Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Page 32
gleymir samt ekki öðrum þáttum í líkams-
starfseminni. Þannig er heildarhjúkrun
framkvæmd með eigin athugunum og
skipulagningu hjúkrunarfræðings með að-
stoð hinna fjölmörgu lækningatækja gjör-
gæsludeilda.
Vegna þess að bráða hjálp getur alltaf þurft
að veita samstundis verður gjörgæsluhjúkr-
unarfræðingur einnig að vera lærður og
þjálfaður í að veita lífsbjargandi meðferð
þar til önnur hjálp berst.
Markmið að loknu námi í gjörgœsluhjúkrun
Að hjúkrunarfræðingurinn skilji og viður-
kenni ábyrgð þá er á honum hvílir, samanber
skilgreiningu á gjörgæsluhjúkrun.
Að hjúkrunarfræðingurinn geti greint og
skipulagt hjúkrunina, aðlagað hana að
breyttum þörfum einstaklingsins og metið
árangur meðferðar.
Að hjúkrunarfræðingurinn geti veitt heild-
arhjúkrun þeim sjúklingum, sem eru í gjör-
gæslumeðferð.
Hafi öðlast þekkingu í eftirliti með al-
mennu ástandi og lífsmörkum - geti notað
öll hjálpartæki á gjörgæsludeild - metið og
skilið gildi mælinganna - hafið nauðsynleg-
ar aðgerðir í samræmi við verksvið hjúkr-
unarfræðinga hverju sinni.
Hafi öðlast þekkingu í að vinna að góðum
tengslum (tjáskiptum) við sjúklinginn, að-
standendur hans og starfsfélaga.
Hafi öðlast þekkingu í að skipuleggja störf
sín og annarra innan gjörgæslusvæðis, í
uppbyggingu gjörgæsludeilda - og að
stuðla að ákveðnum gæðastaðli innan
hjúkrunar.
Að hjúkrunarfræðingurinn skilji mikilvægi
þess að viðhalda þekkingu sinni í hjúkrun-
ar- og gjörgæslumeðferð og geti miðlað
þekkingu sinni til sjúklinga, aðstandenda
þeirra og samstarfsfólks.
Varðandi nám í gjörgæslu
Deildin telur mjög brýnt að nemendur hafi
6 til 12 mánaða starfsreynslu á gjörgæslu-
deild áður en nám hefst.
Að svokallað kjarnanám verði ekki hluti af
sérnáminu heldur verði nemendum gert
skylt að uppfylla vissar kröfur, t. d. Iág-
markskunnáttu í efnafræði og lífeðlisfræði.
Námsskrá ber að endurmeta milli árganga,
vegna síbreytileika í sérgreininni - deildin
fái námsskrá til umfjöllunar.
Deildin telur óviðunandi að öll kennsla og
undirbúningur í sérgreininni sé kennd í
aukavinnu af hjúkrunarfræðingum í fullu
starfi. Þess vegna sé mjög brýnt að fá gjör-
gæsluhjúkrunarfræðing ráðinn við Nýja
hjúkrunarskólann, samanber geðhjúkrunar-
nám.
Fundi var slitið með kvöldverði á veitinga-
húsinu Torfunni. Nú stunda 4 hjúkrunar-
fræðingar nám í gjörgæslu og Ijúka námi
26 HJÚKRUN a/«a - 59. árgangur
haustið 1983. 20 hjúkrunarfræðingar hafa
hlotið sérleyfi í gjörgæslu, en um áramótin
1982-1983 störfuðu 10 við gjörgæslu-
hjúkrun.
Anna Stefánsdóttir
Deild hjúkrunarforstjóra
Aðalfundur Deildar hjúkrunarforstjóra
innan HFÍ var haldinn að Hótel Varðborg,
Akureyri, dagana 23., 24., 25. og 26. sept.
1982. Var þetta 24. fundur deildarinnar.
Vorfundi, sem áætlað hafði verið að halda í
júní s. á., var aflýst vegna yfirstandandi
vinnustöðvunar hjá hjúkrunarfræðingum.
Stjórnarfundir á árinu voru 11.
32 félagar mættu fyrsta daginn, en félagar
eru alls 56. Aðalfundarstörf voru afgreidd.
Bergljót Líndal var kosin fundarstjóri og
Bjarney Tryggvadóttir ritari. Bjarney
Tryggvadóttir sagði í stuttu máli frá nám-
stefnu í hjúkrunarstjórnun, sem haldin var í
Chicago dagana 21.-23. ágúst sl. Var þessi
námstefna haldin á vegum Nursing Resour-
ces í tengslum við The Journal of Nursing
Administration. Voru fjórir hjúkrunarfor-
stjórar sem þátt tóku í þessari námstefnu.
Fjallað var um:
• Framtíðaráætlun og hvernig mætti
byggja þetta upp árlega, fimm ár fram í
tímann. Dr. Friedlich frá Pittsburgh
University.
