Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 20

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 20
HFI heldur fundi þegar þurfa þykir. um hin ýmsu málefni Erlend samskipti Islenskir til: Erlendir frá: Danmerkur 6 Danmörku 1 Noregs 12 Svíþjóð 3 Skotlandi 2 írlandi 1 Þýskalandi 3 USA 3 Nýja Sjálandi 1 Belgíu 1 Einn hjúkrunarfræðingur fór í námsferð til Danmerkur og Svíþjóðar og kynnti sér háls- nef- og éyrnadeildir. Tveir fóru til Svíþjóðar og kynntu sér gjörgæslu og hjúkrun á bækl- unarlækningadeildum Níu hjúkrunarfræðingar eru við framhalds- nám erlendis á Norðurlöndum og í Banda- ríkjunum. Þrír sænskir heilsuverndarhjúkrunarfræð- ingar komu hingað í námsferð í ágústlok. Nemendahópur frá Noregi var hér í náms- ferð í maílok. Fararstjóri var Kjell Henrik Henriksen. Móttakan og öll fyrirgreiðsla var skipulögð af skólastjóra Nýja hjúkrunar- skólans, Maríu Pétursdóttur. í lok nóvember gekkst SSN fyrir ráðstefnu um stöðu heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Ráðstefnan var haldin á ráðstefnusetri norska hjúkrunarfélagsins, Váttre. Sóttu hana 6 heilsuverndarhjúkrunarfræðingar. Ferðin var fjármögnuð af HFÍ, þátttakend- um sjálfum og starfsmenntunarsjóðum ríkis- ins og Reykjavíkurborgar. Frá ráðstefnunni er sagt í 1. tbl. HJÚKR- UNAR 1983. í ágúst 1982 var haldin 3. ráðstefna vinnu- hóps sem fjallar um hjúkrunarrannsóknir í Evrópu WENR. Ráðstefnan var haldin í Uppsölum í Svíþjóð. Fulltrúi HFI var fræðslustjóri félagsins María Finnsdóttir. Frá ráðstefnunni er sagt í 4. tbl. HJÚKR- UNAR 1982. ICN Enginn hjúkrunarfræðingur sótti um 3-M Nursing styrkinn, sem auglýstur er árlega af ICN. Þar er um þrjá styrki að ræða, hvorn að upphæð US$ 7.500.00 Hvert aðildarfélag International Council of Nurses hefur rétt á að senda eina umsókn. Styrkirnir eru veittir af fyrirtækinu Minnesota Mining and Manu- facturing Company, Bandaríkjunum. Árgjald til ICN er 2.20 svissneskir frankar á hvern starfandi félaga HFÍ. SSN Fulltrúafundur SSN var haldinn í Finnlandi í september 1982. Fundinn sóttu 5 fulltrúar HFÍ ásamt ritstjóra HJÚKRUNAR og tveim fulltrúum HNFÍ. Aðalefni fundarins 18 HJÚKRUN a/u - 59. árgangur var Markmið heilbrigðisþjónustu. Frá fund- inum er sagt í 4. tbl. HJÚKRUNAR 1982. Árgjald til SSN er 3.50 norskar krónur á hvern starfandi félaga HFÍ. Ráðstefnur - fundir - innanlunds Bæjarstarfsmannaráðstefnu, sem haldin var 9. og 10. september 1982 sátu Svanlaug Árnadóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir og Jóna Guðmundsdóttir. Svanlaug Árnadóttir var fulltrúi í bæjarstarfsmannaráði BSRB en á ráðstefnunni var Sigþrúður Ingimundar- dóttir kosin í hennar stað. 32. þing BSRB, sem haldið var 4.-5. júní sátu 13 hjúkrunarfræðingar. Frá þinginu er sagt í Ásgarði og 3. tbl. HÚKRUNAR 1982. Deild heilsugæsluhjúkrunarfræðinga innan HFI stóð fyrir ráðstefnu sem bar heitið: „Síðasti áfanginn, gerum hann bestan". Ráðstefnuna sóttu fjöldi hjúkrunarfræðinga. Var hún haldin 23. október 1982. Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna stofnuðu nefnd vegna hernaðarleik- fanga, til að hvetja almenning til að kaupa ekki slík leikföng, með von um að sala hern- aðarleikfanga verði bönnuð í landinu. Full- trúi HFI í nefndinni var Jóna Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Ráðstefnu Vinnueftirlits ríkisins um vinnu- vernd, sem haldin var 11. og 12. nóvember 1982 sóttu Ástríður Tynes og Aldís Frið- riksdóttir. Ráðstefnan „Ellin og undirbúningur henn- ar" var haldin 3. september af stjórnskipaðir nefnd á ári aldraðra. 