Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Side 27
stjóri, formaður. Haraldur Ólafsson dósent,
Sigurður S. Magnússon prófessor, Sigurður
B. Þorsteinsson læknir. Marga Thome dós-
ent, Guðrún Marteinsdóttir lektor, Ingibjörg
Sigmundsdóttir Iektor, Hrafn Óli Sigurðsson
stúdent, Hildur Helgadóttir, Sigríður Jóns-
dóttir.
Skólanefnd Röntgentœknaskóla Islands:
Ingibjörg R. Magnúsdóttir formaður. Jó-
hannes Pálmason framkvæmdastjóri, Jón L.
Sigurðsson röntgenlæknir. Guðlaugur Ein-
arsson röntgentæknir og 1 fulltrúi nemenda.
Heilbrigðisráð íslands:
Ólafur Ólafsson landlæknir, formaður. Þor-
geir Gestsson læknir, Hólmfríður Stefáns-
dóttir, hjúkrunarfræðingur. Brynjólfur
Sandholt dýralæknir. Arinbjörn Kolbeins-
son læknir, María Pétursdóttir skólastjóri,
Magnús R. Gíslason tannlæknir, Alfreð
Gíslason læknir. Snorri Páll Snorrason yfir-
læknir, Sigurlín Gunnarsdóttir hjúkrunar-
forstjóri, fltr. HFÍ, Hjálmar Vilhjálmsson
fyrrv. ráðuneytisstjóri. Víkindur Arnórsson
yfirlæknir.
Heilbrigðisráð íslands var lagt niður sbr.
Lög um heilbrigðisþjónustu frá 25. mars
1983.
Hjúkrunarráð:
Ingibjörg R. Magnúsdóttir, fltr. heilbrigðis-
málaráðuneytis, formaður, Björn Júlíusson
læknir, fltr. menntamálaráðuneytis, Ingi-
hjörg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, tltr. HFÍ.
Frá 1. janúar 1983 urðu þær breytingar í
ráðinu að Sigþrúður Ingimundardóttir, for-
tnaður HFÍ tók við af Ingibjörgu S. Guð-
mundsdóttur og Marga Thome, dósent kom
í stað Björns Júlíussonar.
HFÍ er aðili að eftirtöldum félögum:
Alþjóðasambandi hjúkrunarfræðinga (Int-
ernational Council of Nurses).
Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlönd-
um (SSN)
Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja
(BSRB).
Samtökum heilbrigðisstétta.
Landssambandinu gegn áfengisbölinu.
Sigþrúður lngimundardóttir,
Ingibjörg Gunnarsdóttir
Kjaramálanefnd HFÍ
A síðasta starfsári sat kjaramálanefnd 39
samningafundi auk annarra funda til undir-
búnings kröfugerðar o. fl.
Stærsta viðfangsefni nefndarinnar voru
samningar í kjölfar uppsagna hjúkrunar-
fræðinga á landinu. Þar eð samningar voru
ekki lausir og hjúkrunarfræðingar sættu sig
ekki við úrskurð kjaradóms sögðu þeir upp
störfum sínum til að knýja á um betri samn-
inga og kröfðust nýs sérkjarasamnings á
miðju samningstímabili. Þáverandi kjara-
ráð, þær Sigurveig Sigurðardóttir, Val-
gerður Jónsdóttir og Sigríður Guðmunds-
dóttir, sátu samningafundi en vegna að-
stöðunnar þótti rétt að fá fulltrúa frá
„stóru" sjúkrahúsunum í Reykjavík og sátu
þær Anna Stefánsdóttir, Landspítala, Anna
Sigr. Indriðadóttir, Borgarspítala, og
Bryndís Konráðsdóttir, Landakoti, auk þá-
verandi formanni, Svanlaugu Árnadóttur,
alla fundi.
Að morgni 22. maí 1982 var síðan undirrit-
aður sérkjarasamningur, sem gilda átti frá
byrjun næsta samningstíma, þ. e. 1. ágúst
1982, með nokkrum atriðum, sem tóku
gildi strax við undirritun samnings. En þá
höfðu hjúkrunarfræðingar á ríkisspítölum
og Landakoti verið frá vinnu í eina viku.
Undirbúningur fyrir aðalkjarasamning
BSRB og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis-
ins hófst snemma sumars. Viðræður við
ríkisvaldið hófust síðan í ágústmánuði.
Samninganefnd BSRB kaus 8 manna við-
ræðunefnd við ríkisvaldið og átti HFÍ einn
fulltrúa, Guðrúnu Thorstensen. Undirritun
aðalkjarasamnings fór síðan fram 3/9 1982
og gildir hann til 30/9 1983.
Endanlegur frágangur sérkjarasamnings
var síðan undirritaður 10. janúar 1983.
Samhljóða aðal- og sérkjarasamningur var
gerður við Reykjavíkurborg.
