Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 14.12.1984, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta:Sigríður Hafstað, Tjörn Simi 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Sparisjóður Svarfdæla Lítið bæjarfélag í nánd við annað margfalt stærra og fjölbreytilegra á alltaf í vissri baráttu að halda innan sinna vébanda ákveðinni starfsemi á ýmsum sviðum, þ.á.m. á sviði verslunar og þjónustugreina og ekki síður á menningarsvið- inu, sem svo er kallað. Þessar aðstæður eru fyrir hendi hér, þar sem Akureyri er svo að segja í seilingarfjarlægð frá Dalvík, einkum nú þegar nýi vegurinn er kominn nær alla leiðina milli þessara bæja, góðu heilli. Ekki er því að leyna, að þær raddir eru talsvert háværar, sem segja að alltof margt þurfi Dalvíkingar að sækja til stóra bróður á Akureyri, jafnvel á öllum þeim sviðum, sem að ofan eru nefnd. Ekki er fyrir að synja að það geti verið rétt, en þó ber þess að gæta að þessháttar „sjálfstæðisbaráttu“, sem hér er til umræðu, er auðvelt að fara með út í öfgar. Ein er sú þjónustustofnun hér, sem er gömul í hettunni, og Svarfdælir bæði í sveit og bæ hafa staðið vel við bakið á í langan tíma. Það er Sparisjóðurinn, sem átti aldarafmæli fyrr á árinu og minntist þess þá með nokkurri viðhöfn. Hann er eina bankastofnunin í byggðarlaginu og þjónar sem slíkur afar mikilvægum tilgangi hér um slóðir. Því er ekki að leyna að stóru bankarnir hafa stundum rennt hingað hýru auga og gefið ótvírætt í skyn, að þeirgætu vel hugsað sér að hjálpa upp á sakirnar hér og yfirtaka rekstur Sparisjóðsins. Þeim góðu tilboðum hefur jafnan verið drepið á dreif ákveðið en hæverkslega. Þar hefur fyrst og fremst ráðið hið umrædda sjálfstæðis- sjónarmið, sú skoðun eða tilfinning, sem sprottin er upp úr reynslu kynslóðanna, að „sjálfs er höndin hollust". Það er nokkuð öruggt að þessi afstaða forsvarsmanna Sparisjóðsins er jafnframt afstaða velflestra manna í byggðarlaginu. En þessi stefna studd af almenningsálitinu er því aðeins rétt, að henni fylgi eindreginn stuðningur í verki, þ.e. að almenningur láti sparisjóð sinn njóta allra þeirra viðskipta, sem um getur verið að ræða á stað eins og Dalvík/Svarfaðar- dal. Nú skal því ekki haldið fram hér að mikið skorti á að svo sé, heldur aðeins bent á að auðvitað þarf sjóðurinn, sem einasta lánastofnun staðarins, að vera miklu öflugri en hann er. Það er hvergi nærri nóg að hafa ekki meiru úr að spila í lánastarfsemi til atvinnuveganna og annars í héraðinu heldur en þessum tæpu 100 miljónum króna, sem eru innistæður viðskiptavinanna að viðbættum þeim litla varasjóði, sem myndast hefur í starfseminni. Auðvitað væri æskilegt að starfsfé sjóðsins væri a.m.k. helmingi meira til þess að hann gæti sinnt sem flestum réttmætum og skynsamlegum lánabeiðnum fyrirtækja og einstaklinga á starfsvæðinu. Um þetta erfjallað nú m.a. af því gefna tilefniað samkeppni bankastofnanna um allt of lítið sparifé landsmanna hefur magnast upp úr öllu valdi nú á síðustu misserum. Jafnframt má búast við að rekstur sparisjóða geti orðið verulega örðugur á næstunni, þannig að hinar veikari þeirra geta verið í alvarlegri hættu á að troðast undir í keppninni. Sparisjóður Svarfdæla er meðal hinna öflugustu og hann hefur öll skilyrði til að verða ennþá öflugri, ef íbúar byggðar- lagsins styðja hann í orði og verki framvegis sem hingað til. H.E.