5 hjúkrunarfræðingar sóttu ráðstefnuna. Námsstefnu „öldrunarráðs íslands" 2. október 1982 sóttu fjöldi hjúkrunarfræðinga sem starfa í öldrunarþjónustu Ráðstefnu Reykjavíkurdeildar HFÍ um fag- og félagslega stöðu hjúkrunarfræðinga í HFI sóttu hátt á annað hundrað hjúkrunarfræð- inga. Ráðstefnan var haldin á Hótel Loft- leiðum 4. og 5. mars 1983. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna Að venju voru haldnir fjórir stjórnarfundir á árinu. Á lífeyri eru 105 hjúkrunartræðingar. Veitt voru lán til 89 félaga að upphæð 11 millj. 518 þúsund krónur. Auk þess skulda- bréfakaup af ríkissjóði (þ. e. lán til ríkis- sjóðs) kr. 5 millj. 400.622.00. Sjóðstaða 21. febrúar 1983 er kr. 10 millj. 047.121.00. 22. febrúar 1983 hækka lán til íbúðakaupa úr kr. 150 þúsund í kr. 200 þúsund. Árið 1982 er stjórn sjóðsins þannig skipuð: Jón Thors deildarstjóri í fjármálaráðuneyti, formaður, Svanlaug Árnadóttir fltr. HFÍ til I. september, en þá tók Sigþrúður Ingi- mundardóttir við, Ólafur Ólafsson, land- læknir. Lög og reglugerðir Breyting á „Lögum um heilbrigðisþjónustu" var samþykkt á Alþingi þann 25. mars 1983. Félagið fékk frumvarpið til umsagnar, var geysimikil vinna lögð í tillögur þær er félagið lét fara frá sér. I frumvarpinu í 9. gr. var gert ráð fyrir að sjúkraliði geti gegnt störfum á heilsugæslu- stöð og tekið laun úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðun ráðherra. I meðhöndlun þingsins var þessu breytt þannig að heimiit væri að greiða sjúkraliða laun úr ríkissjóði ef ekki fengist hjúkrunar- fræðingur/ljósmóðir til starfa. Þessu vildi félagið ekki una og með miklum átökum tókst að ná þessu ákvæði út. Sú breyting var gerð að Heilbrigðisráð fs- lands er lagt niður en í stað þess er gert ráð fyrir að haldin séu heilbrigðisþing eigi sjaldnar en 4. hvert ár. HFl lagðist eindregið gegn þessari breyt- ingu. Lög um málefni aldraðra voru samþykkt frá Alþingi 31. desember 1982. — 2. gr. lag- anna hljóðar svo: „Yfirstjórn öldrunarmála annast heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Öldrunarmálefni skulu vera undir stjórn sérstaks deildar- stjóra". Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur sótti um deildarstjórastöðuna þegar hún var auglýst. HFI sendi ráðherra bréf 12. apríl 1983 og mælir með Vilborgu í stöðuna vegna sérþekkingar hennar. en hún lýkur masterprófi í Public Health með áherslu á heilsugæslu aldraðra frá Nordiska hálso- várdshögskolan i Gautaborg nú í vor. Öðr- um var veitt staðan. Þann 19. apríl 1983 fékk félagið til umsagn- ar drög að frumvarpi um tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir. Ýmis mál Könnun sú sem Hjúkrunarfélag fslands stendur að ásamt Þórólfi Þórlindssyni próf- essor, um skort á hjúkrunarfræðingum, var send út 8. apríl sl. Úrtakið nam 500 hjúkr- unarfræðingum. Upphaflega var frá þessari könnun skýrt í Fréttablaði nr. 17, október 1981. Fæðingahríðir þessarar könnunar hafa verið erfiðar, þótt margir hafi lagst á eitt innan félagsins, að gera þær léttbærari. Ég held að ég halli á engan þótt nafn önnu Sigríðar Indriðadóttur sé nefnt í því sam- bandi. 31. mars 1983 var öllum hjúkrunarforstjór- um sent bréf og þeir beðnir að gera grein fyrir hve margar stöður hjúkrunarfræðinga eru við stofnunina og hve margar séu setnar. Er þetta í framhaldi af samþykkt fulltrúa- fundar 1982 um könnun á hjúkrunarþörf- inni í landinu, einnig liður í því að HFÍ komi á fót neyðarþjónustu, en í því sambandi

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.