Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Síða 28

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Síða 28
Hjúkrun, tímarit HFÍ Árið 1982 var útgáfustarfsemi félagsins sem hér segir: 1. tölublað Hjúkrunar, sem oft hefur verið nefnt „Kjarabaráttublaðið", kom út í febrúar. f því var aðallega fjallað um kjara- baráttu hjúkrunarfræðinga, en mikillar óánægju með kaup og kjör hafði lengi gætt meðal hjúkrunarfræðinga, og sýndi könnun sem gerð var haustið 1981 að 90% hjúkr- unarfræðinga voru reiðubúnir • að segja starfi sínu lausu af þessum sökum. Uppsagnirnar hófust um miðjan febrúar og var þátttaka mjög mikil, þ. e. a. s. 400-500 hjúkrunarfræðingar sögðu stöðum sínum lausum. í blaðinu segir m. a.: ,,í landinu ríkir skort- ur á hjúkrunarfræðingum. Hverjar eru or- sakir hans? Skýrslur Hjúkrunarfélags fs- lands 1. janúar 1980 sýna að 350 hjúkrun- arfræðingar starfa ekki við hjúkrun og skýrslur 1981 sýna enn umtalsverða aukn- ingu. Eru hjúkrunarfræðingar á eftirlaun- um og búsettir erlendis undanskildir í þess- um útreikningi." Ennfremur kom fram í blaðinu að hjúkrun- arfræðingar hrekjast unnvörpum úr starfi vegna lélegra launa og mikils vinnuálags sem leggur auknar byrðar á þá sem eftir standa. Af þessu tilefni ræddi blaðið m. a. við fjóra hjúkrunarfræðinga sem hafa önnur störf en hjúkrunarstörf að aðalstarfi. 2. tölublað Hjúkrunar kom út .í apríl og var sérstaklega tileinkað 50 ára afmæli Hjúkr- unarskóla fslands, sem haldið var hátíðlegt 12. nóvember 1981. Blaðið birti öll ávörp og erindi sem flutt voru í tilefni afmælisins og sá um útgáfuna, en Hjúkrunarskóli ís- lands greiddi prentunarkostnað blaðsins. 3. tölublað fjallaði síðan sérstaklega um meðferð sjúklinga með vissa hjartasjúk- dóma, s. s. hjartakveisu (angina pectoris), kransæðastíflu og hjartastopp. 4. tölublað var svo helgað einum þætti lífs- hlaupsins — öldrun, og þeirri þjónustu eða aðbúnaði sem þessum aldurshópi er veitt. öll blöðin fjölluðu ennfremur um fjölmörg önnur mál, fagleg og fréttalegs eðlis, og var hér að sjálfsögðu um sameiginlegt átak fjölda aðila að ræða. Á árinu voru jafnframt gefin út 5 fréttablöð nr. 19, 20, 21, 22 og 23. Þau fjölluðu að meginefni um: Kjaramál/yfirlit - Fulltrúa- fund HFÍ - Sérkjarasamninga - Ný lög HFÍ og aðalkjarasamninga. Ritstjórn blaðsins á árinu 1982 skipuðu: Ingibjörg Árnadóttir, ritstjóri og ábyrgðar- maður, Áslaug Sigurbjörnsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir. Varamenn: Rakel Valdimarsdóttir, Ása St. Atladóttir. 22 HJÚKRUN a/«a - 59. árgangur Um leið og ritstjórn þakkar samstarfið, hvetur hún hjúkrunarfræðinga nær og fjær til enn frekari eflingar blaðsins. Ingibjörg Árnadóttir Trúnaðarráð Helstu viðfangsefni hafa verið þessi: Trúnaðarráð stóð fyrir skoðanakönnun meðal hjúkrunarfræðinga á Stór-Reykjavík- ursvæðinu um uppsagnir hjúkrunarfræðinga. Niðurstöður voru þær að hjúkrunarfræðing- ar vildu láta reyna á uppsagnir til þess að knýja fram kjarabætur. Trúnaðarmenn tóku virkan þátt í skipulagn- ingu og upplýsingamiðlun í þessum aðgerð- um. Haldin voru tvö fræðslunámskeið fyrir trún- aðarmenn og voru þáttakendur nálægt 50 á hvoru námskeiði. Á námskeiðunum var fjallað meðal annars um rétindi og skyldur trúnaðarmanna, kjarasamninga og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja kynnt. Formaður HFÍ kynnti skipulag HFÍ og Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. Stjórn Hjúkrunarfélagsins fól trúnaðarráði að endurskoða reglugerð um trúnaðarmenn og nefndir innan HFI. Þessu verkefni er nú lokið og liggur fyrir fulltrúafundi. Gerð var könnun um vilja