Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 26
Valgerður Katrín Jónsdóttir Hjúkrun á hjartadeildum Fagdeild hjúkrunarfræðinga var stofnuð 1994 en markmiðið með stofnun hennar var að auka fræðslu til hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á hjartadeildum. Tvær hjartadeildir voru þá starfandi á höfuðborgarsvæðinu, önnur á gamla Borgarspítalanum og hin á Landspítalanum, auk hjartaskurðdeildarlnnar á Landspítalanum. Meðlimir fagdeildarinnar eru nú um 70 talsins. Ritstjóri Tímarits hjúkrunarfræðinga settist niður með þeim Auði KetiIsdóttur, formanni, og Eddu Traustadóttur, gjaldkera, til að fá innsýn í störf þeirra. Þær segja mun meiri upplýsingar og fræðslu á boðstólum fyrir hjúkrunarfræðinga fagdeildarinnar nú en áður, sjúkrahúsin bjóði meiri fræðslu, sem og lyfjafyrirtæki, fleiri hjúkrunarfræðingar sæki fagráðstefnur heima og erlendis. Þá hafi t.d. verið haldnir fræðsludagar í haust, annars vegar á Akureyri á vegum Læknafélags Akureyrar og Norð- austurlandsdeildar hjúkrunarfræðinga og hins vegar svokallaður „hjartadagur" á Hótel Loftleiðum á vegum Landspítalans. Voru fræðsludagarnir mjög gagnlegir fagfólki sem starfar með hjartasjúklingum. Þær segja hjartasjúklinga breiðan sjúklingahóp sem þurfi margs konar hjúkrun, allt frá bráðahjúkrun og gjörgæsluhjúkr- un til endurhæfingarhjúkrunar. Mikil fjölbreytni er því í störf- um hjúkrunarfræðinga sem starfa á hjartadeildum. Fyrir dyr- um stendur að stofna göngudeild hjartabilaðra en fyrirmyndir að slíkri deild eru víða erlendis. Fljartasjúklingar þurfa líkt og aðrir langveikir mikinn stuðning og fer hópurinn ört vaxandi, en með tilkomu göngudeildar mun draga úr endurinnlögnum og sjúklingar fá betri aðgang að heilbrigðiskerfinu og betri þjónustu. Sjúklingarnir geta verið lengur heima en fá meiri stuðning. með tilkomu nákvæmra rannsókna á upptökum hjartsláttartruflana. Á síðustu árum hafa verið framkvæmdar aðgerðir á hjartaþræðingarstofu þar sem brennt hefur verið á svokallaðar auka- brautir í rafleiðslukerfi hjartans til að stöðva þessar hjartsláttartruflanir. Edda, sem vinnur á hjartaþræðingarstofunni, segir ekki færri konur koma í hjartaþræðingu en karla en fleiri karl- menn greinist með kransæðasjúkdóm og konur séu yfirleitt eldri þegar þær greinast með sjúk- dóminn. Þær segja batahorfur sjúklinga, sem greinast með hjartasjúk- dóma betri en fyrir nokkrum árum, einkum vegna bættrar með- ferðar og aukinnar fræðslu í þjóðfélaginu. Aukin tækni hefur dregið úr hjartaaðgerðum og má þar helst nefna kransæðavíkk- anir sem hófust hér á landi árið 1984. Kransæðavíkkun er beitt þegar þrengsli eða stíflur eru í kransæðunum og algengt er að komið sé fyrir stoðneti í æðinni. I auknum mæli er þetta notað sem fyrsta meðferð við bráðri kransæðastíflu og hefur gefist vel. Og frá því í vor hefur verið boðið upp á bakvaktarþjónustu á hjartaþræðingarstofu, á kvöldin og næturnar á virkum dögum. Sjúklingahópurinn er á öllum aldri en meðalaldurinn er samt nokkuð hár. Yngra fólk kemur gjarnan inn með hjartsláttar- truflanir. Á því sviði hafa einnig átt sér stað miklar framfarir Auður, sem vinnur á hjartadeildinni, segir sjúkl- ingana þurfa mikinn stuðning við lífsstílsbreyt- ingar en þeirra er oft þörf eftir að fólk greinist með sjúkdóminn og þurfi markvissa fræðslu. Hún segir að þessari fræðslu sé reynt að fylgja eftir með símhringingum eftir að sjúklingar út- skrifist. Sjúklingar, sem fara í hjartaskurðaðgerð, fara flestir í endurhæfingu á Reykjalund, en hin- ir fara í endurhæfingu á endurhæfingardeild Landspítalans í 6-8 vikur þar sem þverfaglegir fræðslufyrirlestrar eru þáttur í meðferðinni. Innan fagdeildarinnar er starfandi fræðslunefnd ; Tímarit íslenskra hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.