Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Síða 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Síða 13
• að um 30% lækkun hefur orðið á skráðri tíðni kynsjúkdóma frá árinu 1979, aðallega meðal yngri en 20 ára. • að tíðni reykinga meðal grunnskóla- barna hefur minnkað um 30% á und- anförnum árum. I samvinnu við fræðslunefndir nemafé- laga í skólum heilbrigðisstétta þ. e. Hjúkrunarskóla íslands, Námsbraut í hjúkrun við Háskóla íslands, Lækna- deild Háskóla íslands og námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands, er unnið að gerð fræðsluefnis um notkun getnaðarvarna, matarœði, líkamsrœkt, heimaslys o. fl. Þegar hefur verið unnið kennsluefni um varnir gegn kynsjúk- dómum og um umferðarslys. I febrúar 1983 voru skólar heimsóttir á Reykja- víkursvæði og í dreifbýli í mars eins og hér segir: Grunnskólar: II ára bekkir. Efni: Mataræði og líkamsbeiting. Flytjendur: 30 nemar úr HSÍ og 20 nemar úr námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands. Grunnskólar: 9. bekkur í grunnskóla. Efni: Getnaðarvarnir, heimaslys. Flytjendur: 20 nemar úr námsbraut í hjúkrun við Háskóla íslands. Framhaldsskólar: I. bekkir á Reykjavíkursvæði og eldri bekkir í dreyfbýli. Efni: Varnir gegn kynsjúkdómum. Flytjendur: Læknanemar á 5 ári, fjöldi 10-20. Heilsugæslustöðvar í dreyfbýli: Heilsugæslulæknar munu annast fræðslufundi um umferðarslys í sam- vinnu við skólahjúkrunarfræðinga. Hjá embættinu hefur verið unnið að gerð fræðslubæklinga og fylgirita um eftirfarandi efni: • Heilsuvernd og lækning • Fræðslubæklingar um getnaðarvarn- ir/kynsjúkdóma • Mataræði skólabarna í Reykjavík 1979 • Umferðarslys og öryggisbelti • Bílbelti • Afengi, tóbak, lyf og ólögleg vímu- efni • Um heimaslys. Könnun á slysum (slysavöldum) meðal 7565 barna í Reykjavík (í handriti) • Eftir 5 ár. Um afleiðingar slysa - út- tekt á afleiðingum slysa meðal þeirra er voru innlagðir á Borgarspítalann 1975 (B. Torfason) • Um leit að brjóstkrabbameini (í vinnslu) • Um mæðravernd og nýburaþjónustu (í handriti) • Reglur um ungbarnaskoðanir (í vinnslu) • Líkamsrækt (í vinnslu) • Nánari athugun á vélhjólaslysum (verið að vinna að úttekt) Frá landlæknisembœttinu Læknisskoðun og rannsóknir á ættleiddum börnum erlendis frá Inngangur____________________________ Vegna þess hve erfitt er að fá að ætt- leiða íslensk börn, hefur færst í vöxt að börn séu ættleidd erlendis frá, einkum frá löndum utan Evrópu. í sumum þess- ara landa eru heilbrigðishættir með öðru móti en hér og eru þar algengir ýmsir sjúkdómar, sem vart þekkjast hér, eins og t. d. lungnaberklar og næringar- skortur. Auk þess bera flest börnin parasita, sem oft eru meinlausir og auð- velt er við að eiga, en sem geta þó reynst erfíðir viðureignar. Ekki má heldur gleyma að þau geta borið með sér smitnæma sjúkdóma og er í því sam- bandi vert að benda á að læknisvottorð sem fylgja börnunum að utan, fullnægja oft ekki þeim kröfum, sem gerðar eru hér á landi. Af þessu má ljóst vera mikilvægi þess að börnin gangist þegar við komuna til landsins undir læknisskoðun, svo að gerðar séu þær rannsóknir, sem nauð- synlegar hljóta að teljast og gefin við- eigandi meðferð, ef þörf krefur. Æski- legt er að öll börnin séu rannsökuð á sama stað. Gert er ráð fyrir að Barna- spítali Hringsins, Landspítalanum ann- ist þessa rannsókn. Tilkynna ber þeim, sem ætla að ættleiða börnin erlendis frá að börnin skuli rannsaka þegar við komu til landsins svo og hvert þeim ber að snúa sér. Lœknisskoðun og rannsóknir 1. Somatisk skoðun þar sem athugað er almennt ástand barnsins, það vegið og mælt, athugað næringar- ástand, psychomotoriskur þroski, möguleg sýkingareinkenni, útbrot, sár á húð, bólga í augum og eyrum, mögulegir vanskapnaðir, miltis- lifrar- og eitlastækkanir. 2. Saursýni í bakteríuræktun x 2-3 m.t.t. salmonella, shigella, camp. bakt., pathog. coli. 3. Saursýni í smásjárskoðun x 2, para- sitar, egg. 4. Bakteríuræktun frá nefkoki, þvagi, útferð, sár á húð, augum svo sem þurfa þykir. 5. Blóðst. Hb, Hct, hvít blk.+deili- talning, sökk, reticulocytar, tot. protein, calcium, phosphor og c reatinin. 6. Lifrarstatus (bilirubin, S-ASAT, S- G GT, S-Alk. fosf., S-LD). 7. Lues-serologi, HBsAg. 8. Þvag: Almenn skoðun+smásjár- skoðun. 9. Rtg. Lungu, beinaaldur. 10. Berklapróf. 11. PKU, Tsh. 12. Ath. á bólusetningum. Kjörforeldrum skal bent á að hafa sam- band við læknaritara Bamaspítalans til að fá frekari upplýsingar og panta tíma fyrir skoðun. Landlœknir HJÚKRUN */m - 59. árgangur 11

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.