Fréttablaðið - 21.04.2017, Síða 20

Fréttablaðið - 21.04.2017, Síða 20
Ég leyfi mér freist- ingar, en eins sjaldan og ég get. Kannski, þegar það er rólegt í boltanum, leyfi ég mér smá kex eða pönnu- kökur hjá ömmu. Tryggvi Snær Hlinason Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Frammistaða Tryggva Snæs Hlinasonar körfuboltakappa á fyrstu alvöru körfuboltaæfing- unni með Þór á Akureyri var frekar slök að hans sögn. „Þegar ég horfi til baka núna þá var ég hræðilegur. Það eina sem ég hafði var hæðin og ágætis grunnhreyfigeta,“ segir hann sposkur. Óhætt er þó að segja að Tryggvi sé fljótur að læra og hafi sannað sig á skömmum tíma en hann leikur með U20, landsliði Íslands tuttugu ára og yngri, og A-landsliðinu. Tryggvi hóf að æfa körfubolta árið 2014 og segir áhugann á körfubolta hafa kviknaði fyrir alvöru í efstu bekkjum í grunnskóla, þegar krakk- arnir spiluðu körfu milli kennslu- stunda. Hann hafi alltaf verið orkumikill krakki og tekið þátt í öllum íþrótta- greinum sem boðið var upp á í barnaskóla, fótbolta, sundi, frjálsum og körfubolta. „Svo var maður líka alltaf að gera eitthvað í sveitinni, að hjóla, reka kindur eða synda í vatninu,“ segir hann. Tryggvi er hógvær og segist ennþá vera að læra. Hann eigi sér enga ákveðna fyrirmynd í íþróttinni og gefur lítið fyrir troðslukeppnir. Í A- landsliðinu segist hann umkringdur valinkunnum kempum. Ómetanleg reynsla „Þetta eru menn sem kunna leikinn og kenna hann verulega vel. Það sem ég læri bara af því að horfa á þá er ómetanlegt. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson er einn af þeim reynd- ustu, ótrúlega duglegur og góður leikmaður. Að spila með honum er heiður. Að spila á móti honum er líka heiður og ekkert smá erfitt. Ég man alltaf eftir einu tilviki, þegar mér var í fyrsta skipti bókstaflega hent í burtu. Ég er nú ekki léttur maður og taldi mig frekar stöðugan þar til Hlynur keyrði að körfunni og ég hreinlega flaug af honum,“ segir Tryggvi. „Ég gæti talið marga upp bæði þjálfara og leikmenn sem hafa áhrif á mig, suma fyrir leikskilning, aðra fyrir andann sem þeir bera með sér eða þau áhrif þeir hafa á liðið. Það er erfitt að nefna einhvern einn, nema Benedikt Rúnar Guðmundsson þjálfara. Hann er búinn að fylgja mér meiri hlutann af leiðinni til þessa.” Pönnsur hjá ömmu Tryggvi mætti níu sinnum í viku á æfingar þegar tímabilið stóð yfir. Þar fyrir utan fór hann einnig í ræktina. Hann segist passa vel upp á mataræðið en láti undan einstaka freistingum. „Hollt mataræði er auðvitað partur af þessu og skiptir verulegu máli. Ég leyfi mér freistingar, en eins sjaldan og ég get. Kannski, þegar það er rólegt í boltanum, leyfi ég mér smá kex eða pönnukökur hjá ömmu. Ég sleppti alveg páskaegginu. Ég fæ mér hafragraut nokkuð oft í fyrri morgunmat og síðan banana eða epli og Hleðslu í seinni morgunmat. Síðan fæ ég mér oft AB mjólk með banönum og múslí fyrir morgunæf- ingar. Ef ég á að nefna uppáhaldsmat væri það lambakjöt, helst eldað af mér sjálfum eða einhverjum nánum,“ segir hann og viðurkennir að sveitin togi í hann. „Ég reyni að fara í sveitina eins oft og ég get en það er sorglega sjaldan. Ég á ekki von á að komast mikið í sauðburðinn í vor þar sem ég byrja mjög snemma í landsliðsæfingum með U20.“ Stefnir út Tryggvi stundar nám við Verk- menntaskólann á Akureyri. Hefur lokið rafvirkjun og klárar stúdentinn nú í vor. Erlendir háskólar og íþrótta- félög hafa sýnt honum áhuga og spurður hvað taki við eftir stúdent- inn segist hann ekkert geta gefið upp annað en að planið sé að fara út og spila körfubolta. „Svo fer ég kannski í háskóla eftir eitt ár, í fjarnám, eða eitthvað annað.“ Spilaði körfu milli kennslustunda Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Þórs á Akureyri í körfubolta, er sveitamaður í húð og hár, alinn upp í Svartárkoti í Bárðardal. Á skömmum tíma hefur hann stimplað sig rækilega inn í körfuboltaheiminn. Tryggvi Snær er fimur með boltann. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . A p r í l 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 1 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A F -6 3 7 4 1 C A F -6 2 3 8 1 C A F -6 0 F C 1 C A F -5 F C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.