
Mánudagur 17. apríl
365.ISSÍMI 1817
Upphitun kl. 14:30
1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r56 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð
1
5
-0
4
-2
0
1
7
0
2
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
A
A
-1
9
5
8
1
C
A
A
-1
8
1
C
1
C
A
A
-1
6
E
0
1
C
A
A
-1
5
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
8
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K