Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Blaðsíða 18
fræði hafi borist hingað eftir ýmsum leiðum, en bæði Vigdís Magnúsdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir stunduðu nám við Sykepleierhöyskolen í Osló. Arið 1968 hélt María Péturs- dóttir (1968) erindi sem nefndist „Hjúkrunarmál“ á ráðstefnu Læknafélags íslands og birtist í Tímariti Hjúkrunarfélags Is- lands. Þar rakti María þá erfiðleika sem hjúkrunarstéttin átti við að etja um miðja tuttugustu öldina. Vitnar hún ítarlega í hug- myndafræði Virginíu Henderson og skilgreiningu hennar á hjúkrun. Því má ætla að þá hafi hugmyndir hennar þegar verið farnar að hafa áhrif á hjúkrun á íslandi. Árið 1976 kom ritið Hjúkrunarkver: Grundvallarþættir hjúkrunar síðan út, eins og áður var vikið að. Það var um árabil notað í hjúkrunarkennslu og má telja fullvíst að heil kynslóð hjúkrunarfræðinga á íslandi hafi mótast af hugmyndafræði Henderson. I fyrrnefndu erindi vitnar María í eftirfarandi orð bandarísks heimspekiprófessors, Abrahams Kaplans: „Þegar hjúkrunar- kona stendur andspænis tilfinningalegum, trúarlegum eða sál- rænum vandamálum fjölskyldu, er það ekki tæknileg þekking hennar, sem kemur að notum, heldur þeir eðliskostir, sem upp- haflega beindu henni inn í hjúkrunarstarfið" (María Pétursdótt- ir, 1968, bls. 5). Þessi tilvísun virðist endurspegla trú Night- ingale á mikilvægi persónu hjúkrunarfræðingsins í hjúkrunar- starfinu. Það er þó áhugavert að heimspekiprófessorinn taldi að slíkum kostum yrði best náð í háskólanámi og tekur María und- ir hugmyndir um mikilvægi háskólamenntunar fyrir hjúkrun. Aðrir telja að þeir persónuleikaþættir, sem hjúkrunarstarfið út- heimtir, séu meðfæddir. Aukin áhersla á fagvæðingu á grundvelli vísinda Á sjötta og sjöunda áratugnum komu fram hugmyndir um að efla þá þætti í hjúkrunarstarfinu sem einkenna fagstéttir, sér- staklega hinn fræðilega þátt þess. Það þótti vera orðið úr takt við tímann, einkennast um of af reglubundnum athöfnum og fastmótuðum verkum, en frumkvæði og gagnrýninni hugsun þótti ábótavant. Áhersla var lögð á að hjúkrunarnám flyttist í háskóla og að hjúkrun byggði á hugarstarfi og rökhugsun þar sem aðferðum við lausn vandamála væri beitt á hlutlægan hátt. Efling hins vísindalega grunns greinarinnar varð lykilatriði. Líf- legar umræður áttu sér stað um eðli hjúkrunarfræðilegrar þekk- ingar, m.a. um eðli og markmið kenninga í hjúkrun. Leitast var við að aðgreina hjúkrunarfræðilega þekkingu frá öðrum vísinda- greinum og í því skyni voru settar fram fjölmargar kenningar. Á áttunda áratugnum var reynt að efla hjúkrunarvísindi sem talin voru forsenda fagvæðingar. Þessar hræringar enduróma í Tímariti Hjúkrunarfélags Islands. I erindi Maríu Pétursdóttur er aðgerðum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar til eflingar hjúkrunarstarfsins í heiminum lýst, en háskólanám í hjúkrun og rannsóknir eru meðal þeirra. Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003 Um miðjan sjöunda áratuginn tók Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndunum upp um- ræðu um rannsóknir í hjúkrun. I kjölfarið birtust nokkrar greinar um mikilvægi hjúkrunarrann- sókna í tímariti Hjúkrunarfélagsins. Ein þeirra var skrifuð af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur (1967) undir heitinu „Nýtt viðhorf til hjúkrunar". Þar lýs- ir Ingibjörg námskeiði sem hún tók þátt í um hjúkrunarrannsóknir og taldi afar mikilvægt. Þetta námskeið var styrkt af Alþjóðaheilbrigðis- málastofnuninni, en stofnunin hafði forystu um að hvetja til rannsókna í hjúkrunarfræði og til þess að hjúkrunarnám færðist á háskólastig. Það var síðan meðal annars fyrir atbeina stofnunar- innar að hjúkrunarfræðinám hófst við Háskóla ís- lands árið 1973. Samfara því jukust jafnframt bandarísk áhrif á hjúkrun á Islandi til muna. Fagstéttir hafa öðlast undraverð ítök í tæknivædd- um nútímasamfélögum. Eðlilega leitast því marg- ar greinar við að hljóta viðurkenningu sem slíkar. ítök sín byggja fagstéttir á þeirri meginhugmynd að störf þeirra grundvallist á hlutlausri, altækri þekkingu sem orðið hefur til við vísindalegar rannsóknir. Schön (1983) nefnir þennan skilning á eðli fagstarfa tæknilega rökhyggju. Samkvæmt honum má helst líkja fagmanni við tölvu sem býr yfir víðtækri vísindalegri þekkingu. Á grundvelli þessarar þekkingar eru vandamál greind og viðeig- andi þekkingu síðan beitt til lausnar. Vísindaleg þekking skiptir hér höfuðmáli, en persóna fag- mannsins, reynsla hans, innsýn og verkkunnátta eru lítils metin. Hér er höfðuáhersla lögð á hina vitrænu hæfileika. Hin áhrifamikla umfjöllun Pat- riciu Benner (1984) um eðii og eflingu hagnýtrar þekkingar í hjúkrunarstarfinu byggir á svipaðri nálgun og hugmyndafræði og ofangreind gagnrýni Schön. Benner hefur haft mikil áhrif á skilning á þekkingu í hjúkrunarstarfinu og voru hugmyndir hennar m.a. kynntar í Tímariti Félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga við upphaf tíunda ártugarins (Kristín Björnsdóttir, 1992b; Margrét Gústafsdóttir, 1988). Níundi og tíundi áratugur tuttugustu aldar ein- kenndust af gagngerri endurskoðun á hug- myndafræði hjúkrunarstarfsins. Margir fræði- menn höfnuðu hinni tæknilegu rökhyggju sem þeir álitu einkenna þekkingarþróun á áttunda áratugnum og tileinkuðu sér heildrænan og margþættan skilning á hjúkrunarstarfinu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.