Gerðir hafa verið samningar í Keflavík,
Selfossi, Sauðárkróki og Akureyri og sáu
hjúkrunarfræðingar á þessum stöðum um
samningana en höfðu samráð við stjórn
HFÍ og fulltrúa kjaramálanefndar.
Miklar umbreytingar hafa verið á manna-
skipan kjaramálanefndar á sl. starfsári. Á
fulltrúafundi '82 voru Ragnhildur Jóhanns-
dóttir og Kolbrún Ágústsdóttir kosnar í
nefndina. Ragnhildur forfallaðist og varð
að segja sig úr nefndinni.
í júní sl. sögðu þær Valgerður Jónsdóttir og
Sigurveig Sigurðardóttir sig úr kjaramála-
nefndinni og þá jafnframt úr kjararáði.
Á fundi kjaramálanefndar 27/7 '82 var
ákveðið að skipa ekki nýtt kjararáð heldur
muni nefndin skipta með sér störfum kjara-
ráðs og að Sigríður Guðmundsdóttir verði
formaður nefndarinnar.
Þær sem sitja í kjaramálanefnd eru:
Sigríður Guðmundsdóttir, Ólöf Björg
Einarsdóttir, Guðrún Thorstensen, Ásdís
Geirsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Sól-
fríður Guðmundsdóttir og Kolbrún
Ágústsdóttir.
Þar eð 3 nefndarmenn sögðu sig úr nefnd-
inni á sl. ári og 2 nefndarmenn búsettir úti á
landi hafa varamenn setið sem aðalmenn
allt síðastliðið starfsár og hefur nefndin
ekki verið fullskipuð síðan í sumar.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Fræðslu og menntunarmál
Einn aðalþáttur fræðslustarfseminnar eru
2.-3. daga námskeið og svo í öðru lagi
fræðslufundir sem haldnir eru á kvöldin.
Gert er grein fyrir þessari starfsemi í skýrslu
fræðslunefndar. Komið hafa fram óskir um
lengri námskeið eða í 4-6 vikur en því hefur
ekki verið hægt að sinna enn sem komið er.
Vonir standa til að geta mætt þörfum lands-
byggðarinnar með stuttum námskeiðum og
byrja með haustinu. Fræðslustjóri hefur
einnig haldið uppi fræðslu- og kynningar-
starfsemi við deildir félagsins vítt og breitt
um landið eftir þörfum og óskum viðkom-
andi deilda að hverju sinni. Fræðslustjóri
getur einnig verið til ráðgjafar um útvegun
fyrirlesara á fundi og ráðstefnur.
Uppbygging bókasafna á sviði hjúkrunar
(bókasafn heilbrigðisfræða- læknisfræði-
bókasafn) má telja til starfa á sviði fræðslu
og menntunarmála. Sá þáttur hefur því mið-
ur verið vanræktur utan stóru sjúkrahúsanna
í Reykjavík og á Akureyri. Verið er að
kanna bókakost og tímarit á sviði hjúkrunar
á hinum ýmsu heilbrigðisstofnunum í von
um að það megi verða bókasöfnunum til efl-
ingar og örva fræðslustarf innan stofnanna
úti á landsbyggðinni.
Síðustu þrjú árin hefur Hjúkrunarfélag ís-
lands átt fulltrúa í vinnuhóp evrópiskra
hjúkrunarfræðinga (WENR) sem fjalla um
hjúkrunarrannsóknir. Var þegar í upphafi
hafist handa um að fá fyrirlesara hingað til
lands til þess að halda fyrirlestra um hjúkr-
unarrannsóknir. Námsdagar þess efnis voru
síðan haldnir dagana 1.-2. nóvember 1982 á
vegum rannsóknarnefndarinnar. Systir
Penny Prophit fjallaði um efnið á frábæran
hátt og má segja að hún „kom — sá — og
sigraöi". Varðandi þessa námsdaga vísast í
Hjúkrun 1. tbl. 1983.
Nefndir sem starfa að menntunarmálum:
Menntamálanefnd vinnur að stefnumörkun í
menntunarmálum. Ekki liggja fyrir neinar
niðurstöður. Hefur hún á stefnuskrá sinni að
koma upp ársnámi í stjórnun hjúkrunar. Það
er ennþá á undirbúningsstigi.
Nefnd sú sem fjallaði um viðbótarnám til BS
gráðu við Háskóla íslands hefur lokið störf-
um. HFÍ hefur fengið niðurstöðurnar til um-
sagnar og er stefnt að því að skila áliti til
menntamálaráðuneytisins fyrir 20. júní.
Ráðuneytisskipuð nefnd sem vinnur að
flutningi hjúkrunarfræðináms af framhalds-
skólastigi í Háskóla íslands hefur ekki lokið
störfum.
María Finnsdóttir.
HJÚKRUN - 59. árgangur 21