Fréttablaðið - 21.04.2017, Síða 2

Fréttablaðið - 21.04.2017, Síða 2
PÁSKATILBOÐ Við lækkum verðin! Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 69.900 Grillbúðin • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð yfirbreiðsla fylgir Niðurfellanleg hliðarborð • Afl 10,5 KW Nr. 12934 Frá Þýskalandi Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 Sumarstuð á köldum degi Kátir krakkar í Árbæ leituðu skjóls undan hríðinni í hoppuköstulum er hverfisbúar fögnuðu sumarkomunni í gær. Þótt gengið hafi á með éljum var gengið fylktu liði víða um land undir lúðrablæstri og blaktandi fánum. Veðurstofan spáir rólyndisveðri en köldu næstu daga Fréttablaðið/Eyþór Veður Í dag verður hæglætisveður á landinu. Skýjað með köflum og dálítil él á stöku stað. Allhvasst austanlands framan af degi, en síðdegis lægir. Hiti 0 til 5 stig. sjá síðu 22 Bretland Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins á Bretlandi, heitir því að hann muni taka í gegn ósanngjarnt kerfi og færa valdið og auðinn aftur til fólksins verði hann forsætisráðherra landsins. Kosningabaráttan er komin á full- an skrið eftir að breska þingið sam- þykkti að efna til kosninga í júni. Verkamannaflokkurinn mælist með um 25 prósenta fylgi. Það yrði versta kosning flokksins í 99 ár. Þá sagði Corbyn flokkinn ekki mundu beita sér fyrir annarri þjóðar atkvæðagreiðslu um útgöngu úr Evrópusambandinu. Slíkt var samþykkt gegn vilja flokksins. John McDonnell, fjármálaráð- herraefni flokksins, neitaði hins vegar að útiloka aðra atkvæða- greiðslu. – þea Baráttan komin á fullan skrið menning Breski grínistinn Ricky Gervais vakti gríðarmikla hrifningu áhorfenda í troðfullum Eldborgarsal Hörpunnar í gærkvöldi. Gerði Gervais að venju óspart grín að öllu kviku og hóf kvöldið á að líka sér við Jesú Krist. Forseta- hjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid sátu á fremsta bekk. Miðar á sýningu Gervais voru rifnir út á augabragði um leið og þeir fóru í sölu og var bætt við aukasýningu í kvöld. Á hana varð sömuleiðis upp- selt eins og hendi væri veifað. – gar Hlegið að Gervais í Hörpu listamaðurinn fór á kostum á sviði Eldborgar. Fréttablaðið/Hanna Frakkland  Einn lögreglumaður féll og tveir særðust þegar  ráðist var á þá á Champs-Elysees í París í Frakklandi, í gær. Reuters greinir frá því, og hefur eftir vitni, að árásar- maður hafi stigið út úr bíl og skotið úr hríðskotabyssu. Að sögn lögreglu var árásarmaðurinn felldur er hann reyndi að flýja vettvang. Þá leitaði lögregla annars grunaðs í gærkvöld. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýsa yfir ábyrgð. á árásinni „Allt sem ég sá voru vopnaðir lög- reglumenn og lögreglubílar, og sér- staklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur,“ segir Hlér Kristjáns- son nemi sem var á svæðinu í gær. Hann hafði verið í röð til að kaupa miða upp á Sigurbogann. „Svo komu um það bil fimm starfs- menn og töluðu saman ákaflega á frönsku, og ég heyrði orðið „police“ mikið og svo fullt af sírenum,“ segir Hlér. Þegar Hlér spurði starfsmenn- ina hvað væri að ske sögðu þeir að ekkert væri að. Síðan var honum leyft að fara upp. „Þegar ég loksins kom upp, og rétt missti af sólsetr- inu vegna tafarinnar, náði ég rétt að taka eina mynd og svo var öllum sagt að við þyrftum að fara niður á næstu hæð fyrir neðan.“ Þar beið Hlér og var mikill rugl- ingur með hvort hann fengi að fara upp aftur eða fara niður á jörðina. „Lögreglan virtist hafa sagt okkur að bíða en seinna sagt öryggismönn- unum að segja okkur að koma okkur niður en sumir trúðu ekki öryggis- mönnunum og fóru að rífast,“ segir Hlér og bætir því við að að lokum hafi allir farið niður. Sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rann- sakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. Fjöldi lögreglumanna var við Sigurbogann. nordicpHotoS/aFp „Þegar ég kom út spurði ég lög- reglumann með einstaklega stóra byssu hvað væri í gangi, en hann sagðist ekkert vita. […] En lögreglan sá um þetta mjög vel og voru allir mjög vingjarnlegir.“ Talsmaður franska innanríkis- ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu að of snemmt væri að segja til um hvað lægi að baki árásinni. Þó væri ljóst að vísvitandi hefði verið ráðist á lögreglumenn. Skrifstofa ríkissak- sóknara sagði jafnframt að hryðju- verkadeild lögreglu rannsakaði málið. thorgnyr@frettabladid.is Allt sem ég sá voru vopnaðir lögreglu- menn og lögreglubílar, og sérstaklega þyrlur. Allt sem ég heyrði voru sírenur. Hlér Kristjánsson nemi 2 1 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö s t u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A F -4 A C 4 1 C A F -4 9 8 8 1 C A F -4 8 4 C 1 C A F -4 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.