Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1984, Blaðsíða 16

Norðurslóð - 14.12.1984, Blaðsíða 16
Hjörtur E. Þórarinsson Minning úr moldu grafin Stundum verða óvæntir hlutir til að rifja upp gamlar minningar Ijúfar eða sárar. Oft heyrði ég á bernskuárum mínum hér á Tjörn minnst á sorgaratburð, sem gerst hafði í fjölskyldu minni fyrir löngu síðan, að því er mér fannst, en í raun og veru hafði gerst fyrir svo sem þrem áratugum þá. Skyggnumst nú 86 ár aftur í tímann. Maí 1898 Prestshjónin á Tjörn, afi minn og amma í föðurætt, sr. Kristján Eldjárn Þórarinsson og Petrína Soffía Hjörleifsdóttir, sitja í örvilnan yfir yngri syni sínum Hjörleifi, 7 ára gömlum. Hann er í andaslitrunum eftir nokkurra daga baráttu við einn ægilegasta sjúkdóm þeirra tíma, barnaveiki. Difterítis heitir þessi sjúkdómur á læknamáli, sem orsakaði m.a. skæða háls- bólgu og gat lokað öndunar- færum sjúklingsins, sem oftast var barn, svo að hann gat að lokum ekki dregið andann og kafnaði með harmkvælum. Vörn gegn þessum sjúkdómi var kominn fram um þessar mundir, en var ekki nógu vel kunn hér á landi til að geta bjargað Hjörleifi litla á Tjörn og öðrum börnum, sem smituðust í faraldrinum, sem gekk yfir á því herrans ári 1898. Missir þessa drengs var skelfi- legt áfall fyrir foreldra og syst- kini, eins og nærri má geta. Hann var annar drengurinn, sem móðirin hafði gefið nafn föður síns. Hinn fyrri hafði aðeins lifað í hálft ár og síðan verið færður til moldarí reitnum fram undan kirkjudyrunum. Faðir minn og systur hans minntust þessa bróður síns jafnan með miklum trega og klökkva, þegar þessara atburða var minnst. Hann Hjöri varsvo fjörugur og skemmtilegur, sagði Hjörleifur Kristjánsson. faðir minn, gjörólíkur mér, sem var feiminn og innilokaður fram eftir öllum aldri. Hjöri var svo tápmikill, sagði Sesselja frænka mín, sem var tveimur árum yngri en hann. Hann bjargaði lífi mínu, þegar ég datt niður í lækinn ofan um snjóloft. Hann hélt í mig meðan Olla systir hljóp eftir hjálp, annars hefði lækurinn hrifið mig með sér inn undir skaflinn. Hjöri var hvers manns hugljúfi, man ég að Olöf systir hans sagði oft, alltaf eitthvað að ærslast, stökk upp á stóla og tónaði og sagðist ætla að verða prestur, þegar hann væri orðinn stór. Júlíus í Syðra- Garðshorni kallaði hann alltaf litla prestinn á Tjörn. Þeir voru miklir vinir. Þannig lifði minn- ingin um dána bróðurinn í huga systkinanna. En svo, þegar hann var 7 ára, kom reiðarslagið, sem batt enda á drauma drengsins og vonir foreldranna honum til handa. Vonarstjarna vandamanna hvarf í dauðans djúp en drottinn rœður. Þannig kvað Jónas um frænda sinn Skafta Stefáns- son á Völlum, sem ungur dó í Kaupmannahöfn á sviplegan hátt. September 1984 Á fögrum degi seint í september á þessu ári 1984, er verið að grafa smáskurð frá kirkjunni á Tjörn vegna jarðtengingar rafmagns. Rafvirkinn tekur strenginn út í gegnum kirkju- grunninn alveg í horninu á milli aðalkirkju og forkirkju. Þar er legstaður síðustu prestshjón- anna á Tjörn, þeirra Kristjáns Eldjárns og maddömu Petrínu, og stendur þar legsteinn þeirra. Þarna kemur rafvirkinn niður á sérkennilegan stein og tekur hann upp til að skoða betur. Þetta reyndist vera renningurúr ljósleitum marmara um það bil 15 cm langur og5-6cm. breiður. Það er brotið af öðrum endanum, en á flötinn öðru- megin er grafið nafn: HJÖRLEYFUR KRISTJÁ Það er augljóst, hvað þarna vantar á nafnið, það eru stafirnir NSS. Við nánari skoðun sjást greinilega fleiri brotsár á stein- inum, sem gefa til kynna að þetta hefur verið lítill kross sagaður úr marmaraplötu sagaður úr marmaraplötu. Og á krossinn hefur verið grafið nafn litla drengsins prestshjónanna, Hjörleifs Kristjánssonar. Þetta var vissulega óvæntur fundur. Aldrei var um það talað hér á bænum, að neitt hefði verið sett á leiði drengsins, sem var í