Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Page 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Page 8
Ólöf Kristjánsdóttir, M.S., hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku barna Guörún Kristjánsdóttir, M.S., PhD. prófessor, hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands Útdráttur Tilgangur þessarar greinar er að gefa stutt yfirlit yfir notk- un tónlistar í hjúkrun og hvaða þáttum þurfi að huga að við beitingu hennar. Gefið verður yfirlit yfir þau áhrif sem niðurstöður rannsókna hafa leitt í Ijós aö tónlist geti haft á skjólstæðinga. Höfundar telja skorta á þekkingu um hvernig skuli beita tónlist við hjúkrun. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta áhrif tónlistar við hinar margvis- legu aðstæöur í hjúkrun og gagnsemi tónlistarinnar fyrir einstaklinga og hópa eftir því hvernig henni er beitt. Lykilorð: tónlist, hjúkrunaraðgerð, hjúkrunarframkvæmdir. Frá öndverðu hefur tónlist verið samofin menningu mannsins. Tónlist hefur verið notuð í lækningaskyni á öllum menningar- svæðum og litið hefur verið á hana sem mikilvæga leið til að hafa áhrif á heilbrigði fólks (Snyder og Chlan, 1999). Vitað er að Forn-Egyptar notuðu tónlist til heilunar (healing incanta- tions). Florence Nightingale, frumkvöðull nútíma hjúkrunar, skynjaði gagnsemi tónlistarinnar við hjúkrun sjúkra. Night- ingale (1859/1970) tók eftir því hversu breytileg áhrif hinar ýmsu tegundir tónlistar höfðu á sjúklingana og mælti sérstak- lega með þeim tónverkum þar sem leikið er á blásturshljóð- færi og með órofnum tóni. Það var hins vegar ekki fyrr en á síðari hluta 19. aldar og byrj- un þeirra 20. að kerfisbundnar rannsóknir hófust á tónlist og hugsanlegum áhrifum hennar við hjúkrunarmeðferð (Gerdner og Buckwalter, 1999; Snyder og Chlan, 1999). Tónlist hefur verið notuð til að draga úr þjáningum fólks frá Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003 Ólöf Kristjánsdóttir, Guðrun Kristjánsdóttir, M.S. M.S., PhD. örófi alda. Fundist hafa skráðar rannsóknir frá árinu 1 507 sem sýna hvernig tónlist var notuð til að dreifa huganum, til að draga úr verkjum (Flockenberry og Bologna-Vaughan, 1985). Tónlist sem meðferðarform innan hjúkrunar- fræðinnar hefur tekið örum framförum undan- farna áratugi eða allt frá 1980. Rannsóknir hafa farið fram við ólíkar aðstæður, í mismunandi umhverfi og meðal mismunandi hópa (Gerdner og Buckwalter, 1999). Þegar fræðilegir gagna- grunnar (MEDLINE, CFIINAL) og fræðileg yf- irlit yfir hjúkrunaraðgerðir eru skoðuð, má finna ýmsar yfirlitsgreinar um áhrif og notagildi tón- listar sem byggjast á vísi.ndalegum niðurstöðum rannsókna. I ljós kemur að flestar rannsóknir, sem fyrir hendi eru, taka fyrst og fremst mið af fullorðnu fólki. Minna hefur verið rannsakað og skrifað um áhrif tónlistar á börn og á hvern hátt best væri að beita tónlist- við hjúkrun þeirra.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.