Þ. Ekki meiri hervæðingu Nú eru bandarísku ratsjárstöðvarnar á Norður- og Vesturlandi sýnilega að komast á dagskrá í fullri alvöru. Við hér við þetta blað lýsum fyllstu andstöðu okkar við þessi áform. Rök okkar eru einföld: Við viljum slökun spennu milli hernaðarblokkanna, viðræður og samninga um takmörkun og síðan afnám kjarnorkuvígvéla og umfram allt að hætt verði stríðsundirbúningi stórveldanna á ogí kringum ísland. í undirbúningi eru nú viðræður risaveldanna um einhverja slöknun á vígbúnaðarkapphlaupinu. Allt mannkynið bíður og biður þess að einhver árangur náist. Hví skyldum við þá, íslendingar, fara að gefa Bandaríkjunum lausan tauminn með stríðsviðbúnað sinn hér á landi og tengja hann um leið við eigin öryggismál í sambandi við okkar friðsamlegu umferð á sjó og i lofti. Við leggjum eindregið til að þessi áform verði lögð til hliðar hafandi það í huga, að stórveldi hugsar aldrei um annarra hag, þegar hernaðarhagsmunir eru annars vegar og lætur ekki einu sinni lítinn bandamann vita, hvað það er að aðhafast í hans eigin landi nema þegar því gott þykir. Þess höfuð við næg dæmi gömul og ný. H.E.Þ. Slysavarnardeild kvenna á Dalvík 50 ára Slysavarnardeild kvenna á Dal- \ík minntist nýlega 50 ára afmælis síns með miklu kal'fi- samsæti í Víkurröst, þar sem mætt var á annað hundrað manns. Deildin var stoi'nuð21. maí 1934. Aðalhvatamaður að stofnun kvennadeildarinnar, sem í fyrstu hét Kvennasveit Dalvíkur, var Egill Júlíusson, er síðar átti um márgra ára skeið sæti í stjórn Slysavarnariélags íslands, sem 1 ulltrúi okkar Norðlendinga. í fyrstu stjórn deildarinnar voru: Þóra Sigurðardóttir, for- maður, Anna Olafsdóttir, gjald- keri. lngunn Sigurjónsdóttir, ritari. Varastjórn: Auður Jónas- dóttir. Petrína Gísladóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Meðal þeirra er mættu í afmælisíágnaðinn voru förseti S.V.F.Í. Haraldur Henrýsson, er flutti ræðu og færði deildinni góðar óskir og kveðjur ásamt gjöl frá stjórn S.V.F.Í. Eggert Vigfússon og Sigrún Pálsdóttir fulltrúar úr stjórn S.V.F.Í. komu einnig svo og forystufólk úr nágrannadeildum, sem fluttu ávörp og færðu deildinni mjög vandaðar gjafir. Bæjarstjóri Dalvíkur, Stefán Jón Bjarnason alhenti deildinni peningagjöf frá bæjarstjórn Dalvíkur kr. 30.000. . Blómakörfúr bárust frá Agli Júlíussyni og Þuríði Halldórsdóttur og Gunnari Sigurðssyni, umdæmisstjóra S.V.F.Í. ogfrú. Deildinni bárust einnig blóm, gjalir og heillaóskir úr ýmsum áttum. Kvennadeildin eignaðist í til- elni afmælisins deildarmerki sem teiknað er al Sigurði Guðjónssyni, stjórnarmanni í S.V.F.Í. og gal hann merkið og lét útbúa borðfána og platta með því á. Plattarnir eru unnir hjá Gler og Postulín í Noregi. Þeir eru númcraðir og upplagið aðeins 15 stykki og eru þeir til sölu hjá deildinni. A bakhliö plattans er letrað „21. maí 1934 var Kvenna- deild S.V.F.Í. stof nuö á Dalvík. Hún er 10. kvennadeildin, sem Konur sem heiðraðar voru. F. v. sitjandi: Hallfríður Sigurjónsdóttir, Rann- veig Stefánsdóttir, Friðrika Jónsdóttir, Anna Arngrímsdóttir, Ásgerður Jónsdóttir, Sigurlaug Sölvadóttir, Sigríður Líndal. Standandi f. v.: Hólmfriður Magnúsdóttir, Petrína Zophoníasdóttir, Þórlaug Kristinsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Kristín Júlíusdóttir, Þór- gunnur Þorleifsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir. stoliiuð er innan S.V.F. í. Mark- mið hennar er að styrkja S.V.F.