reitnum beint vestan við kirkju- na. Heldur ekki man Sesselja systir hans, sem enn er á lífi á 92. aldursári eftir slíkum krossi. En samt hefur hann verið til og það er m.a.s. hægt að geta sér til um, hver hefur gert hann eða a.m.k. grafið nafnið. Það hefur verið Stefán Þórarinsson gull- smiður og útskurðarmaður, bróðir séra Kristjáns á Tjörn. Hann hafði átt heima í Gull- bringu 1887-1891, næst eftir Arngrími málara og Þórunni,en bjó svo á Akureyri þaðan í frá til dauðadags. I kirkjugarðinum á Tjörn, sunnan við kirkjuhúsið er legsteinn yfir Jón bónda Kristjánsson á Ingvörum, sem lést 1898 í blómalífsins. Áletrun á steininum, sem er íslenskt blágrýti, er eftir Stefán. Um það er full vissa. Leturgerðin á stein- inum er nákvæmlega sú sama og er á marmaraplötunni. Þetta virðist liggja í augum uppi. Stefán hefur verið beðinn, eða tekið það upp hjá sjálfum sér, að gera þennan litla kross í minningarskyni til að setja á leiði Hjöra litla frænda hans fyrir framan kirkjudyrnar, þar sem öll leiði eru nú ómerkt nema leiði Arngríms málara, enda var þar strax settur sterkur járn- kross, sem betur þolir tímans tönn en brothættur marmarinn. Að öllum líkindum hefur litli krossin mjög fljótlega orðið fyrir einhverju slysi og brotnað í a.m.k. 4 parta. Brotinu með áletruninni hefur verið haldið til haga. Þegar svo prestshjónin létust með stuttu millibili, á árunum 1916 og 17 og voru jarðsett við horn kirkjunnar, hefir einhverjum, sem vissi um brotið af krossi Hjörleifs heitins, þótt tilhlýðilegt að stinga því þar niður í moldina. Þannig var þá á táknrænan hátt litli drengurinn aftur kominn í skjól foreldra sinna, sem kvöddu hann með svo sárum trega tæpum tveimur áratugum áður. Þannig skilaði moldin aftur minningu um Hjörleif Kristjáns- son, eitt síðasta fórnarlamb barnaveikinnar voðalegu hér í sveit. Jóhann Kr. Pétursson Komin eru leiðarlokin. Lífsins gáta ráðin er. Undan sínum ævislitum enginn getur forðað sér. Fyrir bleika feigðarljánum fyrr eða síðar hnígur hver. Þœg var hvíldin þreyttum manni. Þrauta sárra slokknuð glóð. Oft og tíðum œvigata ærna lá á brattans slóð. Þungt var stundum fyrirfæti, færðin reyndist miður góð. Ungur fór hann yfir hafið ókunnugra landa til. Efalaust þá orðið hefur í hans lífi þáttaskil. Vistin lengst I Vesturheimi varaði’ um áratuga bil. Einhvernveginn aldrei naut hann umhyggju hins nýja lands. Reikaði stundum raunamœddur refilstigu einfarans. Heim til Fróns og föðurtúna flaug þá löngum sefi hans. Furðu hár að vexti var ’ann Vart munu um það dæmi tvenn. Kunnur af um veröld víða. Verða mun svo lengi enn. Höfuð bar og herðar yfir, hvar sem fór hann - aðra menn. Hvar sem frænda leiðir lágu landi og þjóð til sóma var. Víða um lönd og einnig álfur Islands nafn og hróður bar. Hreinum sínum heiðursskildi hélt á lofti, allstaðar. Hrófatildri og heimsins prjáli hafði aldrei mætur á. Greindi fljótur rétt frá röngu, rökin aldrei brugðust þá. Vandaður til verka og orða. Virðing fylgdi og œra há. Ar og daga orðstír Ijómar yfir víðan landahring. Kappans horfna hvergi fyrnist kostagnótt og hyggja slyng. Þjóðin krýnir þökk og heiðri þennan gengna Svarfdæling. Frændi kær, nú farinn ertu fyrirheitna landsins til. Er þar birta ævarandi. Engin dægra- og náttaskil. Þar er góðum gott að vera, guðs í friði, Ijósi og yl. H.Z. Þökkum innilega samúö og hlýjan vinarhug við andlát og útför Hólmfríðar Þorsteinsdóttur frá Efstakoti. Systkini og aðrir vandamenn. Frá Fóstbræðrasjóði Fóstbræðrasjóður mun veita námsstyrk á þessu skólaári sem fyrr. Styrkhæfireru allirfyrrverandi nemendur Hús.abakkaskóla, sem stunda nám eða hyggjast stunda nám í búnaðar-kennslu-og samvinnufræðum. Umsóknir sendist formanni skólanefndar Húsa- bakkaskóla, Guðrúnu Lárusdóttur á Þverá, fyrir 15. janúar 1985. Sjóðsstjórn. I6 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.