Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Side 24
Hún segir heilmikið hafa verið unnist undanfarin ár í mennt-;
unarmálum og margt jákvætt gerst í þeim efnum. Hjúkrunar-:
fræðingum gefst nú kostur á að fara í meistaranám bæði við
Háskóla Islands og svo fjarnám við Háskólann á Akureyri.í
Hjúkrunarfræðingar séu einnig farnir að sækja um meistara-;
nám við aðrar deildir, bæði í viðskipta- og hagfræðideild og íj
læknadeiid, þannig að nú eru heilmiklir möguleikar varðandii
framhaldsnám og mikill áhugi meðal hjúkrunarfræðinga. Þá|
sé farið af stað svokallað diplómanám en unnið hafi verið að:
uppbyggingu þess í góðu samstarfi við hjúkrunarfræðinga. j
Uppbygging framhaldsnámsins sé þó að mestu mótuð af há-
skóiunum en félagið styðji við framhaidsnám hjúkrunarfræð-:
inga með styrkveitingum úr vísindasjóði.
I Ierdís segir í viðtali, sem birtist í 3. tbl. tímaritsins 1999,
skömmu eftir að hún tók við starfi formanns, að hún hafi á-
huga á að bæta ímynd hjúkrunarfræðinga og nú hefur veriðj
gert átak í þeim efnum sem skilaði sér m.a. í mun betri að-
sókn að hjúkrunarfræðideildinni en verið hefur undanfarin ár.
Þessu átaki segir hún hafa verið beint fyrst og fremst að ungu í
fólki sem er að velja sér háskólanám en einnig að almenningi. j
„Ef við viljum breyta ímyndinni þurfa viðhorf að breytast íj
samfélaginu og ekki síst hjá okkur sjálfum. Við viidum byggjaj
upp stolt hjúkrunarfræðinga á starfi sínu og ég held að hjúkr-
unarfræðingar séu mjög ánægðir með átakið.”
Hún segir starfsvettvang hjúkrunarfræðinga mjög breiðan og
að starfsmöguleikar séu fjarri því að takmarkast við sjúkrahús
og heilsugæslu iíkt og áður var. Þeim fjölgi stöðugt sem vinni
við ráðgjafarstörf, sjálfstæða meðferð og fleira. Allt sé þettai
mjög ánægjuleg þróun. Félagið hafi lagt sitt af mörkum til að
efla sjálfstæði hjúkrunarfræðinga, m.a. með því að bjóða fé-
lagsmönnum vorið 2001 í samstarfi við Háskólann í Reykjavík
upp á námskeiðið Ný atvinnutækifæri í heilbrigðisþjónustul
sem fjallaði um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu.
Aðspurð um hvort henni finnist hjúkrunarfræðingar hafaj
nægileg áhrif innan heilbrigðiskerfisins sem fjölmennasta!
heilbrigðisstéttin segir hún að alltaf megi bæta þau áhrif.
Þeir hafi hins vegar sterk formleg áhrif og völd innan heii-
brigðiskerfisins og hér á landi sé ekki gengið fram hjá
hjúkrunarfræðingum við ákvörðunartöku. „Það er bæði tryggtj
í lögunum og öll uppbygging heilbrigðiskerfisins er þannig aðj
tvær meginstoðir eru í skipulaginu, annars vegar stoð lækn-
inga og hins vegar stoð hjúkrunar. Við stöndum þar með
fremstu þjóðum í heiminum enda er heilbrigðisþjónustan hér
mjög góð.” Hún bætir við að gott sé að sem flestir sem hafa
þekkingu á heilbrigðismálum taki þátt í ákvörðunum og það j
hljóti að vera sjúklingi til hagsbóta að sjónarmið sem flestraj
komi fram.
Undanfarið ár hefur Herdís tekið virkan þátt í
erlendu samstarfi og hún er spurð hvernig hjúkr- j
un á Islandi sé í samanburði við hjúkrun í öðrum j
löndum.
Hún segir það skoðun sína að setja eigi erlent
samstarf í forgang varðandi verkefni formanns.i
Síðastliðið ár hafi hun verið að átta sig á að Is- j
lendingar eigi að beita sér mun meira á þeim
vettvangi. „Við leggjum til á fulltrúaþinginu í vor
að þetta verði eitt af stóru verkefnum stjórnar í
framtíðinni, að sinna alþjóðamálum og gera það
vel. Við höfum svo mikið að segja vegna þess hve
langt við höfum náð miðað við aðrar þjóðir. Það
sést alveg í alþjóðastarfinu hvar við stöndum og;
þær þjóðir, sem eru komnar lengra, eiga að styðja
við þær sem eru styttra á veg komnar. Það er
ljóst að það kemur okkur til góða þegar fram íj
sækir því alþjóðalög og reglur um hjúkrunar-
fræðinga og heimildir þeirra til að starfa fara eft-
ir því hvernig ástandið er í flestum löndum.:
Staðallinn er ekki endilega settur miðað við það:
land sem best er sett. Við höfum því ávallt hags-
muna að gæta.”
Herdís segir að hún eigi margar góðar minningar
úr starfi sínu. Ein þeirra er áttatíu ára afmæli
félagsins sem fagnað var á Kjarvalsstöðum í nóv-
ember 1999. Kjarvalsstaðir reyndust ekki heppi-
legur staður fyrir fagnaðinn því hjúkrunarfræð- j
ingar fjölmenntu langt umfram það sem við var
búist og urðu allar hreyfingar frekar erfiðar sök-
um þrengsla. „Allir voru þó í hátíðaskapi og fyr- j
ir mér var það ómetanlegt að finna þarna í fyrsta
sinn þann kraft og þá samstöðu sem ríkir meðal
hjúkrunarfræðinga. Önnur minning er af fjöl-j
mennum fundi í Rúgbrauðsgerðinni þar sem
kynntur var kjarasamingur sá sem undirritaður j
var í júní 2000 og síðar felldur. Mér var nokkuðj
Ijóst að hjúkrunarfræðingar vildu meira en
fékkst með samningnum enda höfðu þeir farið íj
verkfall til að krefjast meira. Hins vegar þokað-
ist ekkert áleiðis í júní og flestöll önnur félög
innan BHM höfðu skrifað undir sína samninga.
Eg mat stöðuna þannig þá að ekkert myndi ger-
ast í samningamálum yfir sumarið og um haust-
ið gætum við í fyrsta lagi undihúið frekari að-
gerðir. Tíminn myndi líða án nokkurra launa-
hækkana og til að dráttur á undirskrift borgaði
sig yrði launahækkunin að vera talsverð. Eg dró
í efa að það góðir samningar næðust á endanum
Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003