Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 17
RITRÝND GREIN Hugmyndafræöilegar stefnur í hjúkrun ingarfræðingar, iðjuþjálfar, meinatæknar og röntgentæknar sem tóku við hluta af störfum hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar voru nauðbeygðir til að skýra starfsvið sitt og endur- skilgreina starfsaðferðir. Heildræn hjúkrun sem svar við hugmynda- fræðilegri kreppu Umfjöllun Virginíu Henderson er tilraun til að takast á við ofangreindar breytingar á hjúkrunar- starfinu innan sjúkrahúsa. I kennslubók um hjúkrun, sem kom út í fyrsta sinn undir hennar ritstjórn árið 1955, dregur hún upp mynd af nú- tíma heilbrigðisþjónustu þar sem fjölmargir aðilar koma að meðferð og umönnun hvers sjúklings (Henderson og Harmer, 1955). Hver þeirra sér aðeins um afmarkað verkefni eða líkamshluta og enginn sér sjúklinginn í heild sinni. Enginn stans- ar hjá sjúklingnum nógu lengi til að skilja einstak- lingsbundnar óskir hans og þarfir og fá heildar- mynd af líðan hans. Hér taldi Henderson að hin sögulega ábyrgð hjúkrunar væri komin fram og hana þyrfti að skýra og efla. Hún notaði hugtakið heildarhjúkr- un til að lýsa því sem hún átti við. Þessi skilning- ur á hjúkrun endurspeglast í skilgreiningu Hend- erson sem hún lagði til grundvallar í öllum frekari skrifum sínum um hjúkrun. Hér á eftir fer skil- greiningin eins og hún var sett fram í Hjúkrunar- kveri sem var upphaflega gefið út á vegum Al- þjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga árið 1969 og kom út í íslenskri þýðingu Ingibjargar R. Magnús- dóttur árið 1976: Hið sérstaka hlutverk hjúkrunarfræðingsins er fólgið í því að hjálpa einstaklingnum, sjúk- um eða heilbrigðum, í öllu því sem stuðlar að heilbrigði og bata eða friðsælum dauðdaga. Veita aðstoð við það sem hann sjálfur myndi gera, hefði hann til þess nægan vilja, þrótt og þekkingu. Þetta þarf hjúkrunarfræðingurinn að gera á þann hátt að það örvi sjúklinginn til sjálfsbjargar (Henderson, 1969/1976, bls. 10). Þetta er hið sjálfstæða hlutverk hjúkrunarfræð- ingsins. Samkvæmt þessari skilgreiningu bætir hjúkrunarfræðingurinn upp það sem sjúklinginn vantar til að vera heill og geta staðið á eigin fót- um. Hjúkrunarfræðingurinn tekur byrðar sjúk- i lingsins á sínar herðar, allt til dauðastundar ef með þarf. Til ! þess að geta veitt siðferðilega viðunandi hjúlerun taldi Hender- : son að hjúkrunarfræðingurinn þyrfti að skilja sjúklinga, setja sig í spor þeirra og reyna eftir fremsta megni að skilja hvernig þeim líður. Skjólstæðingarnir og þarfir þeirra yrðu þannig miðpunkt- ur faglegrar hjúkrunar og fræðilegrar umræðu. Henderson hafði mikil áhrif innan hjúkrunarfræðinnar og var meðal annars feng- j in til að skrifa lýsingu á grunnþáttum hjúkrunar á vegum Al- þjóðasamtaka hjúkrunarfræðinga. j Áhugavert er að skoða áhrif Henderson og þeirra hugmynda- : fræðilegu hræringa sem hér var lýst á hjúkrun á Islandi. A sjö- ; unda áratugnum birtust nokkrar greinar eftir hjúkrunarfræð- inga um hjúkrun og hjúkrunarstarfið í Tímariti Hjúkrunarfé- lagsins. Þetta er bæði þýtt efni eftir erlenda hjúkrunarfræðinga og greinar skrifaðar af íslenskum hjúkrunarfræðingum. Árið 1961 birtist stutt klausa í tímaritinu sem endurspeglar hina heildrænu nálgun í hjúkrun: Nútíma sjúkrahjúkrun krefst ekki aðeins að framkvæmdar séu vissar hjúkrunaraðgerðir. Hún krefst þess einnig, að litið sé á sjúklinginn sem heild og ýmsum þáttum sálarlífs hans gaumur gefinn. Það sem viðkemur efnahag, tilfinninga- og trúarlífi sjúkl- ingsins, hefur, ásamt fleiru, oft meiri áhrif á gang sjúk- dómsins og batahorfur en hinn líkamlegi kvilli (Sairaan- hoitjalehti, 1961, bls. 28). Svipaðar hugmyndir má lesa í grein eftir Marit Nyrud sem var rektor Sykepleierhöyskolen í Osló um árabil (Sigþrúður Ingi- mundardóttir, munnleg heimild) undir heitinu: „Hjúkrun og bróðurleg umhyggja á tækniöld." I henni er varpað fram spurn- ingunni: Hvað er hjúkrun? Þessi spurning virðist vera til marks um hugmyndafræðilega kreppu sem hjúkrun var í og lýst var hér að ofan. Höfundur svarar á eftirfarandi hátt: Maðurinn allur, líkami hans og sálarlíf er vettvangur hjúkr- unarstarfsins. Hjúkrunarstarfið er fólgið í starfi handa og sálar. Starfið krefst þess að manngildið sé virt. Það virðir rétt mannsins til þess að hafa eigin lífsskoðun, sem getur gefið lífi hans tilgang og takmark. Það viðurkennir einnig rétt hins sjúka á fullkominni umhyggju, bæði líkamlegri og andlegri. Hjúkrunarstarfið gerir þær kröfur að á hvern sjúkling sé litið sem meðbróður, sem þarfnast samúðar og nærgætni. Það hefur heilsuvernd á sínum vegum sem og fræðslu í heilbrigðisháttum. (Nyrud, 1963, bls. 13). Hér má greinilega sjá hina heildrænu hugmyndafræði, en einnig má finna tilvísun í gullnu regluna og hina húmanísku hugmyndafræði sem farin var að hafa mikil áhrif innan hjúkr- unarfræðinnar á þessum tíma. Má vænta að þessi hugmynda- Timarit islenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.