Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1983, Blaðsíða 35
HFÍ um sérgreinadeildir. en tillaga laga-
nefndar var aö kveöa á um sérgreinadeildir
í reglugerö meö lögunum. En rétt er, að
engin nýmæli mega vera í reglugerðum ef
þau finnast ekki í lögum, reglugeröir eru til
þess að kveða nánar á um framkvæmd laga.
Til næsta fulltrúafundar verður nú boðað
skv. nýjum lögum. Eru því formenn sér-
greinadeilda ekki lengur sjálfkjörnir á full-
trúafund eins og áður var. Heldur geta þeir
ef þeir óska gefið kost á sér sem fulltrúar
svæðisdeildar. Á aðalfundi Reykjavíkur-
deildar HFÍ í des. '82 var m. a. formaður
Kennaradeildar kjörinn fulltrúi Reykjavík-
urdeildar á fulltrúafund HFÍ 4.-5. maí nk.
Tillögur og málefni er óskast tekin fyrir á
fulltrúafundi skulu nú sendast Reykjavík-
urdeild, er síðan sendir félagsstjórn til um-
fjöllunar fyrir febrúarlok '83.
Það er álit okkar í stjórninni að þessi til-
högun eigi eftir að styrkja deildina okkar.
þar sem nú mun gefast meiri tími fyrir innra
starf deildarinnar. Viss hætta er á að sér-
greinadeildir einangrist haldi þær ekki uppi
Hrku samstarfi við svæðisdeild og félags-
stjórn.
Að lokum þakkar stjórn félögum deildar-
■nnar samstarfið á liðnu starfsári og þá sér-
staklega undirbúningsnefnd námsstefn-
unnar sl. vor.
A þessu ári, 16. apríl, er Kennaradeildin 10
úra. Er af því tilefni við hæfi að félagar allir
sem einn komi saman, geri sér glaðan dag,
Um Ieið og þeir rifja upp atburði liðinna ára
°g glöggvi sig á helstu framtíðaráætlunum.
Alda Halldórsdóltir
Deild heilsugæsluhjúkrunar-
ífæðinga
Aðalfundur deildarinnar var haldinn 25.
janúar 1982. Auk aðalfundar voru haldnir
2 fundir á árinu og 5 stjórnarfundir.
hlr stjórn deildarinnar gengu Edda Árna-
hóttir, formaður, og Helga Daníelsdóttir,
fitari. í þeirra stað voru kosnar Hanna
Klaría Kristjánsdóttir og Ástríður Karls-
dóttir Tynes. Núverandi stjórn er því þann-
‘g skipuð:
Astríður Karlsdóttir Tynes formaður,
Aðalbjörg Árnadóttir ritari.
Hanna Kolbrún Jónsdóttir gjaldkeri,
Hanna María Kristjánsdóttir meðstjórn-
andi.
A aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var í
Heilsugæslustöð Kópavogs, var samþykkt
að breyta nafni deildarinnar úr deild
heilsuverndarhjúkrunarfræðinga í deild
heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Nefndin
sem upphaflega var tilnefnd á fulltrúafundi
HFÍ 1979 0g hefur síðan starfað m. a. að
endurskoðun á lögum um heilbrigðisþjón-
ustu (kaflanum um heilsugæslu). hefur
haldið áfram störfum. Þær breytingar hafa
orðið í nefndinni, að Aðalbjörg Árnadóttir
og Elín Eggerz Stefánsson hafa hætt störf-
um í nefndinni, en Ástríður Karlsdóttir
Tynes kom í nefndina. Nefndin lauk endur-
skoðun og gekk frá tillögum til breytinga á
frumvarpi til laga um breytingar á lögum
nr. 57/1978 um heilbrigðisþjónustu með
síðari breytingum.
Á aðalfundum var kosin nefnd til að sjá um
ráðstefnu eða fræðslu á vegum deildarinn-
ar. í þessa nefnd voru kosnar Pálína Sigur-
jónsdóttir formaður, Bergljót Líndal, Gróa
Sigfúsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir og
Edda Árnadóttir. Það sýndi sig að þarna
voru valdar dugmiklar konur, sem unnu
mjög vel og árangurinn af þeirra starfi var
ráðstefnan „Síðasti áfanginn, gerum hann
bestan", sem haldin var á Hótel Loftleið-
um, laugardaginn 23. október 1982. Mark-
mið ráðstefnunnar var: Að vekja almenn-
ing til umhugsunar um hvernig mætti und-
irbúa ellina. Til ráðstefnunnar var boðið
öllum starfandi hjúkrunarfræðingum á
heilsugæslustöðvum og fulltrúum hinna
ýmsu stéttarfélaga í landinu, svo og fulltrú-
um frá stofnunum fyrir aldraða, borgar-
stjóra og heilbrigðisráðherra. Ráðstefnuna
sóttu um 200 manns og þótti hún takast
mjög vel.
