Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Síða 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Síða 8
eftir efnum og ástæðum, betri eða verri út aftur, allir hafa auðvitað gert „sitt besta“, kerfið býður ekki upp á frekara dekur. Nú búum við íslendingar við tiltölulega mikinn rúmafjölda og góða sérfræði- þjónustu miðað við nágrannaþjóðir okkar, hvað sjúkrahús varðar og dýrt er báknið, það fáum við að heyra ef gera á frekara kröfur. En getum við ef til vill nýtt þessa þjónustu betur, þannig að fleiri ættu möguleika á sjúkrahúsvist, og þyrftu ekki að bíða langtímum eftir nauðsynlegum aðgerðum. Því „allir skulu jú eiga kost á fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita.“18-6-1 gr Ein leið væri t. d. að koma upp eins- konar „sjúkra-hótelum" við hin stóru og vel búnu sjúkrahús. Þangað gætu sjúklingar flust þegar „akut“-meðferð væri lokið, og þeir færir um að bera meiri ábyrgð á sjálfum sér, þeir fengju tækifæri til að nýta eigin getu, hefðu visst frjálsræði, en fengju aðgang að þjónustu eftir þörfum. Þeir mættu í borðstofu til að matast, hefðu setustofu til að njóta félagsskapar við ættingja, þegar aðstandendur hefðu bestar að- stæður til heimsókna og lifðu að hluta til „sínu kerfisbundna" lífi. Þarna gæfist tækifæri til að þjóna frekar hinum vitrænu og fagurfræðilegu þörf- um, hlusta á tónlist, hella á könnuna eða hvað það nú er sem gefur lífinu gildi. Á svona „deild“ væri einnig hægt að leggja inn, til dæmis frá heilsugæslu- læknum, sem telja frekari athuganir nauðsynlegar, en þora varla að fara fram á sjúkrahúsvist fyrir viðkomandi, ef ekki er um „akut“ innlögn að ræða. Það eru ekki allir í þörf fyrir að leggjast í rúm, sem er hægt að stilla á ótal vegu, fá matinn upp að höku, vera nánast firrtir öllum hreyfimöguleikum og settir í algjörlega ótímabært sjúklingshlut- verk. Sumir koma jafnvel beint úr vinnu, til dæmis til rannsókna og er því mest um vert að fá aðgang að sérfræði- þjónustu og meðferðarmöguleikum þjónustudeildanna, oft líða dagar á milli rannsókna vegna ófullnægjandi afkasta- getu, eða það er beðið eftir vissum sér- fræðingi. Á svona deild þyrfti mun minni og ódýrari þjónustu og sjúklingar héldu sínum andlegu og líkamlegu kröftum ef til vill betur, þeir væru ábyrgari aðilar, héldu sinni persónulegu 6 HJÚKRUN a/»3 - 59. árgangur tilveru og „spítalíseruðust" minna. Það mætti einnig hugsa sér svona deildir sem millistig fyrir útskrift frá meira „akut" deildum. Það eru ekki lítil við- brigði fyrir fólk að koma úr þessu „sterila" sjúkrahúslífi og eiga að detta aftur inn í fyrra athafnamynstur og spurning hvaða áhrif það hefur oft á batahorfur. Á svona deild gæti um- hverfi allt verið heimilislegra og að- stæður til að komast í „takt við tilver- una“ aftur, eða detta ekki úr sambandi við hana, fyrir þá sem eru að koma til skammtímadvalar. Þarna gætu hjúkrun- arfræðingar og aðrir faghópar veitt fræðslu varðandi málefni hvers ein- staklings og þar ætti að gefast betri tími til undirbúnings fyrir heimferð og sam- vinnu við aðstandendur. Ekki þyrfti að vera um lakari þjónustu að ræða þótt hún væri mun viðaminni og ódýrari, því aðeins væri um það að ræða að sjúklingar fengju þá hjálp sem kæmi þeim að bestum notum en ekki væri troðið upp á þá tækjakosti og um- hverfi sem þeir væru ekki í þörf fyrir. Tökum til dæmis sjúklinga sem koma inn í visst eftirlit og lenda á stofu með fárveikum sjúklingi og geta ekki sofið vegna trullana; fá sterk svefnlyf, sem ef til vill væri hægt að vera án, geta jafnvel verið útsettir fyrir smiti og eru sjálfir með skert mótstöðuafl, andlega og Iík- amlega. Ég tel að þeir gætu fengið betri þjónustu við fyrrnefndar aðstæður. Við skulum ekki gleyma því að þetta fólk er útskrifað í mjög misjafnar að- stæður og þar höfum við takmarkaða möguleika á að grípa inn í, en við gæt- um ef til vill undirbúið það betur til að tryggja sem bestan mögulegan árangur. Það útskrifaðist í vissri sátt við ástand sitt, tilbúið að takast á við tilveruna og fært um að ná sem bestu jafnvægi á vogarstöng lífsins á ný. Efni þetta var valið sem verkefni í frarn- haldsnámi í geðhjúkrun við Nýja hjúkr- unarskólann. HEIMILDARIT 1 Arinbjörn Kolbeinsson: Ábyrgð tœkna. Læknaneminn, 25. árg. 2. tbl. 1972. 2 Causins, Norman: Anatomy of an lllness. Bantam Books, New York. 3 Ennis. Bruce; Siegel, Loren: The Rights of Mental Patients. Avon Books, New York. 4 Jón Steffensen: Ákvœdi Grágásar um geð- veika. Læknaneminn, ápríl 1976. 5 Jónatan Þórmundsson: Líknardráp. Sér- prentun úr Úlfljóti, 3. tbl. '76. 6 Jónatan Þórmundsson: Dauðinn í Ijósi réttarins. Læknaneminn. 3.-4. tölubl. 1981. 7 Mitchell, Pamela: Grunnleggende Syke- pleie 2. Boktrykkeri, Kragero 1975. 8 Murry, Berkmann Ruth; Zentner, Proctor Judith: Nursing Concepts for Health Promotion. Second Edition. Prentice- Hall, Engelwoodskliffs, N. J. 07632. 9 Páll V. G. Kolka: Úr myndabók læknis. Setberg, 1964. 10 Páll Skúlason: Siðvísindi og tœknisfrœði. 11 Ronald, Yezzi: Medical Ethics. Holt, Rinehart and Winston, USA '80. 12 Rosenkvist, Inger: Vi Itar brug for kritik. Sygeplejersken, 14. tbl. 1980. 13 Siðamál lækna. L fylgirit Lceknablaðsins. Gefið út í tilefni af læknaþingi '77. 14 Sklar, Corinne: Patients' Advocale. The Canadian Nurse, June, 1970. 15 Svendsen, Torgeir: Taushetsloftet og behovet for noen á betro seg til. Sykepleien ma. 8. maí 1980. 16 Þór Vilhjálmsson: Ábyrgð lœkna. Lækna- neminn, 25. árg., 2. tbl. 1972. 17 Þórunn Pálsdóttir: Réttur sjúklinga. Þýtt og endursagt úr: Basic Psychiatric Concept in Nursing. Hjúkrun 1. tbl. mars 1978. 18 Lög og reglugerðir: A. Einkamálaréttur. Islenska lagasafnið 1973. B. Human Rights: Levin, Leah, útg. The Unesco Press, 1981. C. Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 57., 19. D. Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjódanna, útg. Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.