Fréttablaðið - 21.04.2017, Side 8

Fréttablaðið - 21.04.2017, Side 8
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Straumhvörf Audi A3 e-tron sameinar tvo heima 50 kílómetra drægni* á raforkunni einni saman dugar í flestar ferðir en með skilvirkri samþættingu rafdrifs og sparneytinnar bensínvélar er samanlögð heildardrægni Audi A3 e-tron allt að 940 km. Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. Nú á frábæru verði frá 4.190.000 kr. *S kv . N ED C st að lin um Nígería Saksóknarar í Nígeríu hafa ákært 53 fyrir að skipuleggja að fagna samkynja hjónavígslum. Hin ákærðu neita sök og segja lögfræð- ingar þeirra að skjólstæðingarnir séu beittir misrétti. Sambönd samkynja einstaklinga eru ólögleg í Nígeríu og er refsing við þeim allt að fjórtán ára fangelsis- dómur. Hin ákærðu mættu fyrir dómstól í Chediya-Zaria í gær og kváðust sak- laus en formlega eru þau ákærð fyrir að brjóta lög um samsæri og að til- heyra ólöglegu samfélagi. Yunusa Umar, einn verjenda, sagði hin ákærðu vera nema. Þau hafi verið hneppt í ólöglegt gæslu- varðhald í rúman sólarhring. Bann við samkynja samböndum var lögfest árið 2014. Human Rights Watch greinir frá því að lögregla og almennir borgarar nýti bannið sem afsökun fyrir því að ganga í skrokk á hinsegin fólki og misþyrma því. – þea Handtóku 53 fyrir samkynja hjónabönd Suður-Kórea  Mikil reiði ríkir í Suður-Kóreu í garð Bandaríkja- manna og einkum forsetans, Donalds Trump, eftir misvísandi skilaboð um leið Carl Vinson-flota- deildar bandaríska sjóhersins upp að Norður-Kóreu. Þann áttunda apríl síðastliðinn var tilkynnt að verið væri að senda flotadeildina upp að Kóreuskaga. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kór- eu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virð- ingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Banda- ríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist sem um misskilning hafi verið að ræða. Þann 12. apríl sagði Rex Tillerson, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að varast bæri að lesa of mikið í leið flotadeildar- innar. Ekkert sérstakt verkefni biði hennar við Kóreuskaga. Sama dag sagði Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, þó að verið væri að senda flotadeild upp að Kóreuskaga. Hún væri afar öflug. Þegar Trump lét þau orð falla var flotadeildin hins vegar alls ekki á leið upp að Kóreuskaga heldur í heræfing- ar með ástralska sjóhernum. Nú full- yrða talsmenn bandaríska sjóhersins að skipið sé á leið upp að Kóreuskaga en þangað er það enn ekki komið samkvæmt heimildum CNN.  „Það sem Trump sagði var mjög þýðingarmikið fyrir þjóðaröryggi Suður-Kóreu,“ sagði Hong Joon-pyo, forsetaframbjóðandi í Suður-Kóreu, í samtali við Wall Street Journal í gær en kosningar fara fram þar í landi í maí. „Ef Trump var að ljúga mun Suður-Kórea ekki geta treyst neinu sem hann segir það sem eftir lifir forsetatíðar hans,“ sagði Hong enn fremur. Fleiri hafa gagnrýnt Trump en Hong. Í viðtali við CNN sagði Yang Moo-jin, hjá Háskólanum í norður- kóreskum fræðum í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, að Trump og ríkisstjórn hans hafi með þessum misvísandi skilaboðum aukið tog- streituna á Kóreuskaga. „Hvernig eiga Suður-Kóreumenn að treysta Bandaríkjunum þegar leiðtogi þeirra blekkir og ýkir? Það særir tilfinningar okkar þegar bandamenn okkar gerast sekir um slíkt,“ sagði Yang. Þetta er í annað skipti á skömm- um tíma sem Trump veldur fjaðra- foki í Suður-Kóreu. Eftir fund sinn með Xi Jinping fyrr í mánuðinum sagði hann í viðtali við Wall Street Journal að Kóreuskagi hafi „reynd- ar einu sinni tilheyrt Kína“. Í fréttatilkynningu frá suður- kóreska utanríkisráðuneytinu var ummælum hans svarað.  „Það er einróma álit alþjóðasamfélagsins að Kórea hafi aldrei í þúsunda ára menningarsögu skagans tilheyrt Kína. Því getur enginn neitað.“ thorgnyr@frettabladid.is Segjast hættir að treysta Trump Misvísandi skilaboð um leið flotadeildar bandaríkjahers að Kóreuskaga valda fjaðrafoki í Suður-Kóreu. Forsetaframbjóðandi segir Kóreumenn ekki geta treyst Trump sem forseta ef hann var í raun að segja ósatt. Flugmóðurskipið Carl Vinson sem er þungamiðja flotadeildarinnar. Fréttablaðið/EPa Donald trump, forseti bandaríkj- anna. NorDiCPhotos/aFP hinsegin fólk hefur mótmælt níg- erískum lögum. NorDiCPhotos/aFP 2 1 . a p r í l 2 0 1 7 F Ö S T u D a g u r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A F -6 D 5 4 1 C A F -6 C 1 8 1 C A F -6 A D C 1 C A F -6 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.