Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Qupperneq 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Qupperneq 14
Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Hvað er framundan í kjarabaráttunni? Nú er um ár liðið frá því að HFÍ stóð í mikilli og strangri kjarabaráttu og í raun aðeins fáeinir mánuðir frá því endan- legum samningum var lokið. Og enn á ný eru nýjir samningar framundan. Undirbúningsvinna fýrir gerð nýrra samninga hefur verið mismunandi frá ári til árs, frá því ég kom inn í kjara- málanefndina. Oft hefur því verið þannig háttað að kjaramálanefndin hefur smaieiginlega stjóm HFÍ og gert tillögur til kröfugerðar bæði í aðal- og sérkjarasamningi, sem síðan hafa verið bornar upp, ræddar og samþykktar á félagsfundi innan HFÍ. En þar hafa fél- agsmenn haft möguleika á að koma sín- um tillögum á framfæri. Með það vega- nesti er haldið á samningafundi BSRB, þar sem kröfugerð fyrir aðalkjarasamn- ing er samin. Oft reynist erfitt að koma sínum tillögum á framfæri, því þar sitja fulltrúar margra og ólíkra hópa með mismunandi þarfir. En það er ekki þar með sagt að okkur verði ekkert ágengt í þeim efnum. Við gerð sérkjarasamnings gegnir öðru máli, en þá semjum við ein og sér og erum einráð um kröfugerðina. Fyrir „uppreisnarsamningana" sem gerðir voru í maí fyrir ári síðan var hafður annar háttur á. Ári fyrir samn- inga var haldinn tjölmennur félagsfund- ur hjá Reykjavíkurdeild HFÍ, þar sem félagsmenn unnu í hópum og ræddu hvernig standa ætti að næstu samningu, og skilaði hver hópur skriflegu áliti. Einnig skrifaði kjaramálanefndin til allra svæðis- og sérgreinadeilda innan félagsins og óskaði eftir tillögum. Allir aðilar brugðust skjótt og vel við og sendu tillögur til kjaramálanefndarinn- ar, sem síðan fór yfir þær og reyndi eftir bestu getu að koma sem flestum tillög- um inn í kröfugerðina. En hún var síðan endanlega frágengin og samþykkt á fé- lagsfundi HFÍ. Á fulltrúafundi HFÍ í maí sl. flutti Sigríður Guðmundsdótt- ir framsögu um kjaramál. Eins og kunnugt er hafa síðan orðið miklar breytingar í þjóðfélaginu með bráða- birgðalögum um efnahagsað- gerðir, afnám samninga, skertar verðbœtur o.fl. sem ný ríkisstjórn setti í lok maí sl. Ríkisstjórnin hefur bannað með lögum að nokkrar verð- bœtur á laun verði greiddar frá 1. október til 1. júní 1985. 7. júní sl. samþykkti stjórn og samninganefnd BSRB að segja upp kjarasamningum, sem gilda til 30. september nk. og mótmælti jafnframt harð- lega afnámi samningsréttar fram til 1. febrúar 1984 og skerðingu hans til 1. júní 1985. Eftirleikinn þekkja allir. En nú er það spurningn hvaða skref verður tekið næst? Hverjar eiga kröf- urnar að vera og hvernig á að undirbúa kjarabaráttuna á næsta hausti og næst- komandi árum? Mér er það Ijóst að kjarabaráttan á n. k. 12 HJÚKRUN ’/u - 59. árgangur hausti verður erfið fýrir hjúkrunarfræð- inga og ekki má búast við neinum um- talsverðum árangri í þetta sinn. Reynsl- an gegnum árin hefur sýnt að ef einn hópur hefur fengið verulegar kaup- hækkanir umfram aðra hópa er hann látinn „sitja eftir" á næstu árum. En hvað setjum við á oddinn í haust? í síðustu sérkjarasamningi fengum við verulegar launaflokkshækkanir enda lögðum við þá áhersluna á þær fyrst og fremst. Ég held að við ættum nú að leggja áherslu á einhver önnur atriði eða réttindi. Mín skoðun er sú að langur kröfulisti muni ekki verða árangursríkur að þessu sinni en í hans stað ættum við að leggja áherslu á örfá atriði. Ég ætla að varpa hér fram nokkrum hugmyndum fólki til umhugsunar og umræðu. En sum þessarra atriða voru í kröfugerð okkar fyrir síðustu sérkjara- samninga. Fryst er að nefna aukið námsleyfi. Hjúkrunarfræðingar fara nú í sí auknum mæli í framhaldsnám, sem eru launalaus. í dag verða hjúkrunar- fræðingar að vinna í 5 ár til að fá 3 mán. námsleyfi en möguleiki er á styttra námsleyfi á fyrstu 5 starfsárunum áður en viðkomandi hefur aflað sér full rétt- indi. Því er mikilvægt að námsleyfið verði lengt, fyrnist ekki, og hægt verði að safna saman a. m. k. tveimur tíma- bilum. I öðru lagi má nefna að fá greidda yfir- vinnutíma fyrir kennsluskyldu. En í því sambandi má geta þess að það er til for- dæmi fyrir því að greiða aukalega fyrir kennslu til nema hjá sjúkraþjálfurum. Þeir sjúkraþjálfarar sem hafa nema í sinni umsjá taka laun einum launaflokki hærra en þeir sem ekki sinna kennslu. Eins og við vitum öll fer mikill tími hjá hjúkrunarfræðingum á degi hverjum til kennslu nemenda á deildum.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.