Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2003, Qupperneq 42
Fríða Proppé ræðir viö skurðhjúkrunarfræðing um reynsluna af því að koma til vinnu á ný úr áfengismeðferð VIÐTAL Áfengis og lyfja misnotkun Þögnin eins og þegjandi samkomulag Mikil vanlíðan skurðhjúkrunarfræðings og stjórnleysi í drykkju varð til þess að hún leitaði sér áfengismeðferðar hjá SÁÁ. Aöeins fjórum mánuðum eftir að hún kom til vinnu sinnar á skurðstofuna á ný ákvað hún að segja upp. Ástæðuna segir hún fyrst og fremst eigin fordóma gagn- vart sjúkdómi sínum, alkóhólisma. Enginn spurði hana um meðferðina og hún þorði ekki að hefja umræðurnar, taldi að hún væri álitin lélegur pappír. Þar af leiöandi fékk hún engan stuðning á vinnustað og vanlíöanin jókst. Hún starf- aði síðan í þrjú ár á nýjum stað þar sem alkóhólisminn var ekki heldur ræddur. Nýverið hóf hún störf á skurðstofum á stórum vinnustað. Þar rikir einnig þögnin. Það er eins og þegjandi samkomulag ríki um aö ræða ekki sjúkdóminn alkóhólisma. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við skuðhjúkr- unarfræðinginn sem fer hér á eftir. Hún nýtur nafnleyndar þar sem erfðavenjur AA-samtakanna mæla svo fyrir, að fé- lagar komi ekki fram opinberlega undir nafni. Um aðdragandann að meðferðinni segir hún fyrst aðspurð: „Það var angist, einmanaleiki, lítil sjálfsvirðing, hræðsla og kvíði sem urðu að lokum til þess að ég leitaði mér aðstoðar. Þetta var fyrir rúmlega fjórum árum. Að sjálfsögðu var það of mikil neysla áfengis sem orsakaði ástandið eða að minnsta kosti bætti á allan þennan pakka. Eg drakk mest ein heima, var í felum. I þau fáu skipti, sem ég fór út, missti ég alla stjórn og endaði oftast á stöðum sem ég hefði annars aldrei farið á. Ég draklc til að deyfa sorg og kæfa sársaukann. Staðan var orð- in mér óbærileg. Ég var stöðugt taugaveikluð og kveið orðið hverjum venjulegum degi.“ Oft illa upplögð Hún bætir því við að neyslan hafi ekki valdið fjar- j veru úr vinnu en auðvitað hafi hún oft verið illa j upplögð. „Ég beit á jaxlinn og reyndi að komast í gegnum daginn í sívaxandi vanlíðan. Ég með- höndla ekki lyf í vinnunni og er mjög lánsöm að hafa ekki ánetjast þeim til viðbótar áfenginu.” - Síðan fórstu i meðferð. Hvernig gekk það? „Ég fór í meðferð hjá SAA, var á Vogi í ellefu daga og sfðan í fjórar vikur á meðferðarheimilinu Vík á Kjalarnesi í sérstakri kvennameðferð. Að henni lokinni var ég í kvennastuðningi á göngudeild j SÁÁ í heilt ár. Þetta var spennandi tími en þó kvíða blandinn. Stuðningurinn hélt mér einhverni veginn gangandi og frá því að detta í það á ný.“ - Hvernig var þér tekið í vinnunni eftir með- ferðina? „Ég fór í gömlu vinnuna mína sem ég kunni upp á hár. Ég ræddi meðferðina ekkert sérstaklega við j vinnufélagana en ég fann til vanmáttar og minnk- unar. Ég skammaðist mín í því umhverfi fyrir að j vera alkóhólisti. Mér fannst að vinnufélögunum fyndist ég lélegur pappír þó enginn segði það. Ég var með fordóma út í sjálfa mig en fannst að aðr- ir hefðu það líka. Ég var lasin og ein og ég kunni ekki að leita mér stuðnings í vinnunni. Ég gafst því upp eftir fjóra mánuði og sagði upp.“ Skorti umhyggju og stuðning Hún fór að vinna á nýjum stað og segir um þá breytingu: „Ég fór að vinna á stað þar sem ég taldi að enginn vissi um minn alkóhólisma. Þar Timarit islenskra hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 79. árg. 2003

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.