Í. í starfi þess viö björgun mannslífá og almennum slysa- vörnum." í tilefni afmælisins afhenti fórmaður kvennadeildarinnar forman ni bj örgu narseita rin nar, Ólafi B. Thoroddsen, bréf þar sem segir að deildin haf’i ákveðið að getá björgunarsveitinni snjó- sleða. Vegna verklálls var ekki hægt aö afhenda sleðann við þetta tækifæri. Af 77 konum sem stofnuðu Kvennasveit Dalvíkur cru 14 konur hér á Dalvík og voru þær allar gerðar að heiðursfélögum deildarinnar og um leið þökkuð vel unnin störf í þágu deildar- innar í hálfa öld. 7 af þeim voru mættar í Víkurröst og tóku við sínurn heiðursskjölum, 5 eru á Dalbæ og fór stjórn deildarinnar ásamt forseta og öðrunt full- trúum úr stjórn S.V.F.Í. að loknu samsæti í Víkurröst, heim í Dalbæ og heiðruðu þær konur sem þar eiga heimili og voru stofnendur deildarinnar, færðu þeim sín heiðursskjöl ásamt blómum og afmæliskringlu. Förseti S.V.F.Í. Haraldur Henrýsson sæmdi lormann Kvennadeildarinnar Þórönnu Hansen þjónustumerki félagsins úr gulli, en hún lielúr verið for- maður deildarinnar í 14 ár og áður í varastjórn. Þóranna Hansen er varalúlltrúi Norð- lendinga í stjórn S.V.F.Í. Var þetta hin hátíðlegasta samkoma með vandaðri og skemmtilegri dagskrá og konun- um til sóma. Núverandi stjórn deildarinnar skipa: Formaður: Þóranna Hansen, ritari: Kolbrún Pálsdóttir, gjald- keri: Sigúrlaug Stefánsdóttir, meðstjórn: Jórunn Sigurðar- dóttir. Erla Björnsdóttir, vara- stjórn: Hrefna Haraldsdóttir, Hrönn Kristjánsdóttir, Elínborg Gunnarsdóttir. Forseti S.V.F.Í. Haraldur Henrýs- son. Gjafir til Tjarnarkirkju Þeir sem koma að Tjarnar- kirkju verða þess varir að þar hafa orðið breytingar til batnaðar á þessu ári. Sóknar- nefndin tók þá ákvörðun í byrjun árs að hefjast handa um endurbætur við kirkjugarðinn, grindverkið umhverfis hann og síðar væntanlega endurskipu- lagningu í garðinum sjálfum. Nú er aðeins búið að endur- nýja suðurhlið girðingarinnar þannig að í stað gamla báru- járnsins, sem sett var upp í kring um 1920, er nú komið smekklegt trégrindverk. Höfuðprýðin er þó sáluhliðið, gjöf frá sonum og tengdadætrum hjónanna Kristjönu og Olafs í S-Holti, gefin til minningar um þau. Á næstu árum verður svo haldið áfram að endurnýja girðingu og lagfæra garðinn sjálfan. Árið 1961 voru settir steindir gluggar í suðurhlið kirkjunnar og þykja þeir hið fegurstu lista- verk. Gluggarnir voru gjöf frá hjónunum Valgerði Hafstað og manni hennar André Enard, en Valgerður hafði gert teikning- una. Nú hefur verið ákveðið að fara að vinna að því að setja glugga í sama stíl í norður- hliðina. Valgerður Hafstað hefur þegar gert teikningar af þeim, og voru þærá kirkjulista- sýningu á Kjarvalsstöðum í Reykjavík í fyrrasumar. Einnig voru þær sýndar á safnaðar- fundi í nóv. þar sem samþykkt var að hefja söfnun í kirkju- gluggasjóð með það mark fyrir augum, að koma gluggunum upp fyrir 100 ára afmæli kirkjunnar 1992. Sóknarnefnd Tjarnarkirkju vill koma á framfæri bestu þökkum til allra þeirra, nefndra og ónefndra, sem sýnt hafa kirkjunni vináttu og velvild á undanförnum árum. 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.