Einnig starfaði nefnd á vegum deildarinnar
sem hafði það verkefni að yfirfara og meta
námsskrá í félagshjúkrun við Nýja hjúkr-
unarskólann 1980-81. í nefndinni sátu
Aldís Friðriksdóttir, Unnur Gígja Bald-
vinsdóttir, Laufey Aðalsteinsdóttir og
María Heiðdal. Nefndin vann vel og skilaði
áliti í apríl sl.
Þær Edda Árnadóttir, Hanna María Krist-
jánsdóttir og María Heiðdal, heilsugæslu-
hjúkrunarfræðingar, voru fengnar til að
gefa umsögn og ábendingar um eftirlit og
mataræði ungbarna sem landlæknisem-
bættið sendi hjúkrunarfélaginu til umfjöll-
unar.
í deildinni eru nú 50 félagar.
Astríður Karlsdóttir Tynes
Geðhjúkrunardeild
Haldnir voru 4 fundir á árinu auk fundar
með Reykjavíkurdeildinni, þar sem geð-
hjúkrun var kynnt.
Ýmis fróðleg erindi voru á fundunum, t. d.
hélt Magnús Ólafsson, B. Sc„ hjúkrunar-
fræðingur, erindi um „Burn out“ eða
starfsþreytu og urðu fjörugar umræður á
eftir. Hólmfríður Geirdal sagði frá ráð-
stefnu er hún sótti á vegum Kennaradeildar
HFÍ; einnig var sýnd kvikmyndin Engla-
ryk.
Nefnd sú er kosin var á vegum deildarinnar
til að yfirfara drög að lögum um geðheil-
brigðismál, lauk störfum í október 1982 og
sendi þá tillögur sínar til nefndar er skipuð
var af heilbrigðismálaráðherra til að endur-
skoða viðkomandi drög að lögum.
Jóna Magnúsdóttir er fulltrúi okkar í nefnd
er skipuð var á vegum Menningar- og frið-
arsamtaka íslenskra kvenna. Ætlun nefnd-
arinnar er að fjalla um stríðsleikföng,
nefndin er enn að störfum.
Einum hjúkrunarfræðingi var veitt sérfræð-
ingsleyfi í geðhjúkrun á árinu, það er
Kristín Þorsteinsdóttir.
í deildinni eru nú 48 félagar.
Úr stjórn gekk María Gísladóttir formaður.
Núverandi stjórn skipa:
Helga María Ástvaldsdóttir formaður,
Björk Guðjónsdóttir varaform., Jóna
Magnúsdóttir gjaldkeri, Guðlaug Guð-
mundsdóttir ritari.
María Gísiadóltir
Félag skurðhjúkrunarfræðinga
Tveir fundir haldnir á árinu. Aðalfundur
þann 21. janúar 1982 í Landspítalanum.
Tók þá við ný stjórn, þannig skipuð:
Halldóra Jónsdóttir formaður,
Kristín Úlfljótsdóttir ritari,
Sigrún Sigurgeirsdóttir gjaldkeri,
Unnur Guðmundsdóttir varamaður.
Alls voru mættir 18 félagar á þann fund.
Félagsfundur haldinn þann 26. febrúar
1982 í Landspítalanum, mættu þar aðeins 2
félagar.
Núverandi stjórn er þannig skipuð:
Kristín Úlfljótsdóttir formaður,
Sigríður Skúladóttir ritari,
Sjöfn Eyfjörð gjaldkeri,
Guðrún Aradóttir varamaður.
í sjóði eru alls um kr. 2200.
Deild sérfræðinga í hjúkrun
á handlækninga-
og lyflækningadeildum
Á árinu hafa verið haldnir 4 félagsfundir og
5 stjórnarfundir.
Á félagsfundum hafa verið rædd ýmis mál-
efni:
1. Tengsl okkar við Nýja hjúkrunarskól-
ann og beiðni skólans um aðstoð vegna
kennaraskorts.
2. Rætt um ráðstefnu sem haldin var í
Danmörku og fjallaði um „Krabbamein í
brjósti" (Bryndís Konráðsdóttir).
3. Fyrirlestur um öndunar- og hjartahljóð
(Hulda G. Sigurðard.).
4. Umönnun deyjandi sjúklinga (Sigur-
björg Ólafsdóttir).
5. Málþroski barna (Svanhildur Svavars-
dóttir).
HJÚKRUN */■> - 59. árgangur 29