félagsmanna hvort Hjúkrunarfélagið ætti að ganga úr Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Niður- stöður liggja fyrir fulltrúafundi. Fundir voru haldnir mánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Trúnaðarráð var þannig skipað til aðalfundar trúnaðarmanna í október 1982: Pórdís Sigurðardóttir, formaður, Klepps- spítala. Ástríður Karlsdóttir Tynes, varaform., Heilsuv.st., R. Guðrún Karlsdóttir, ritari, Vífilsstöðum. Halldóra Jónsdóttir, Landspítala. María Ragnarsdóttir, Sjúkraliðaskólanum. Ásdís Geirsdóttir, Borgarspítala. Hanna Ingibjörg Birgisdóttir, Landakoti. Á þeim fundi gekk formaður, Þórdís Sigurð- ardóttir, úr trúnaðarráði og í hennar stað var kosin Salbjörg Bjarnadóttir, Kleppsspítala. Trúnaðarráð var því þannig skipað eftir aðalfundinn 1982: Ástríður Karlsdóttir Tynes, formaður. Ásdís Geirsdóttir, varaformaður. Guðrún Karlsdóttir, ritari, Halldóra Jónsdóttir, María Ragnarsdóttir og Hanna Ingibjörg Birgisdóttir. Síðar urðu þær breýtingar að Halldóra Jóns- dóttir og Ásdís Geirsdóttir gátu ekki starfað lengur og í þeirra stað komu Steinunn Jóns- dóttir og Jóhanna Skúladóttir. Ástríður Karlsdóttir Tynes Vesturlandsdeild Ársskýrsla Vesturlandsdeildar HFÍ, starfs- árið janúar 1982 til janúar 1983. Aðalfundur deildarinnar var haldinn 21. janúar 1982, þá var kosið í stjórn deildar- innar og er hún þannig skipuð: Steinunn Sigurðardóttir formaður, Brynja Einarsdóttir varaformaður, Sigríður Inga Björnsdóttir ritari, Elín Daðadóttir gjaldkeri. f upphafi ársins voru 59 skráðir félagar í deildinni. Haldnir voru 8 félagsfundir, 8 stjórnarfundir og farin 1 kynnisferð til Reykjavíkur. Starfsemi deildarinnar hefur verið með nokkuð hefðbundnum hætti. Annars vegar kjara- og félagsmál og hins vegar fræðslu- mál. í upphafi ársins var mikið rætt um og unnið að kjaramálum stéttarinnar. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga fyrri hluta ársins setti sinn svip á starfsemi deildarinnar. Fyrir hönd deildarinnar unnu Kristjana Krist- jánsdóttir, Ólafía Sigurðardóttir, Ágústa Helgadóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir og Þóranna Halldórsdóttir að uppsagnamálum og skipulagningu neyðaráætlunar. í októ- ber var kjaranefnd endurvakin og skyldi nefndin nú fara yfir sérkjarasamninga sem hjúkrunarfræðingar hafa gert við hin ýmsu bæjarfélög og koma með tillögur að úrbót- um hér á svæðinu. Kjaranefnd skipa nú Kristjana Kristjánsdóttir, Ólafía Sigurðar- dóttir og Guðrún Víkingsdóttir. Vesturlandsdeildin gekkst fyrir því á þessu ári að hjúkrunarfræðingur sem stundar framhaldsnám í svæfingum fengi námsstyrk og fékkst sá styrkur. Tvö fræðsluerindi voru flutt á árinu. Guðni Sigurðsson ræddi um skjaldkirtilssjúk- dóma. Hjúkrunarfræðingar starfandi á Heilsugæslustöð Akraness ræddu um heilsuvernd. f október var farið í kynnisferð til Reykja- víkur. Skoðaðar voru 3 stofnanir, Drop- laugarstaðir, Heilsugæslustöð Kópavogs og Heilsugæslustöðin Fossvogi. Yfirmenn (hj.fr.) þessara stofnana fluttu erindi um starfsemi þeirra sem voru mjög fróðleg. Á öllum þessum stöðum fengum við kon- unglegar móttökur. I nóvember var haldin skemmtun fyrir aldraða borgara á Akranesi, ásamt slysa- varnarkonum hér. 5 hj.fr. sáu um skemmt- unina fyrir okkar hönd, þær Jónína Hall- dórsdóttir, Gyða Maja Guðjónsdóttir, Sig- rún Valgarðsdóttir, Jóhanna Jóhannesdótt- ir og Ágústa Helgadóttir. Skemmtun þessi tókst í alla staði mjög vel. Jólafundur deildarinnar var að venju hald- inn um miðjan desember og nú með pipar- kökum. glögg og gítarleik. Fundarmenn

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.