Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 11
FRÆÐIGREIN Tónlist í hjúkrun Þó svo ýmsar rannsóknir bendi til gagnsemi tón- Iistar skortir enn á nákvæmni í þeim rannsóknar- aðferðum sem framangreindar niðurstöður (sjá töflu) byggja á og mikið verk er óunnið í þeim efnum. Mikilvægt er að vinna markvisst að því að þróa aðferðir við beitingu tónlistar í hjúkrun og rannsaka gagnsemi þeirra klínískt þannig að hægt sé að nýta þessa aldagömiu aðferð mark- visst og af vísindalegri færni við hjúkrun fólks á öllum aldri. Lokaorð Hjúkrunarfræðingar þurfa að þekkja vel þær að- gerðir sem þeir nota. Þeir þurfa að vita hvenær, hvernig og hvort rétt er að beita þeim (Bulechek og McCIoskey, 2000; Mornhinweg og Voignier, 1995). Brýnt er að yfirfara reglulega þann vís- indalega þekkingargrunn sem fyrir hendi er um notkun tónlistar í hjúkrun til að leggja mat á hvort og með hvaða hætti beita megi þekking- unni í klínísku starfi (Polit og Hungler, 1999). Spurningunni um það hvort telja megi tónlist á- kjósanlega aðferð við hjúkrun og lækningar er í ljósi framangreinds yfirlits erfitt að svara að svo stöddu. Þörf er á frekari rannsóknum um þetta viðfangsefni. Einnig þyrfti að endurtaka og út- færa betur sumar þær rannsóknir sem fyrir liggja. Fjölbreytni í rannsóknaraðferðum væri gagnleg. Samhæfa mætti eigindlegar og megind- legar rannsóknaraðferðir til að ná betur utan um þau hugtök og fyrirbæri sem tengjast tónlist, tónlistaráhuga og notkun hennar við hjúkrun fólks við ólíkar aðstæður. Við hvetjum hjúkrunarfræðinga sem nú þegar nýta sér tónlist við hjúkrun að vera vakandi fyrir nýrri þekkingu um notkun hennar og skorum á þá að miðla sinni reynslu til annarra, bæði um aðferðir og árangur. Heimildir: Ark, P.D. (1997). Health risk behaviors and eoping strategies of African-American sixth graders. The University ofTennessee Centerforthe health sciences, PH.D. (bls. 138 útdráttur). Fengið 8. nóvember 2000 úr 0VID gagnagrunni [nr. 2000013754] af verald- arvefnum http://gateway 1.ovid.com/ovidweb.cgi. Bulechek, G. M., og McCloskey, J.C. (1999). Nursing diagnoses, inter- ventions, and outcomes in effectiveness research. I G.M. Bulechek og J.C. McCloskey (ritsjórar), Nursing interventions. Effective nurs- ing treatments. Philadelphia: W.B. Saunders Company. Chlan, L. (1998). Musie therapy. í M. Snyder og R. Lindquist (ritstjór- ar), Complementary/alternative therapies in nursing (3. útgafa, bls. 243-257). New York: Springer Publishing Company. Gerdner, LA., og Buckwalter, K.C. (1999). Music therapy. í C.M. Bulechek og J.C. McCloskey (ritstjórar), Nursing interventions. Effective nursing treatments (3. útgáfa, bls. 451-468). Philadelphia: W.B. Saunders Company. Hockenberry, M.J., og Bologna-Vaughan, S. (1985). Preparation for intrusive procedures using noninvasive techniques in children with cancer: state of the art vs. new trends. Cancer Nursing, 8(2), 97-102. Klein, S.A., og Winkelstein, M.L. (1996). Enhancing pediatric health care with music. Journal of Pediatric Health Care, 10(2), 74-81. Malone, A.B. (1996). The effects of live music on the distress of pediatric patients receiv- ing intravenous starts, venipunctures, injections and heel sticks. Journal ofMusic Therapy, 33(1), 19-33, McCloskey, J.C., og Bulechek, G.M. (2000). Nursing interventions classifications (NIC]. (3. útgáfa). St. Louis: Mosby. Mornhinweg G.C., og Voignier, R.R. (1995). Holistic nursing interventions. Orthopaedic Nursing, 14(4), 20-24. Nightingale, F. (1859/1970). Noteson nursing: Whatitis, and what it is not. London: Ger- ald Duekworth og Company limited. Polit., D. F., og Hungler, B. P. (1999). Nursing research. Principles and methods (6. útgáfa). Philadelphia: Lippineott. Ryan, E.A. (1989). The effect of musical distraction on pain in hospitalized school-aged children. í S.G. Funk, E.M. Tornquist, M.T. Champagne, L.A. Copp og R.A. Wiese (rit- stjórar), Key aspects ofcomfort. Management ofpain, fatigue and nausea. New York: Springer Publishing Company Snyder, M., og Chlan, L. (1999). Music therapy. Annual Review of Nursing Research, 17,3- 25. Minning um Öddu Tryggvadóttur Hún Adda starfsystir okkar er látin. Við erum harmi slegin vegna skyndi- legs fráfalls frábærrar hugsjónakonu. Á stundum sem þessum komumst við ekki hjá því að rifja upp hver tilgangurinn sé með sumum atvikum lífsins og almennt með þeirri tilveru sem við lifum og hrærumst í. Við erum rík að eiga minninguna um dugandi starfssystur. Minningin um Öddu hveturokkur til að einbeita okkur að framtíð starfsvettvangs okkar, á- byrgð okkar og skyldum. Hún sýndi okkur á stuttri starfsævi hvernig ein manneskja getur fengiö áork- að því sem viö mörg hver þurfum mun lengri tíma til að framkvæma. Minningin um vilja hennar sýnir okkur meöal annars að lífiö getur haldið áfram þrátt fyriráföll og uppákomur. Við hófum nám í Hjúkrunarskóia íslands haustið 1979 og samkvæmt skipulagi skólans vorum við í svokölluðu Þ-holli. Viö útskrifuöumst í ágúst 1982. Eftir útskrift dreifðist hópurinn vítt og breitt um heil- brigðiskerfiö. Bjartsýni ríkti og flestir réöu sig í fulla vinnu, loks var draumurinn oröinn að veruleika, skólanum lokiö og starfsréttindi í höfn. Nýr veruleiki tók við. Heimur reynslu í starfi hinna nýútskrifuðu hjúk- runarfræðinga var hafinn, það var nýr skóli, skóli lífsins. Adda hóf störf við heilsugæsluna á Vopnarfirði strax að útskrift lokinni þar sem hún helgaöi heimabyggö sinni starfskrafta sína. Samfélagið á Vopnafirði naut starfskrafta og vilja ötullar konu sem sinnti starfsvettvangi sínum af metnaði og dugnaði. Undirbúningurinn frá Hjúkrunarskóla Islands kom sér vel ásamt góðri dómgreind og heiðarleika. Við þökkum samfylgdina með Öddu Tryggvadóttur og biðjum guð að styðja vini og fjölskyldu hinnar látnu í sorginni. Skólasystkini úr Hjúkrunarskóla íslands.. Timarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.