• Fjárhagsáætlun fyrir hjúkrunarþjónustu.
Rætt um ábyrgð hjúkrunarfræðinga í
þátttöku um fjárhagsáætlun.
• Rætt um faglega hjúkrun (Professional
Nursing) og umhverfi, aðstöðu. Tvö
seinni erindin flutti Rachel Ratkovitch
frá Yale University Hospital.
Var þetta hvað öðru fróðlegra og efnið
tengdist mikið efni sem tekið var fyrir sem
vísir að námstefnu á hjúkrunarforstjóra-
fundinum. Gæðamat, „Gildismat".
24. sept. var fundur settur kl. 9 og hófst
með erindi Sigurlínar Gunnarsdóttur.
Erindi Sigurlínar Gunnarsdóttur var um
nám í stjórnun.
Hún minntist þe^ að á næsta ári eða 24.5.
’83, eru liðin 15 ár síðan Deild hjúkrunar-
forstjóra innan HFÍ var stofnuð. Hún
minntist þriggja merkra áfanga sem náðst
hefðu í menntunarmálum á sl. árum. Stofn-
un Nýja hjúkrunarskólans í október 1982.
Stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræðum
við HÍ 1973. Námstefnan sem haldin var á
vegum HFÍ í tilefni af 60 ára afmælis fél-
agsins ’79 og þar var samþykkt að miða að
því að allt hjúkrunarnám yrði komið á há-
skólastig 1985. -Viðraði hún síðan hug-
myndir sínar um uppbyggingu stjórnunar-
náms.
Sigþrúður Ingimundardóttir formaður HFÍ
sagði frá könnunum sem eru í gangi á veg-
um HFÍ; hvers vegna hjúkrunarfræðinga-
skortur er svo mikill sem raun ber vitni.
Fyrirspurnir komu um fleiri rannsóknir
sem eru í gangi og meiningin var að skýra
frá, en Guðrún Marteinsson kom með
kveðju frá Ingibjörgu R. Magnúsdóttur en
hún hafði ætlað að segja frá könnun sem
nemendur í námsbraut hafa gert en því
miður veiktist Ingibjörg svo það verður að
bíða næsta fundar.
Upplýsingar og umræður um síðustu kjara-
samninga sjúkraliða. Sigríður Þorvalds-
dóttir hjúkrunarforstjóri Heilsugæslustöðv-
arinnar í Árbæ og formaður skólanefndar
sjúkraliðaskólans dreifði þeirri bókun sem
var gerð í kjölfar sérkjarasamninga sjúkra-
liða vorið '82. Tóku margir til máls. Pálína
Sigurjónsdóttir kom með athugasemdir
varðandi þetta sérnám sjúkraliða. Regin-
munur væri á framhaldsnámi eða að þjálfa
fólk til að gera það hæfara í starfi.
Alda Halldórsdóttir benti á að við yrðum
að nota tímann og vinna með einhverju
móti að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Við
verðum að fá svör menntamálaráðuneytis
um stefnuna í menntunarmálum.
Hádegisverður í boði bæjarstjórnar Akur-
eyrar að Hótel K.E.A. kl. 12. Eftir góðan
hádegisverð var svo haldið áfram með dag-
skrána.
Þessi dagskrárliður bar yfirskriftina Gæða-
mat itjúkrunar. Framsöguerindi flutti Guð-
rún Marteinsson hjúkrunarforstjóri,
Landakoti, og undirbjó hópvinnu.
Starfslýsingar, framsöguerindi, Elísabet
Ingólfsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri
Borgarspítala.
Val starfsfólks, framsöguerindi, Helga Sig-
urðardóttir hjúkrunarforstjóri, Egilsstöð-
um.
Mat á hjúkrun, framsöguerindi Bjarney
Tryggvadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri,
Vífilsstaðaspítala.
Kl. 17 var svo farið í skoðunarferð að
Kristnesi og notið veitinga þar. Var sú ferð
þátttakendum mikil ánægja.
Tekið var fyrir frumvarp til laga um heil-
brigðisþjónustu, en á undan því sagði
Steinunn Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri
frá starfi kjaramálanefndar deildarinnar,
eins var kjaramálanefndin beðin um að
starfa áfram.
Síðan var frumvarpið tekið fyrir. Gunn-
hildur Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri
St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, sagði frá
ályktun nefndar sem kosin var af stjórn
deildarinnar til að fara yfir frumvarpið.
Voru miklar umræður um frumvarpið.
Ragnheiður Árnadóttir, hjúkrunarforstjóri
FSA. sagði frá störfum nefndar sem kosin
var til að semja erindisbréf fyrir hjúkrun-
arforstjóra, á sjúkrahúsum og beið erindis-
bréfið samþykktar vegna nýrrar laga-
smíðar.