Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 15
RITRYND GREIN Hugmyndafræöilegar stefnur í hjúkrun Pétursdóttir, 1969). Jón Helgason biskup var í forsvari fyrir félaginu en hjá því störfuðu í byrjun tvær hjúkrunarkonur, þær Guðný Guðmundsdótt- ir og Kristín Hallgnmsdóttir. Báðar luku þær námi frá danska díakonissustiftelsinu. Dvöldu þær um tíma á heimili fólks sem þarfnaðist hjúkrunar, líkt og tíðkaðist í einkahjúkrun en hún var algengt fyrirkomulag vfða á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Starfsemi félagsins var töluvert umfangs- mikil um tíma, en það var lagt niður árið 1937. Þó er vafasamt að halda því fram að það hafi haft af- gerandi áhrif á mótun hinnar íslensku hjúkrunar- kvennastéttar enda var t.d. aldrei hjúkrunarnám á vegum félagsins. Þáttur Florence Nightingale Arangur Florence Nightingale og þeirra hjúkr- unarkvenna, sem störfuðu með henni í Krím- stríðinu, er talinn hafa sannfært ráðamenn og al- menning í Bretlandi um mikilvægi hjúkrunar í baráttunni fyrir bættu hreinlæti, heilsusamlegra húsnæði og aukinni loftræstingu og betra heilsu- fari þjóðarinnar. Þessum þætti hjúkrunarstarfs- ins er lýst í bókinni Notes on Nursing sem kom út árið 1859. I kjölfar stríðsins skapaðist því svigrúm til að útfæra hjúkrun sem virðingarverða starfsgrein, án beinna tengsla við trúarhreyfing- ar. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að fyr- irmyndir Nightingale að hjúkrunarstarfinu má að hluta rekja til hjúkrunarsystranna. Night- ingale dvaldi um tíma við nám hjá líknarsystrun- um í París og hún fór í tvígang til díakonstofnun- arinnar í Keiserswerth í Þýskalandi til að nema hjúkrun (Woodham-Smith, 1950). I ritverkum hennar um hjúkrun má sjá svipaða áherslu á að þroska ákveðna persónueiginleika og hjá hjúkr- unarsystrunum. Hún lagði mikla áherslu á að þroska persónuleika hjúkrunarnemans (Night- ingale, 1893/1954b). Hins vegar fannst henni hjúkrunarsysturnar stundum of uppteknar af sálarlífi sjúklinganna. Að hennar mati var það verkefni hjúkrunar að skapa umhverfi sem væri heilsusamlegt og stuðlaði að því að innri lækn- ingamáttur sjúklingsins fengi notið sín (Night- ingale (1858/1954b, 1859/1989). Nightingale taldi því mikilvægt að til almennra hjúkrunar- starfa réðust vinnusamar konur sem víluðu ekki fyrir sér að taka til hendinni við þrifnað og aðrar umhverfisumbætur. Hún líkti hjúkrunarkonum við listamenn: Hjúkrun er list og til að fá notið sín sem slík krefst hún eins mikillar helgunar og eins mikils undirbúnings og list- málari eða myndhöggvari þarf að hafa. Hvað er það líka að fást við líflausar trönur eða kaldan marmara á við að eiga við hinn lifandi mannslíkama - holdgervingu anda Guðs. Hjúkrun er meðal hinna göfugu listgreina, mér liggur við að segja sú göfugasta af öllum listgreinum (Nightingale, 1991, bls. 68). Nightingale taldi einnig mikilvægt að hjúkrunarkonur byggju yfir víðtækri fræðilegri þekkingu um heilbrigði, varðveislu þess og eflingu. Sjálf aðhylltist hún kenningar heilsufræðinnar í anda hreinlætisstefnunnar. Sú stefna var forveri kenningarinn- ar um að örverur væru uppspretta sýkinga. Var talið að óhrein- indi, innilokað loft og fúlt vatn væri uppspretta eituragna eða miasma sem breiddust út og eitruðu líkama manna. Því var grunnur góðrar hjúkrunar að mati Nightingale að skapa um- hverfi þar sem komið væri í veg fyrir myndun miasma. Hún lagði því mikla áherslu á umhverfisumbætur í samfélaginu, á heimilunum og á sjúkrastofnunum. Hjúkrun var mikilvægur hlekkur í þvf verkefni. Auk alhliða þekkingar á grundvallarregl- um heilsufræðinnar þurfti hjúkrunarkonan að búa yfir fjöl- breyttri verkkunnáttu um umönnun og umhverfisumbætur og vera skipulögð og vandvirk í öllum sínum athöfnum. Loks lagði hún áherslu á að hjúkrunarkonan byggi yfir siðferðilegum styrk og samkennd með sjúklingum sínum. Á síðustu áratugum nítjándu aldar bárust áhrif Florence Night- ingale víða um heim. Ritverk hennar eins og Notes on Nursing og Notes on Hospitals, sem bæði komu út árið 1859, höfðu geysilega mikil áhrif. Hjúkrunarmenntun var víða skipulögð að fyrirmynd hins svokallaða Nightingaleskóla og skilningur hjúkr- unarkvenna á starfi sínu byggðist hvarvetna á hugmyndafræði Nightingale. Benda má á tvíþætt áhrif sem hugmyndir Night- ingale höfðu á hjúlcrunarstarfið. Fyrir áhrif hennar varð hefð fyrir því að hjúkrunarfræðingar huguðu að aðbúnaði á sjúkra- húsum og að skipulagi sjúkradeilda (Nightingale 1858/1989). Má þar nefna loftræstingu, þrifnað og fegrun umhverfis. Frá þeim tíma hafa hjúkrunarfræðingar litið svo á að skipulagning og stjórnun í heilbrigðisþjónustunni væri í þeirra verkahring. Einnig festist í sessi, fyrir hennar áhrif, sú hefð að skilgreina hjúkrunarstarfið með hliðsjón af siðfræðilegum skilningi sem átti rætur að rekja til kristinna hefða. I hugum margra hjúkrun- arkvenna byggði hjúkrunarstarfið á köllun og hafði fyrir þeim mun dýpri merkingu en hvert annað starf (Kristín Björnsdóttir, í vinnslu; Melosh, 1982) Rannsóknir mínar á íslensku hjúkrunarkvennastéttinni á fyrri hluta tuttugustu aldar hafa ekki leitt í ljós sterka séríslenska hefð. Mun fremur má segja að stéttin hafi mótast af erlendum áhrifum, m.a. vegna þess að hjúkrunarkonur ferðuðust víða um Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.