Fréttablaðið - 15.04.2017, Blaðsíða 86
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Í ár verður það garðvinna í bland við veislumáltíðir, skíði, sundferðir og almenna gleði. Við mæðgur skreytum líka páskagreinar og búum til hollara páskagóðgæti,“
segir matgæðingurinn Tobba Mar
inósdóttir sem gefur hugmyndir að
ferskri köku til prýðis í páskabröns
inn. „Fullkominn og ferskur endir á
páskabrönsinum er granateplaosta
kaka eða jafnvel sykurlaust döðlu
gott,“ leggur Tobba til sem er þekkt
fyrir dálæti sitt á eftirréttum.
Fyrr í vikunni kom út bók henn
ar, Náttúrulega sætt þar sem hún
gefur lesendum fjölda hugmynda
um eftirétti í hollari kantinum.
„Ég hef reynt að sameina ást mín á
eftirréttum og hollu mataræði með
merkilega góðum árangri. Ég ákvað
fyrir nokkrum árum að takmarka
sykurneyslu eftir fremsta megni og
það hefur gengið vel, að mínu mati
snýst það um að breyta um lífsstíl
til frambúðar og venja sig á „minna
sætan“ mat,“ segir Tobba.
„Jafnvel eldri menn og grjótharðir
viðskiptablaðamenn sem starfa
með mér hafa viðurkennt að þetta
„sykurlausa drasl“ sé bara helvíti
gott. Ég hef alla tíð haft gaman af
eldamennsku og er nánast alin upp
á eldhúsbekknum hjá mömmu sem
er listakokkur,“ segir Tobba.
Í dag á fólk það til að innbyrða
mikið magn af sykri og á þetta sér
staklega við um páskahátíðina.
Tobba bendir á að það sé ekkert
verra að fá sér góða og bragðgóða
eftirrétti, þar sem notað er sætu
efni í stað sykurs. Tveggja og hálfs
árs gömul dóttir Tobbu hefur alist
upp á náttúrulega sætu hnossgæti
og segir Tobba augljóst að matar
smekkur hennar hafi mótast af því.
„Ég hef hreinlega séð hana skila
dísætri smjörkremstertu og teygja
sig í hafraköku með rúsínum! Sjálf
finn ég að því lengur sem ég held
mig frá viðbættum sykri þeim mun
meira dregur úr sykurlönguninni
og mér duga náttúrulega sætir bitar
til að svala sætindaþörfinni,“ segir
hún.
Tobba fékk,vinkonu sína, Írisi
Ann Sigurðardóttur ljósmyndara og
veitingahúsaeiganda, til að aðstoða
sig við bókina.
„Hún var látin mynda og smakka
allt, svo er litla systir mín, Rebekka,
vegan týpa sem grandskoðar allt
sem hún setur ofan í sig svo hún
var sérlegur smakkari líka,“ segir
Tobba þakklát fyrir aðstoðina og
þau góðu viðbrögð sem bókin
hefur fengið.
gudrunjona@frettabladid.is
Ferskur endir á
páskabröns
Eflaust vilja margir reyna að sameina hollustu og sætindi um
páskana. Tobba Marinósdóttir gefur góða hugmynd að dýrindis
páskaköku, þar sem eingöngu er notast við náttúruleg sætuefni.
Tobbu er margt til lista lagt. MyND/ÍRIS
JaFnvel eldri menn
og grJótharðir
viðskiptablaðamenn sem
starFa með mér haFa viður-
kennt að þetta „sykur-
lausa drasl“ sé bara helvíti
gott.
Botn
300 g sykurlaust granóla
80 g mjúkt smjör eða kókosolía
7 ferskar döðlur, steinhreinsaðar
Setjið smjör eða olíu í matvinnslu
vél ásamt döðlunum og maukið
vel saman. Setjið því næst gran
ólað út í og notið púlshnappinn á
vélinni til að blanda saman, þá er
minni hætta á að granólað verði
of fínmalað. Bökuskelin/botninn
má vel vera nokkuð gróf. Þrýstið
svo deiginu niður í lausbotna
tertumót eða 24 cm sílíkonmót og
setjið í frysti á meðan fyllingin er
útbúin.
Granateplaostakaka. MyND/ÍRIS
Hindberja- og granateplafylling
500 g rjómaostur, beint úr kæli
1 banani, vel þroskaður
1 dl hindber – látin þiðna ef frosin
5 msk. hindberja- og granatepla-
sulta, sykurlaus (þessi franska í háu
krukkunum – má líka nota bara
sykurlausa hindberjasultu)
2 tsk. bláberja- eða aÇaiberjaduft
ef vill
Hrærið allt vel saman í hrærivél
uns fyllingin er orðin slétt. Hellið
í bökuskelina og látið stífna í kæli
í að minnsta kosti 2 klst. Skreytið
með ferskum berjum og granat
eplakjörnum.
granateplaostakaka
TAX
FREE
afsláttur af öllum
rúmum til páska*
LÁTTU DRAUMINN RÆTAST
ÞÚ FINNUR OKKUR
Í HOLTAGÖRÐUM
Á SMÁRATORGI
AKUREYRI OG ÍSAFIRÐI
Afgreiðslutími Rvk
Mánudaga til föstudaga kl. 10–18
Laugardaga kl. 11–17
Sunnudaga kl. 13–17 (Smáratorgi)
www.dorma.is
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
* Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti.
Gildir ekki af stillanlegum botnum eða ofan á
önnur tilboð t.d. fermingar tilboð. Að sjálfsögðu fær
ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátt urinn
er alfarið á kostnað Dorma.
Lýkur í dag
laugard.
15. april
Lokað í Dorma á páskadag
og annan í páskum
Fréttablaðið eykur þjónustu sína
við lesendur á landsbyggðinni.
Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á
eftirfarandi sölustöðum víðsvegar um landið:
1 5 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r58 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð
1
5
-0
4
-2
0
1
7
0
2
:5
7
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
A
A
-0
5
9
8
1
C
A
A
-0
4
5
C
1
C
A
A
-0
3
2
0
1
C
A
A
-0
1
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
8
s
_
1
4
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K